Sigmundur sáttur við svar umhverfisráðherra Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. nóvember 2019 16:30 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður miðflokksins. vísir/vilhelm „Aldrei þessu vant er ég bara sáttur við svar ráðherra í ríkisstjórn Íslands,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins á Alþingi í dag. Vísaði hann þar til svars Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma. Sigmundur spurði hvort ráðherra styddi markmið umhverfisverndarsamtakanna Extinction Rebellion um að stefna að því að losun gróðurhúsalofttegunda verði algjörlega hætt árið 2025. Sigmundur sagði samtökin hafa vakið athygli víða fyrir öfgakennda framgöngu og málflutning en Sigmundur sagði að umhverfisráðherra hafi lýst yfir stuðningi við samtökin. Í svari sínu kvaðst Guðmundur Ingi ekki minnast þess að hafa stutt samtökin. Hann kunni aftur á móti að hafa líkað við þau á samfélagsmiðlum til að fylgjast með. „Þar sem að þingmaðurinn talar um sérstök markmið um að ná niður nettólosun í núll 2025, þá er það eitthvað sem ég tel að sé ekki hægt. Það er ekki raunhæft að gera það. Það væri auðvitað mjög æskilegt að við gætum gert það en ég tel alls ekki raunhæft að ná því markmiði,“ svaraði Guðmundur Ingi. Þetta svar Guðmundar Inga var Sigmundi vel að skapi. „Ég vona að þetta gefi einhverja vísbendingu um það sem koma skal og að stjórnvöld muni innleiða aukna hófsemd í baráttunni við loftslagsbreytingar í þeim skilningi að menn líti í auknum mæli til vísinda og staðreynda og leiti aðgerða sem geta raunverulega virkað,“ sagði Sigmundur. Í síðara svari sínu áréttaði Guðmundur Ingi þó að hann telji mikilvægt að Íslendingar og aðrar þjóðir setji sér metnaðarfull markmið í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. „Ég hef líka sagt að við þurfum að gera ennþá betur. Við erum að stíga mjög stór skref þegar kemur að þessum málum og vísa þar með meðal annars í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar frá því í september 2018 og þær fjölmörgu aðgerðir sem þar hefur verið gripið til,“ sagði Guðmundur Ingi. Alþingi Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
„Aldrei þessu vant er ég bara sáttur við svar ráðherra í ríkisstjórn Íslands,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins á Alþingi í dag. Vísaði hann þar til svars Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma. Sigmundur spurði hvort ráðherra styddi markmið umhverfisverndarsamtakanna Extinction Rebellion um að stefna að því að losun gróðurhúsalofttegunda verði algjörlega hætt árið 2025. Sigmundur sagði samtökin hafa vakið athygli víða fyrir öfgakennda framgöngu og málflutning en Sigmundur sagði að umhverfisráðherra hafi lýst yfir stuðningi við samtökin. Í svari sínu kvaðst Guðmundur Ingi ekki minnast þess að hafa stutt samtökin. Hann kunni aftur á móti að hafa líkað við þau á samfélagsmiðlum til að fylgjast með. „Þar sem að þingmaðurinn talar um sérstök markmið um að ná niður nettólosun í núll 2025, þá er það eitthvað sem ég tel að sé ekki hægt. Það er ekki raunhæft að gera það. Það væri auðvitað mjög æskilegt að við gætum gert það en ég tel alls ekki raunhæft að ná því markmiði,“ svaraði Guðmundur Ingi. Þetta svar Guðmundar Inga var Sigmundi vel að skapi. „Ég vona að þetta gefi einhverja vísbendingu um það sem koma skal og að stjórnvöld muni innleiða aukna hófsemd í baráttunni við loftslagsbreytingar í þeim skilningi að menn líti í auknum mæli til vísinda og staðreynda og leiti aðgerða sem geta raunverulega virkað,“ sagði Sigmundur. Í síðara svari sínu áréttaði Guðmundur Ingi þó að hann telji mikilvægt að Íslendingar og aðrar þjóðir setji sér metnaðarfull markmið í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. „Ég hef líka sagt að við þurfum að gera ennþá betur. Við erum að stíga mjög stór skref þegar kemur að þessum málum og vísa þar með meðal annars í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar frá því í september 2018 og þær fjölmörgu aðgerðir sem þar hefur verið gripið til,“ sagði Guðmundur Ingi.
Alþingi Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira