Peningarnir klárir í Dynjandisheiði og þriggja ára matsferli á lokastigi Kristján Már Unnarsson skrifar 1. desember 2019 21:46 Dynjandisheiði. Samgönguáætlun boðar að kaflinn milli Mjólkár og Flókalundar verði endurbyggður á árunum 2020 til 2024 og kaflinn til Bíldudals á árunum 2025 til 2029. Grafík/Hafsteinn Þórðarson. Vegagerð við fossinn Dynjanda og um friðlandið í Vatnsfirði eru taldir viðkvæmustu þættir umhverfismats vegna Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. Matsferlið, sem nú er á lokastigi, hefur staðið í þrjú ár og er talið kosta Vegagerðina um 150 milljónir króna. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Samgönguáætlun, sem birt var á Alþingi í gær, sýnir þessa 65 kílómetra vegagerð fullfjármagnaða, með upphaf framkvæmda á næsta ári, 550 milljónir króna árið 2020. Kaflinn milli Mjólkár í Arnarfirði og Flókalundar í Vatnsfirði, 35 kílómetrar, á að klárast árið 2024, með alls 5,8 milljarða króna fjárveitingu. Kaflinn af Dynjandisheiði að Bíldudalsflugvelli, 30 kílómetra langur, er tímasettur í langtímaáætlun á árabilinu 2025 til 2029 með alls 4,8 milljarða króna fjárveitingu á þessu tímabili.Vegurinn um Dynjandisheiði á Vestfjörðum er einn lengsti samfelldi ómalbikaði kaflinn á þjóðvegakerfi landsins.Vísir/Egill Aðalsteinsson.Engar vinnuvélar verða þó hreyfðar fyrr en tilskilin leyfi eru fengin, umhverfismati lokið og hugsanleg kærumál útkljáð. Vinna við umhverfismatið hófst árið 2016, að sögn Guðmundar Vals Guðmundssonar, forstöðumanns hjá Vegagerðinni, og áætlar hann að það muni kosta um 150 milljónir króna. Þar af kosti aðkeypt ráðgjöf mismunandi sérfræðinga 35 til 40 milljónir króna.Úr Vatnsfirði. Flókalundur til vinstri.Stöð 2/Egill AðalsteinssonMeðal annars hafa fornleifar í grennd við vegstæðið verið skráðar, gróðurfar rannsakað, lífmassamælingar gerðar á birki, leitað var að sjaldgæfum plöntum, fuglalíf rannsakað, en einnig lífríki í ám og vötnum á áhrifasvæði vegarins sem og fjörulíf. Og nú er komið að því að birta frummatsskýrsluna á næstu dögum. „Þegar Skipulagsstofnun er búin að segja sitt álit og leggur þetta fram til athugasemda þá náttúrlega kemur kæruferli í kjölfarið á því,“ segir Guðmundur Björgvinsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði. Spurningin sé þá hvort sátt verði um verkefnið. Guðmundur Björgvinsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Við vitum að það eru þarna ákaflega viðkvæmir punktar í þessu. Annarsvegar friðland í Vatnsfirði og svo aftur friðlýst náttúruvætti vð Dynjanda. Og ef mönnum tekst vel til að leysa þau mál þá vonast maður til að það verði ekki mörg ljón á veginum,“ segir yfirverkstjórinn Ísafirði. Og þá gæti fyrsti áfangi farið í útboð á næsta ári. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ísafjarðarbær Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Vesturbyggð Tengdar fréttir Vegur yfir Dynjandisheiði fimm árum á eftir Dýrafjarðargöngum Dýrafjarðargöng verða fyrstu fimm rekstrarárin án tengingar við heilsársveg um Dynjandisheiði. Uppbygging nýs vegar yfir heiðina vart fyrr en eftir tvö ár. 27. október 2019 21:36 Styttist í Dýrafjarðargöng þegar verkþættir klárast hver af öðrum Vaxandi eftirvænting er meðal Vestfirðinga eftir því sem gerð Dýrafjarðarganga miðar fram. Biðin eftir þessari langþráðu samgöngubót er ekki lengur talin í árum heldur í mánuðum, 21. október 2019 21:29 Hátíð í heilum fjórðungi þegar langþráð draumsýn rætist Flaggað var víða á Vestfjörðum í tilefni þess að síðasta haftið í Dýrafjarðagöngum var rofið í dag. Sjaldan eða aldrei hefur jarðgangagerð gengið jafnvel hérlendis. 17. apríl 2019 20:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Vegagerð við fossinn Dynjanda og um friðlandið í Vatnsfirði eru taldir viðkvæmustu þættir umhverfismats vegna Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. Matsferlið, sem nú er á lokastigi, hefur staðið í þrjú ár og er talið kosta Vegagerðina um 150 milljónir króna. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Samgönguáætlun, sem birt var á Alþingi í gær, sýnir þessa 65 kílómetra vegagerð fullfjármagnaða, með upphaf framkvæmda á næsta ári, 550 milljónir króna árið 2020. Kaflinn milli Mjólkár í Arnarfirði og Flókalundar í Vatnsfirði, 35 kílómetrar, á að klárast árið 2024, með alls 5,8 milljarða króna fjárveitingu. Kaflinn af Dynjandisheiði að Bíldudalsflugvelli, 30 kílómetra langur, er tímasettur í langtímaáætlun á árabilinu 2025 til 2029 með alls 4,8 milljarða króna fjárveitingu á þessu tímabili.Vegurinn um Dynjandisheiði á Vestfjörðum er einn lengsti samfelldi ómalbikaði kaflinn á þjóðvegakerfi landsins.Vísir/Egill Aðalsteinsson.Engar vinnuvélar verða þó hreyfðar fyrr en tilskilin leyfi eru fengin, umhverfismati lokið og hugsanleg kærumál útkljáð. Vinna við umhverfismatið hófst árið 2016, að sögn Guðmundar Vals Guðmundssonar, forstöðumanns hjá Vegagerðinni, og áætlar hann að það muni kosta um 150 milljónir króna. Þar af kosti aðkeypt ráðgjöf mismunandi sérfræðinga 35 til 40 milljónir króna.Úr Vatnsfirði. Flókalundur til vinstri.Stöð 2/Egill AðalsteinssonMeðal annars hafa fornleifar í grennd við vegstæðið verið skráðar, gróðurfar rannsakað, lífmassamælingar gerðar á birki, leitað var að sjaldgæfum plöntum, fuglalíf rannsakað, en einnig lífríki í ám og vötnum á áhrifasvæði vegarins sem og fjörulíf. Og nú er komið að því að birta frummatsskýrsluna á næstu dögum. „Þegar Skipulagsstofnun er búin að segja sitt álit og leggur þetta fram til athugasemda þá náttúrlega kemur kæruferli í kjölfarið á því,“ segir Guðmundur Björgvinsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði. Spurningin sé þá hvort sátt verði um verkefnið. Guðmundur Björgvinsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Við vitum að það eru þarna ákaflega viðkvæmir punktar í þessu. Annarsvegar friðland í Vatnsfirði og svo aftur friðlýst náttúruvætti vð Dynjanda. Og ef mönnum tekst vel til að leysa þau mál þá vonast maður til að það verði ekki mörg ljón á veginum,“ segir yfirverkstjórinn Ísafirði. Og þá gæti fyrsti áfangi farið í útboð á næsta ári. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ísafjarðarbær Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Vesturbyggð Tengdar fréttir Vegur yfir Dynjandisheiði fimm árum á eftir Dýrafjarðargöngum Dýrafjarðargöng verða fyrstu fimm rekstrarárin án tengingar við heilsársveg um Dynjandisheiði. Uppbygging nýs vegar yfir heiðina vart fyrr en eftir tvö ár. 27. október 2019 21:36 Styttist í Dýrafjarðargöng þegar verkþættir klárast hver af öðrum Vaxandi eftirvænting er meðal Vestfirðinga eftir því sem gerð Dýrafjarðarganga miðar fram. Biðin eftir þessari langþráðu samgöngubót er ekki lengur talin í árum heldur í mánuðum, 21. október 2019 21:29 Hátíð í heilum fjórðungi þegar langþráð draumsýn rætist Flaggað var víða á Vestfjörðum í tilefni þess að síðasta haftið í Dýrafjarðagöngum var rofið í dag. Sjaldan eða aldrei hefur jarðgangagerð gengið jafnvel hérlendis. 17. apríl 2019 20:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Vegur yfir Dynjandisheiði fimm árum á eftir Dýrafjarðargöngum Dýrafjarðargöng verða fyrstu fimm rekstrarárin án tengingar við heilsársveg um Dynjandisheiði. Uppbygging nýs vegar yfir heiðina vart fyrr en eftir tvö ár. 27. október 2019 21:36
Styttist í Dýrafjarðargöng þegar verkþættir klárast hver af öðrum Vaxandi eftirvænting er meðal Vestfirðinga eftir því sem gerð Dýrafjarðarganga miðar fram. Biðin eftir þessari langþráðu samgöngubót er ekki lengur talin í árum heldur í mánuðum, 21. október 2019 21:29
Hátíð í heilum fjórðungi þegar langþráð draumsýn rætist Flaggað var víða á Vestfjörðum í tilefni þess að síðasta haftið í Dýrafjarðagöngum var rofið í dag. Sjaldan eða aldrei hefur jarðgangagerð gengið jafnvel hérlendis. 17. apríl 2019 20:00