Alfreð Finnbogason skoraði annað mark Augsburg sem tapaði fyrir Schalke á heimavelli í þýsku Bundesligunni í fótbolta í kvöld.
Heimaenn í Augsburg komust yfir þegar langt var liðið á fyrri hálfleikinn en í uppbótartíma hans jöfnuðu gestirnir þegar Stephan Lichtsteiner varð fyrir því óláni að gera sjálfsmark.
Alfreð kom Augsburg yfir á nýjan leik þegar hann skoraði úr vítaspyrnu á 60. mínútu. Alfreð fékk spyrnuna sjálfur, hann reyndi fyrirgjöf inn í teiginn sem fór í hendina á varnarmanni Schalke og dómarinn gat ekki annað en dæmt víti.
Gestirnir jöfnuðu metin aftur á 71. mínútu þegar Ozan Kabak skallaði aukaspyrnu Daniel Caligiuri í netið. Þeir komust svo yfir á 82. mínútu með marki frá Amine Harit og þar við sat. Lokatölur 3-2 fyrir Schalke.
Augsburg er í fallsæti í þýsku deildinni með aðeins einn sigur úr fyrstu 10 leikjum sínum.
Alfreð skoraði en Augsburg tapaði
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið

„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn


„Við bara brotnum“
Körfubolti

„Þetta er fyrir utan teig“
Íslenski boltinn

„Eru greinilega lið sem eru betri en við“
Körfubolti

Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust
Íslenski boltinn

„Mínir menn geta borið höfuðið hátt“
Íslenski boltinn

„Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“
Körfubolti


Daði leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn