Hjálpa ungu fólki að koma sköpun á framfæri Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 12. nóvember 2019 10:00 Þau Ægir Þór Jähnke og Aldís Dagmar Erlingsdóttir Svarkur standa að útgáfu bókmenntatímaritsins Skandala. Fréttablaðið/Valli Í dag klukkan fimm verður haldið útgáfuhóf í tilefni þess að annað tölublað bókmenntatímaritsins Skandala kemur út.Hugmyndin kviknaði yfir bjór „Eins og svo margt þá byrjaði þetta sem einhver fáránleg hugmynd yfir bjór. Okkur datt í hug að gefa út okkar eigið bókmenntatímarit. Eitt leiddi af öðru og ég fór að setja saman einhverjar tölur. Ég var sjálfur nýbúinn að gefa út bók. Við Aldís Dagmar höfum unnið öðru hvoru saman síðan við kynntumst í Fríyrkjunni árið 2014. Ég vissi að hún hafði reynslu í að halda alls konar viðburði en líka í því að brjóta um bækur. Þannig að ég hef samband við hana og við komumst að því að með góðum vilja, heppni og smá fórnfýsi, þá sé þetta hægt,“ segir Ægir Þór Jähnke. Ægir og Aldís þekkja mörg íslensk ungskáld og listafólk, en Ægir segir það algengt að fólk sem er að stíga sín fyrstu skref í listinni upplifi ákveðið hark. Þetta hafi því verið þeirra leið til að leiða fólk saman í listinni. „Það eru allir svolítið að gera sitt í sínu horni þó á því séu undantekningar, auðvitað. Okkur fannst vanta miðil til að sameina þessa einstaklinga. Við vildum skapa öðruvísi menningartímarit, eitthvað sem er aðeins minna formlegt en til dæmis tímarit Máls og menningar. Okkur langaði að gera eitthvað aðeins opnara og tilraunakenndara. Blaðinu er samt að sjálfsögðu ritstýrt og við veljum í það en erum tilbúnari að fara aðrar leiðir og birta öðruvísi efni.“Vildu birta tilraunakennd verk frá virtum höfundum Í blaðinu er birt efni eftir unga óþekkta höfunda í bland við efni frá þekktari höfundum. „Við vildum verk sem kæmust kannski ekki að hjá öðrum miðlum. Hugmyndin var annars vegar að skapa vettvang fyrir ungskáld til að fá efni sitt birt, en ungskáld þýðir ekki endilega að einstaklingarnir séu ungir, heldur bara að stíga sín fyrstu skref á ritvellinum. Svo vildum við líka birta tilraunakenndari verk frá virtum höfundum, eitthvað sem þeir eru kannski ekki að gefa út í þessum venjulegu miðlum.“ Á meðal þeirra sem eiga ljóð í nýjasta tölublaðinu eru skáld á borð við Anton Helga Jónsson, Ásdísi Ingólfsdóttur og Hörpu Rún Kristjánsdóttur. „Fyrir síðasta blað setti ég mig í samband við Aðalstein Ásberg, hann var að kenna mér uppi í háskóla. Ég bað hann um að skrifa smá pistil í blaðið, sem hann gerði. Í nýjasta blaðinu er Steinunn Sigurðardóttir með pistil. Þetta er smá hugsað sem svona hvatningarorð til ungra höfunda en ekki síður lesenda.“ Síðasta blað kom út í júlí en upphaflega stóð til að gefa það út í maí. „Síðan er þetta aðeins flóknara en maður gerir sér grein fyrir. Það er samt ekki lengra liðið síðan en í febrúar á þessu ári sem hugmyndin kviknaði. Svo fórum við á fullt með þetta og vorum í rauninni farin að safna efni strax í mars.“Vilja hjálpa ungu fólki Ægir segir að þau langi til að halda áfram útgáfunni á meðan þau hafa fjárhagslegt bolmagn til. „Það er alltaf stóra spurningin. Við söfnuðum fyrir fyrsta blaðinu með hópfjármögnun, nú erum við með einhverjar auglýsingar. Það voru einhverjar sölutekjur af fyrstu útgáfunni en við reynum að stilla verðinu í hóf, því við viljum að ungt fólk sem á kannski ekki mikinn pening geti keypt blaðið. Núna fengum við líka styrk frá Reykjavíkurborg. En svo er það spurning hversu mikið selst, upp á það að sjá hvort við getum haldið áfram að fjármagna þetta.“ Ægir Þór segir langtímahugmyndina vera að skapa lista-kollektív í kringum blaðið. „Draumurinn er svo að innan þess geti höfundar leitað hver til annars og unnið jafnvel saman að öðrum verkefnum. Við Aldís erum búin að þekkjast og vinna saman svolítið lengi. Þetta er okkar áhugamál, að hjálpa ungu fólki að koma sinni sköpun á framfæri. Við erum að draga fólk sem við þekkjum inn í verkefnið en líka að kynnast nýjum í gegnum það. Ég gaf út nýja ljóðabók á dögunum og þá fékk ég til dæmis einn, sem hafði sent inn myndir í fyrsta tölublaðið, til að myndskreyta þá bók. Bara sem dæmi tekið um það hvernig er hægt að mynda einhver sambönd í gegnum þetta.“ Útgáfuhófið hefst klukkan 17.00 á Borgarbókarsafninu við Tryggvagötu, þar sem fólki gefst færi á að styrkja þetta gróskulega framtak ásamt því að heyra nokkra af höfundunum lesa verk sín. Vilji fólk senda inn efni í næsta tímarit er það beðið um að hafa samband á tölvupóstfangið skandali.timarit@gmail.com. Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Menning Mest lesið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Í dag klukkan fimm verður haldið útgáfuhóf í tilefni þess að annað tölublað bókmenntatímaritsins Skandala kemur út.Hugmyndin kviknaði yfir bjór „Eins og svo margt þá byrjaði þetta sem einhver fáránleg hugmynd yfir bjór. Okkur datt í hug að gefa út okkar eigið bókmenntatímarit. Eitt leiddi af öðru og ég fór að setja saman einhverjar tölur. Ég var sjálfur nýbúinn að gefa út bók. Við Aldís Dagmar höfum unnið öðru hvoru saman síðan við kynntumst í Fríyrkjunni árið 2014. Ég vissi að hún hafði reynslu í að halda alls konar viðburði en líka í því að brjóta um bækur. Þannig að ég hef samband við hana og við komumst að því að með góðum vilja, heppni og smá fórnfýsi, þá sé þetta hægt,“ segir Ægir Þór Jähnke. Ægir og Aldís þekkja mörg íslensk ungskáld og listafólk, en Ægir segir það algengt að fólk sem er að stíga sín fyrstu skref í listinni upplifi ákveðið hark. Þetta hafi því verið þeirra leið til að leiða fólk saman í listinni. „Það eru allir svolítið að gera sitt í sínu horni þó á því séu undantekningar, auðvitað. Okkur fannst vanta miðil til að sameina þessa einstaklinga. Við vildum skapa öðruvísi menningartímarit, eitthvað sem er aðeins minna formlegt en til dæmis tímarit Máls og menningar. Okkur langaði að gera eitthvað aðeins opnara og tilraunakenndara. Blaðinu er samt að sjálfsögðu ritstýrt og við veljum í það en erum tilbúnari að fara aðrar leiðir og birta öðruvísi efni.“Vildu birta tilraunakennd verk frá virtum höfundum Í blaðinu er birt efni eftir unga óþekkta höfunda í bland við efni frá þekktari höfundum. „Við vildum verk sem kæmust kannski ekki að hjá öðrum miðlum. Hugmyndin var annars vegar að skapa vettvang fyrir ungskáld til að fá efni sitt birt, en ungskáld þýðir ekki endilega að einstaklingarnir séu ungir, heldur bara að stíga sín fyrstu skref á ritvellinum. Svo vildum við líka birta tilraunakenndari verk frá virtum höfundum, eitthvað sem þeir eru kannski ekki að gefa út í þessum venjulegu miðlum.“ Á meðal þeirra sem eiga ljóð í nýjasta tölublaðinu eru skáld á borð við Anton Helga Jónsson, Ásdísi Ingólfsdóttur og Hörpu Rún Kristjánsdóttur. „Fyrir síðasta blað setti ég mig í samband við Aðalstein Ásberg, hann var að kenna mér uppi í háskóla. Ég bað hann um að skrifa smá pistil í blaðið, sem hann gerði. Í nýjasta blaðinu er Steinunn Sigurðardóttir með pistil. Þetta er smá hugsað sem svona hvatningarorð til ungra höfunda en ekki síður lesenda.“ Síðasta blað kom út í júlí en upphaflega stóð til að gefa það út í maí. „Síðan er þetta aðeins flóknara en maður gerir sér grein fyrir. Það er samt ekki lengra liðið síðan en í febrúar á þessu ári sem hugmyndin kviknaði. Svo fórum við á fullt með þetta og vorum í rauninni farin að safna efni strax í mars.“Vilja hjálpa ungu fólki Ægir segir að þau langi til að halda áfram útgáfunni á meðan þau hafa fjárhagslegt bolmagn til. „Það er alltaf stóra spurningin. Við söfnuðum fyrir fyrsta blaðinu með hópfjármögnun, nú erum við með einhverjar auglýsingar. Það voru einhverjar sölutekjur af fyrstu útgáfunni en við reynum að stilla verðinu í hóf, því við viljum að ungt fólk sem á kannski ekki mikinn pening geti keypt blaðið. Núna fengum við líka styrk frá Reykjavíkurborg. En svo er það spurning hversu mikið selst, upp á það að sjá hvort við getum haldið áfram að fjármagna þetta.“ Ægir Þór segir langtímahugmyndina vera að skapa lista-kollektív í kringum blaðið. „Draumurinn er svo að innan þess geti höfundar leitað hver til annars og unnið jafnvel saman að öðrum verkefnum. Við Aldís erum búin að þekkjast og vinna saman svolítið lengi. Þetta er okkar áhugamál, að hjálpa ungu fólki að koma sinni sköpun á framfæri. Við erum að draga fólk sem við þekkjum inn í verkefnið en líka að kynnast nýjum í gegnum það. Ég gaf út nýja ljóðabók á dögunum og þá fékk ég til dæmis einn, sem hafði sent inn myndir í fyrsta tölublaðið, til að myndskreyta þá bók. Bara sem dæmi tekið um það hvernig er hægt að mynda einhver sambönd í gegnum þetta.“ Útgáfuhófið hefst klukkan 17.00 á Borgarbókarsafninu við Tryggvagötu, þar sem fólki gefst færi á að styrkja þetta gróskulega framtak ásamt því að heyra nokkra af höfundunum lesa verk sín. Vilji fólk senda inn efni í næsta tímarit er það beðið um að hafa samband á tölvupóstfangið skandali.timarit@gmail.com.
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Menning Mest lesið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira