Leikmenn íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu hafa ekki yfir neinu að kvarta hér í Antalya þar sem liðið hefur sett upp búðir sína þar til íslenski hópurinn flýgur til Istanbul fyrir leikinn í undankeppni HM á fimmtudagskvöldið.
Hver einasta mínúta er mikilvæg þegar liðið fær svo lítinn tíma fram að leik og þar kemur hótel liðsins í Antalya sterkt inn.
Íslensku strákarnir þurfa ekki að eyða neinum tíma í rútuferðir og önnur ferðalög á æfingar sínar. Æfingavöllurinn landsliðsins er nefnilega staðsettur í sjálfum hótelgarðinum.
Íslenska liðið gistir í ferðamannaparadís og er með æfingavöllinn á sama stað. Þarna æfa mörg stór félagslið á undirbúningstímabilinu og allt fær toppeinkunn.
Strákarnir geta líka farið í golf á einkagolfvelli hótelsins, kíkt í tennis, farið í nudd, legið við sundlaugabakkann eða kíkt á ströndina sem er aðeins nokkrum metrum frá sundlaugagarðinum.
Það sem skiptir líka máli að þeir þekkja staðinn og það er gott að geta gengið að hlutum vísum þegar tíminn er ekki með þér í liði.
Íslenska liðið var nefnilega á þessu sama hóteli í Antalya þegar liðið undirbjó sig fyrir útileikinn við Tyrki fyrir tveimur árum. Sá leikur var í undankeppni HM 2018 og vannst frækinn sigur.
Þurfa ekki að yfirgefa hótelgarðinn til að fara á æfingu
Óskar Ófeigur Jónsson í Antalya skrifar

Mest lesið



Lærðu að fagna eins og verðandi feður
Íslenski boltinn

„Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“
Íslenski boltinn

Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi
Íslenski boltinn

KA búið að landa fyrirliða Lyngby
Íslenski boltinn

Dæmd í bann fyrir að klípa í klof
Fótbolti


Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur
Enski boltinn

Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
