Trump fór í óvænta heimsókn til Afganistan Andri Eysteinsson skrifar 28. nóvember 2019 21:06 Trump skammtaði hermönnum hátíðarmat. AP/Alex Brandon Bandarískir hermenn sem fagna þakkagjörðarhátíðinni á Bagram herstöðinni í Afganistan fengu óvæntan gest Bandaríkjaforseti sjálfur, Donald Trump, heiðraði herliðið með nærveru sinni. Trump og starfslið hans hafði mikið fyrir því að halda ferðaáætlun sinni leyndri eftir að áætlun sambærilegrar ferðar til Írak í fyrra lak út áður en að forsetinn mætti ásamt forsetafrúnni Melaniu Trump. Hafði þá breskur flugáhugamaður rekið augun í vél forsetans á leið til Írak, AP greinir frá. Allir farsímar farþega um borð í Air Force One, flugvél Bandaríkjaforseta, voru gerðir upptækir og höfðu færslur inn á samfélagsmiðla forsetans verið skipulagðar fyrir fram til þess að vekja ekki upp neinar grunsemdir. Opinberlega hafði Trump ætlað að verja hátíðinni í Flórída og var flogið þaðan til Bagram.Trump mætti rakleitt í hátíðarmat hermanna þar sem að forsetinn skammtaði hermönnum kalkún á disk, spjallaði við þá og sat fyrir á myndum. AP greinir frá að á boðstólum hafi verið Kalkúnn, kartöflumús, sætar kartöflur og meiri hefðbundinn þakkagjörðarmatur. Þakkagjörðardagskrúðganga Macy‘s í New York og Harry Potter var það sem sýnt var í sjónvörpum herstöðvarinnar. Forsetinn ávarpaði að lokum herliðið og sagðist hvergi annars staðar vilja fagna þakkagjörðarhátíðinni. Einnig var viðstaddur forseti Afghanistan, Ashraf Ghani, og óskaði hann hermönnunum einnig gleðilegrar hátíðar. Afganistan Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Fleiri fréttir ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Sjá meira
Bandarískir hermenn sem fagna þakkagjörðarhátíðinni á Bagram herstöðinni í Afganistan fengu óvæntan gest Bandaríkjaforseti sjálfur, Donald Trump, heiðraði herliðið með nærveru sinni. Trump og starfslið hans hafði mikið fyrir því að halda ferðaáætlun sinni leyndri eftir að áætlun sambærilegrar ferðar til Írak í fyrra lak út áður en að forsetinn mætti ásamt forsetafrúnni Melaniu Trump. Hafði þá breskur flugáhugamaður rekið augun í vél forsetans á leið til Írak, AP greinir frá. Allir farsímar farþega um borð í Air Force One, flugvél Bandaríkjaforseta, voru gerðir upptækir og höfðu færslur inn á samfélagsmiðla forsetans verið skipulagðar fyrir fram til þess að vekja ekki upp neinar grunsemdir. Opinberlega hafði Trump ætlað að verja hátíðinni í Flórída og var flogið þaðan til Bagram.Trump mætti rakleitt í hátíðarmat hermanna þar sem að forsetinn skammtaði hermönnum kalkún á disk, spjallaði við þá og sat fyrir á myndum. AP greinir frá að á boðstólum hafi verið Kalkúnn, kartöflumús, sætar kartöflur og meiri hefðbundinn þakkagjörðarmatur. Þakkagjörðardagskrúðganga Macy‘s í New York og Harry Potter var það sem sýnt var í sjónvörpum herstöðvarinnar. Forsetinn ávarpaði að lokum herliðið og sagðist hvergi annars staðar vilja fagna þakkagjörðarhátíðinni. Einnig var viðstaddur forseti Afghanistan, Ashraf Ghani, og óskaði hann hermönnunum einnig gleðilegrar hátíðar.
Afganistan Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Fleiri fréttir ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Sjá meira