Fótbolti

Kolbeinn studdur af velli í Moldóvu

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Kolbeinn Sigþórsson.
Kolbeinn Sigþórsson. Vísir/Sigurður Már
Íslenski landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson neyddist til að yfirgefa völlinn í Moldóvu í kvöld vegna meiðsla en þar er nú í gangi síðasti leikur Íslands í riðlakeppni undankeppni EM 2020.

Kolbeinn hélt um ökklann þegar hann var studdur af velli en hann afþakkaði börur.

Það á ekki af sóknarmönnum strákanna okkar að ganga því hinn stjörnuframherji landsliðsins, Alfreð Finnbogason, fór meiddur af velli í fyrri hálfleik gegn Tyrkjum á dögunum.

Viðar Örn Kjartansson kom inn í stað Kolbeins en Ísland leiðir með einu marki gegn engu þegar þessi frétt er skrifuð.

Leiknum er lýst í beinni textalýsingu á Vísi. Þá greinum við nánar frá stöðunni á Kolbeini í leikslok.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×