Sérstakar húsaleigubætur muni vega upp á móti hækkun á leigu félagslegra íbúða Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. nóvember 2019 13:30 Pétur segir að sérstakar húsaleigubætur muni vega upp á móti þrjátíu prósenta hækkun á félagslegu leiguhúsnæði fyrir þá tækjulægstu. Vísir/Vilhelm Pétur Hrafn Sigurðsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar Kópavogi, sem sat í starfshópi um endurskoðun á félagslegu leiguhúsnæði, segir að markmiðið með tillögunum sé að gera kerfið sjálfbærara og skilvirkara. Ein af tillögum hópsins er að hækka húsaleigu félagslegra íbúða um þrjátíu prósent að jafnaði en á móti kemur stuðningur við þá sem minnst hafa á milli handanna. Starfshópurinn kynnti skýrsluna í bæjarráði í síðustu viku og þá hefur hún verið rædd í bæjarstjórn sem samþykkti að unnið verði áfram að frekari greiningu einstakra þátta skýrslunnar.Fréttablaðið greindi frá tillögum starfshópsins í blaði dagsins. Pétur segir að reksturinn hafi verið óskilvirkur. Það hafi komið sér illa fyrir leigutaka og sveitarfélagið sjálft. Um 450 íbúðir eru undir og mikilvægt að halda vel utan um kerfið. Hann segir að ekki sé um flata þrjátíu prósent hækkun á leigu að ræða. „Í fyrsta lagi þá er það þannig að ef þessu verður breytt, og það er ekki einu sinni búið að ákveða hvernig því verður breytt, það eru margar útfærslur í því, en þá mun Kópavogsbær greiða sérstakan húsnæðisstuðning sem kemur til með að dekka hækkunina að mestu leyti. Þessi sérstaki húsnæðisstuðningur, sem sveitarfélögin greiða, er ekki greiddur í dag til leigjenda í félagslega húsnæðiskerfinu. Sá styrkur dekkar hluta af þessari 30 prósent hækkun þannig að hún verður alls ekki svo mikil. Og í öðru lagi þá mun þessi félagslegi styrkir, þessar sérstöku húsnæðisbætur verða þannig útfærðar að þær verða mjög tekjutengdar.“Það liggur nú í augum uppi, að það fólk sem þarf á þessu úrræði að halda hefur ekki mikið á milli handanna. Er þá ekki verið svolítið að mismuna hópi sem er viðkvæmur fyrir?„Jú, sko, hópurinn er misviðkvæmur innan kerfisins. Þannig að sérstakur húsnæðisstuðningur grípur það fólk þannig að þeir sem þurfa mest á stuðningi að halda, þeir munu fá hæstan stuðninginn úr sérstökum húsnæðisstuðningi frá sveitarfélaginu.“ Að sögn starfshópsins er félagslega húsnæðiskerfið með öllu ósjálfbært. En þú sem jafnaðarmaður, þarf kerfið að vera sjálfbært? Er það ekki bara pólitísk ákvörðun?„Jú, vissulega er það pólitísk ákvörðun og kerfið er ekki sjálfbært eins og það er sett upp í dag, langt því frá, en það er heldur ekki verið að gera kerfið sjálfbært með þessum tillögum og það er alveg ljóst að kerfið verður ekki sjálfbært. Það mun ekki geta staðið undir kaupum á félagslegum íbúðum eins og ef það væri algerlega sjálfbært, ætti að geta gert. Það sem er verið að gera er það að það er verið að gefa möguleika á því að auka enn frekar kaup á, og fjölga, félagslegum íbúðum ís veitarfélögum með þessu kerfi en ég legg áherslu á það að útfærslan er eftir og útfærslan á að vera þannig að þeir sem hafa það verst og þeir sem þurfa á mestum stuðningi að halda, þetta á ekki að breyta neinu hjá þeim,“ segir Pétur.Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi, segir að bæjaryfirvöld ættu í auknum mæli að beita sér fyrir uppbyggingu á hagkvæmum íbúðum og ólíkum búsetuformum.Vill að yfirvöld beiti sér fyrir uppbyggingu hagkvæmra íbúða Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi, sat ekki í starfshópnum en á fundi bæjarráðs kom hún sínum sjónarmiðum á framfæri. „Það kemur fram í tillögunum að það verði miðað við að leiguupphæðin fari aldrei yfir 25% af skattskyldum tekjum. Og ég lagði áherslu á það að það sem stæði eftir hjá þeim tekjulægstu væri þá ekki undir opinberum neysluviðmiðum þegar búið er að taka frá húsnæðiskostnað og mér skilst að það verði uppfyllt,“ segir Sigurbjörg. „Mér sýnist þetta verða sanngjarnara kerfi að því leyti að þeir sem hafa lægstu tekjurnar þeir fá hlutfallslega mesta stuðninginn vegna þessara sérstöku húsaleigubóta sem koma til móts við hækkunina hjá þeim,“ segir Sigurbjörg en hún bætir við að bærinn ætti að beita sér fyrir uppbyggingu hagkvæmra íbúða og ólíku búsetuformi í bænum til dæmis með stuðningi við óhagnaðardrifin leigufélög. Félagsmál Húsnæðismál Kópavogur Tengdar fréttir Leggja til stórhækkun á leigu félagslegra íbúða í Kópavogi Starfshópur um endurbætur á félagslegu leiguhúsnæði í Kópavogi segir að núverandi kerfi sé ósjálfbært og leggur til að húsaleiga félagslegra íbúða verði hækkuð um 30 prósent að jafnaði eða alls um 160 milljónir króna. Á móti verða einstaklingar sem uppfylla ákveðin skilyrði studdir persónubundið. 28. nóvember 2019 06:19 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira
Pétur Hrafn Sigurðsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar Kópavogi, sem sat í starfshópi um endurskoðun á félagslegu leiguhúsnæði, segir að markmiðið með tillögunum sé að gera kerfið sjálfbærara og skilvirkara. Ein af tillögum hópsins er að hækka húsaleigu félagslegra íbúða um þrjátíu prósent að jafnaði en á móti kemur stuðningur við þá sem minnst hafa á milli handanna. Starfshópurinn kynnti skýrsluna í bæjarráði í síðustu viku og þá hefur hún verið rædd í bæjarstjórn sem samþykkti að unnið verði áfram að frekari greiningu einstakra þátta skýrslunnar.Fréttablaðið greindi frá tillögum starfshópsins í blaði dagsins. Pétur segir að reksturinn hafi verið óskilvirkur. Það hafi komið sér illa fyrir leigutaka og sveitarfélagið sjálft. Um 450 íbúðir eru undir og mikilvægt að halda vel utan um kerfið. Hann segir að ekki sé um flata þrjátíu prósent hækkun á leigu að ræða. „Í fyrsta lagi þá er það þannig að ef þessu verður breytt, og það er ekki einu sinni búið að ákveða hvernig því verður breytt, það eru margar útfærslur í því, en þá mun Kópavogsbær greiða sérstakan húsnæðisstuðning sem kemur til með að dekka hækkunina að mestu leyti. Þessi sérstaki húsnæðisstuðningur, sem sveitarfélögin greiða, er ekki greiddur í dag til leigjenda í félagslega húsnæðiskerfinu. Sá styrkur dekkar hluta af þessari 30 prósent hækkun þannig að hún verður alls ekki svo mikil. Og í öðru lagi þá mun þessi félagslegi styrkir, þessar sérstöku húsnæðisbætur verða þannig útfærðar að þær verða mjög tekjutengdar.“Það liggur nú í augum uppi, að það fólk sem þarf á þessu úrræði að halda hefur ekki mikið á milli handanna. Er þá ekki verið svolítið að mismuna hópi sem er viðkvæmur fyrir?„Jú, sko, hópurinn er misviðkvæmur innan kerfisins. Þannig að sérstakur húsnæðisstuðningur grípur það fólk þannig að þeir sem þurfa mest á stuðningi að halda, þeir munu fá hæstan stuðninginn úr sérstökum húsnæðisstuðningi frá sveitarfélaginu.“ Að sögn starfshópsins er félagslega húsnæðiskerfið með öllu ósjálfbært. En þú sem jafnaðarmaður, þarf kerfið að vera sjálfbært? Er það ekki bara pólitísk ákvörðun?„Jú, vissulega er það pólitísk ákvörðun og kerfið er ekki sjálfbært eins og það er sett upp í dag, langt því frá, en það er heldur ekki verið að gera kerfið sjálfbært með þessum tillögum og það er alveg ljóst að kerfið verður ekki sjálfbært. Það mun ekki geta staðið undir kaupum á félagslegum íbúðum eins og ef það væri algerlega sjálfbært, ætti að geta gert. Það sem er verið að gera er það að það er verið að gefa möguleika á því að auka enn frekar kaup á, og fjölga, félagslegum íbúðum ís veitarfélögum með þessu kerfi en ég legg áherslu á það að útfærslan er eftir og útfærslan á að vera þannig að þeir sem hafa það verst og þeir sem þurfa á mestum stuðningi að halda, þetta á ekki að breyta neinu hjá þeim,“ segir Pétur.Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi, segir að bæjaryfirvöld ættu í auknum mæli að beita sér fyrir uppbyggingu á hagkvæmum íbúðum og ólíkum búsetuformum.Vill að yfirvöld beiti sér fyrir uppbyggingu hagkvæmra íbúða Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi, sat ekki í starfshópnum en á fundi bæjarráðs kom hún sínum sjónarmiðum á framfæri. „Það kemur fram í tillögunum að það verði miðað við að leiguupphæðin fari aldrei yfir 25% af skattskyldum tekjum. Og ég lagði áherslu á það að það sem stæði eftir hjá þeim tekjulægstu væri þá ekki undir opinberum neysluviðmiðum þegar búið er að taka frá húsnæðiskostnað og mér skilst að það verði uppfyllt,“ segir Sigurbjörg. „Mér sýnist þetta verða sanngjarnara kerfi að því leyti að þeir sem hafa lægstu tekjurnar þeir fá hlutfallslega mesta stuðninginn vegna þessara sérstöku húsaleigubóta sem koma til móts við hækkunina hjá þeim,“ segir Sigurbjörg en hún bætir við að bærinn ætti að beita sér fyrir uppbyggingu hagkvæmra íbúða og ólíku búsetuformi í bænum til dæmis með stuðningi við óhagnaðardrifin leigufélög.
Félagsmál Húsnæðismál Kópavogur Tengdar fréttir Leggja til stórhækkun á leigu félagslegra íbúða í Kópavogi Starfshópur um endurbætur á félagslegu leiguhúsnæði í Kópavogi segir að núverandi kerfi sé ósjálfbært og leggur til að húsaleiga félagslegra íbúða verði hækkuð um 30 prósent að jafnaði eða alls um 160 milljónir króna. Á móti verða einstaklingar sem uppfylla ákveðin skilyrði studdir persónubundið. 28. nóvember 2019 06:19 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira
Leggja til stórhækkun á leigu félagslegra íbúða í Kópavogi Starfshópur um endurbætur á félagslegu leiguhúsnæði í Kópavogi segir að núverandi kerfi sé ósjálfbært og leggur til að húsaleiga félagslegra íbúða verði hækkuð um 30 prósent að jafnaði eða alls um 160 milljónir króna. Á móti verða einstaklingar sem uppfylla ákveðin skilyrði studdir persónubundið. 28. nóvember 2019 06:19