Segir hlustað á sjónarmið nemenda Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. nóvember 2019 19:45 Skóla- og frístundaráð samþykkti í dag tillögu sem felur meðal annars í sér lokun Kelduskóla Korpu, þrátt fyrir hörð mótmæli foreldra og nemenda. Nú er unnið að því að tryggja fjármagn til að ráðast í samgöngubætur vegna breytinganna að sögn formanns skóla- og frístundaráðs. Fulltrúar minnihlutans saka meirihlutann um trúnaðarbrot vegna málsins. Mótmælaaðgerðir hóps foreldra í norðanverðum Grafarvogi ollu því að umferð var sérstaklega þung í hverfinu í um hálftíma í morgun. Samkvæmt tillögunni sem samþykkt var í dag verður Kelduskóla Korpu verði lokað. Unglingaskóli með áherslu á nýsköpun verður í Víkurskóla og í Engjaskóla og Borgarskóla verður kennsla 1.-7. bekkjar. „Það mun bara auka akstur hér í hverfunum til muna sem verður bara mun hættulegra fyrir börnin og eins og sjá má hér í kring um okkur þá er eiginlega allt stopp því að fólk mun keyra börnin sín í skólann því að skólaakstur mun halda áfram að klikka eins og hann hefur gert undanfarin ár,“ segir Sævar Reykjalín Sigurðarson, formaður foreldrafélags Kelduskóla. Sjá einnig: Segir loforð borgarinnar um samgöngubætur ekki trúverðug Borgin hefur aftur á móti heitið samgöngubótum. Því segist Sævar eiga bágt með að trúa í ljósi þess að því hafi verið heitið áður en ekki hafi verið staðið við. Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, segir að nú sé aukinn þrýstingur á borgina að standa við gefin loforð. „Ef að menn skoða tillöguna frá okkur þá er hún mjög ítarleg og það er einmitt af því að við erum að reyna að koma til móts við þau sjónarmið sem að meðal annars foreldrar og íbúar hafa verið með um að það sé mikilvægt að vera með öflugar samgöngubætur, mótvægisaðgerðir þannig að við tryggjum umferðaröryggi og öryggi barnanna, þeirra sem vilja fara gangandi og hjólandi, og svo leggjum við mikla áherslu á það að skólaakstur er í boði fyrir þá sem vilja nýta sér það,“ segir Skúli. Hann kveðst skilja áhyggjur foreldra og íbúa af því að ekki verði staðið við gefin loforð. „Það er ýmislegt sem hefur verið sagt í gegnum tíðina. Því var lofað 2008 að byggja við Korpu og það var ekki efnt, enda kom hrunið kannski korteri síðar,“ segir Skúli. „Síðan hefur verið talað um þetta og samgöngubótum hefur verið lofað og við tökum þetta allt með í reikninginn, tökum mjög alvarlega þessi sjónarmið um að fyrirheit hafi ekki gengið eftir og þess vegna setjum við kannski extra þrýsting á okkur sjálf, með að nú þurfi menn að passa upp á að þessar samgöngubætur gangi eftir,“ segir Skúli. Nemendur hafa jafnframt mótmælt áformunum með ýmsum hætti. „Ég vil bara segja við krakkana að við erum að hlusta á ykkur, og við tökum mark á ykkar sjónarmiðum og þið þurfið ekki að hafa áhyggjur af því að kennararnir ykkar missi vinnuna,“ segir Skúli, en viðtal við Skúla í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan.Meirihlutinn hafi framið trúnaðarbrot Minnst tveir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í minnihluta voru mættir til að sýna samstöðu á mótmælunum í morgun en minnihlutinn hefur gagnrýnt borgina harðlega vegna málsins. Ein þeirra er Valgerður Sigurðardóttir sem situr í skóla og frístundaráði. Á Facebook síðu sinni að fundi loknum í dag segir hún meirihlutann hafa framið trúnaðarbrot með því að senda út fréttatilkynningu um hvernig málinu lyktaði, áður en að fundi lauk. „Við þetta gerðum við alvarlegar athugasemdir og óskum eftir því að borgarlögmaður skoði lögmæti fundarins enda okkur borgarfulltrúum settar skýrar skorður vegna trúnaðar á fundum sem augljóslega var brotinn í dag,“ skrifar Valgerður. Þá ítrekuðu fulltrúar borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins afstöðu sína gegn tillögunni í bókunum á fundinum. Borgarstjórn Skóla - og menntamál Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Skóla- og frístundaráð samþykkti í dag tillögu sem felur meðal annars í sér lokun Kelduskóla Korpu, þrátt fyrir hörð mótmæli foreldra og nemenda. Nú er unnið að því að tryggja fjármagn til að ráðast í samgöngubætur vegna breytinganna að sögn formanns skóla- og frístundaráðs. Fulltrúar minnihlutans saka meirihlutann um trúnaðarbrot vegna málsins. Mótmælaaðgerðir hóps foreldra í norðanverðum Grafarvogi ollu því að umferð var sérstaklega þung í hverfinu í um hálftíma í morgun. Samkvæmt tillögunni sem samþykkt var í dag verður Kelduskóla Korpu verði lokað. Unglingaskóli með áherslu á nýsköpun verður í Víkurskóla og í Engjaskóla og Borgarskóla verður kennsla 1.-7. bekkjar. „Það mun bara auka akstur hér í hverfunum til muna sem verður bara mun hættulegra fyrir börnin og eins og sjá má hér í kring um okkur þá er eiginlega allt stopp því að fólk mun keyra börnin sín í skólann því að skólaakstur mun halda áfram að klikka eins og hann hefur gert undanfarin ár,“ segir Sævar Reykjalín Sigurðarson, formaður foreldrafélags Kelduskóla. Sjá einnig: Segir loforð borgarinnar um samgöngubætur ekki trúverðug Borgin hefur aftur á móti heitið samgöngubótum. Því segist Sævar eiga bágt með að trúa í ljósi þess að því hafi verið heitið áður en ekki hafi verið staðið við. Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, segir að nú sé aukinn þrýstingur á borgina að standa við gefin loforð. „Ef að menn skoða tillöguna frá okkur þá er hún mjög ítarleg og það er einmitt af því að við erum að reyna að koma til móts við þau sjónarmið sem að meðal annars foreldrar og íbúar hafa verið með um að það sé mikilvægt að vera með öflugar samgöngubætur, mótvægisaðgerðir þannig að við tryggjum umferðaröryggi og öryggi barnanna, þeirra sem vilja fara gangandi og hjólandi, og svo leggjum við mikla áherslu á það að skólaakstur er í boði fyrir þá sem vilja nýta sér það,“ segir Skúli. Hann kveðst skilja áhyggjur foreldra og íbúa af því að ekki verði staðið við gefin loforð. „Það er ýmislegt sem hefur verið sagt í gegnum tíðina. Því var lofað 2008 að byggja við Korpu og það var ekki efnt, enda kom hrunið kannski korteri síðar,“ segir Skúli. „Síðan hefur verið talað um þetta og samgöngubótum hefur verið lofað og við tökum þetta allt með í reikninginn, tökum mjög alvarlega þessi sjónarmið um að fyrirheit hafi ekki gengið eftir og þess vegna setjum við kannski extra þrýsting á okkur sjálf, með að nú þurfi menn að passa upp á að þessar samgöngubætur gangi eftir,“ segir Skúli. Nemendur hafa jafnframt mótmælt áformunum með ýmsum hætti. „Ég vil bara segja við krakkana að við erum að hlusta á ykkur, og við tökum mark á ykkar sjónarmiðum og þið þurfið ekki að hafa áhyggjur af því að kennararnir ykkar missi vinnuna,“ segir Skúli, en viðtal við Skúla í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan.Meirihlutinn hafi framið trúnaðarbrot Minnst tveir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í minnihluta voru mættir til að sýna samstöðu á mótmælunum í morgun en minnihlutinn hefur gagnrýnt borgina harðlega vegna málsins. Ein þeirra er Valgerður Sigurðardóttir sem situr í skóla og frístundaráði. Á Facebook síðu sinni að fundi loknum í dag segir hún meirihlutann hafa framið trúnaðarbrot með því að senda út fréttatilkynningu um hvernig málinu lyktaði, áður en að fundi lauk. „Við þetta gerðum við alvarlegar athugasemdir og óskum eftir því að borgarlögmaður skoði lögmæti fundarins enda okkur borgarfulltrúum settar skýrar skorður vegna trúnaðar á fundum sem augljóslega var brotinn í dag,“ skrifar Valgerður. Þá ítrekuðu fulltrúar borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins afstöðu sína gegn tillögunni í bókunum á fundinum.
Borgarstjórn Skóla - og menntamál Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira