Gunnar Bragi sakar RÚV um æsifréttamennsku Jakob Bjarnar skrifar 15. nóvember 2019 09:41 Hugur Gunnars Braga er nú hjá starfsfólki Samherja. Vísir/Vilhelm Gunnar Bragi Sveinsson, varaformaður Miðflokksins, sakar Ríkisútvarpið um æsifréttamennsku í pistli sem finna má á leiðaraopinu Morgunblaðsins í dag. Hann segist nú hugsa til starfsmanna Samherja, „sem horfa nú á stríðsfyrirsagnir um fyrirtækið og stjórnendur þess.“ Hann segir að sem betur fer dæmi ekki fjölmiðlar né aðrir þeir sem hrópa nú á torgum, heldur dómsstólar. Gunnar Bragi talar af reynslu en sjálfur var hann mjög til umfjöllunar í fjölmiðlum, ásamt félögum sínum í Miðflokknum, í tengslum við hið mikla Klausturmál.Pistil Gunnars Braga sem finna má á leiðaropinu Morgunblaðsins í dag.„Ef til vill telja einhverjir fjölmiðlar það skyldu sína að matreiða fréttir í sem mestum æsifréttastíl ef heildarmyndin er ekki nógu hneykslanleg. Þá er ekki spáð í nett annað en áhorfstölur, lestur, flettingar og „klikk“ á vefsíðum,“ segir í pistlinum. Miðflokkurinn hefur ekki haft sig í frammi í umræðunni um Samherjamálið en vitað er að formaður flokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hefur sínar hugmyndir um fjölmiðla eins og sýndi sig í frægri grein sem hann skrifaði á sínum tíma um loftárásir fjölmiðla. Hann hefur ekki tjáð sig enn um Samherjaskjölin. Gunnar Bragi lýkur sínum pistli á að segja að fjölmiðlar verði að geta starfað án ríkisstyrkja. „Miðflokkurinn mun á næstunni kynna hugmynd að því hvernig efla megi einkarekna fjölmiðla án þess að binda þá á ríkisjötuna.“ Alþingi Fjölmiðlar Miðflokkurinn Samherjaskjölin Tengdar fréttir Björn Bjarnason segir um atlögu RÚV að Samherja að ræða Fyrrverandi ráðherra gefur lítið fyrir fréttir RÚV af spillingarmálum Samherja í Namibíu. 13. nóvember 2019 15:29 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fangageymslur fullar eftir nóttina Innlent Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Veður Fleiri fréttir Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, varaformaður Miðflokksins, sakar Ríkisútvarpið um æsifréttamennsku í pistli sem finna má á leiðaraopinu Morgunblaðsins í dag. Hann segist nú hugsa til starfsmanna Samherja, „sem horfa nú á stríðsfyrirsagnir um fyrirtækið og stjórnendur þess.“ Hann segir að sem betur fer dæmi ekki fjölmiðlar né aðrir þeir sem hrópa nú á torgum, heldur dómsstólar. Gunnar Bragi talar af reynslu en sjálfur var hann mjög til umfjöllunar í fjölmiðlum, ásamt félögum sínum í Miðflokknum, í tengslum við hið mikla Klausturmál.Pistil Gunnars Braga sem finna má á leiðaropinu Morgunblaðsins í dag.„Ef til vill telja einhverjir fjölmiðlar það skyldu sína að matreiða fréttir í sem mestum æsifréttastíl ef heildarmyndin er ekki nógu hneykslanleg. Þá er ekki spáð í nett annað en áhorfstölur, lestur, flettingar og „klikk“ á vefsíðum,“ segir í pistlinum. Miðflokkurinn hefur ekki haft sig í frammi í umræðunni um Samherjamálið en vitað er að formaður flokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hefur sínar hugmyndir um fjölmiðla eins og sýndi sig í frægri grein sem hann skrifaði á sínum tíma um loftárásir fjölmiðla. Hann hefur ekki tjáð sig enn um Samherjaskjölin. Gunnar Bragi lýkur sínum pistli á að segja að fjölmiðlar verði að geta starfað án ríkisstyrkja. „Miðflokkurinn mun á næstunni kynna hugmynd að því hvernig efla megi einkarekna fjölmiðla án þess að binda þá á ríkisjötuna.“
Alþingi Fjölmiðlar Miðflokkurinn Samherjaskjölin Tengdar fréttir Björn Bjarnason segir um atlögu RÚV að Samherja að ræða Fyrrverandi ráðherra gefur lítið fyrir fréttir RÚV af spillingarmálum Samherja í Namibíu. 13. nóvember 2019 15:29 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fangageymslur fullar eftir nóttina Innlent Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Veður Fleiri fréttir Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Sjá meira
Björn Bjarnason segir um atlögu RÚV að Samherja að ræða Fyrrverandi ráðherra gefur lítið fyrir fréttir RÚV af spillingarmálum Samherja í Namibíu. 13. nóvember 2019 15:29