Innlent

Handtekinn með þýfi á leið úr landi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Farþeginn var einnig með dýran merkjafatnað í fórum sínum.
Farþeginn var einnig með dýran merkjafatnað í fórum sínum.
Lögregla á Suðurnesjum handtók ökumann og farþega bíls í umdæminu um helgina. Sá fyrrnefndi er grunaður um ölvunar- og fíkniefnaakstur og báðir eru mennirnir grunaðir um þjófnað.

Farþeginn var á leið í flug, að því er segir í tilkynningu lögreglu. Hann er sagður hafa verið með fjölmargar ilmvatnsflöskur, enn í pakkningunum, sem grunur leikur á að séu þýfi. Þá var maðurinn einnig með dýran merkjafatnað í fórum sínum, svo og íslenskt ökuskírteini sem eigandinn hafði tilkynnt stolið.

Í tilkynningu segir að maðurinn hafi ekki getað sýnt greiðslukvittanir fyrir varningnum sem hann var með. Þá segir að mennirnir hafi báðir komið við sögu lögreglu vegna ætlaðrar brotastarfsemi hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×