Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur hafið málsókn gegn fyrrum forseta og fyrrum varaforseti sambandsins en þetta eru þeir Sepp Blatter og Michel Platini.
Markmið málsóknarinnar er að endurheimta peningana sem Michel Platini fékk „undir borðið“ frá Sepp Blatter í janúar árið 2011.
Platini fékk þá tvær milljónir svissneska franka inn á reikninginn sinn eða um 250 milljónir íslenskra króna. Báðir voru dæmdir sekir fyrir mútur í þessu máli og misstu háttsetta stöðu sína innan fótboltaheimsins.
Fifa has launched legal action against former president Sep Blatter and former vice-president Michel Platini.
— BBC Sport (@BBCSport) December 16, 2019
In full: https://t.co/FbV3iUUGdppic.twitter.com/KF7uEIVvXY
Fyrr í þessum mánuði ákvað framkvæmdastjórn FIFA síðan að sækja það fyrir dómstólum að félagarnir myndu endurgreiða þennan pening.
FIFA hefur ákveðið að fái sambandið peninginn aftur þá mun hann fara í uppbyggingu fótboltans.
Sepp Blatter var síðast í fréttum í sumar þegar hann sóttist eftir að fá aftur sextíu úra safnið sitt sem hann geymdi inn á gömlu skrifstofu sinni. Hann sagði þá vera heiðarlegur maður.
Sautján ára valdatíð Blatter hjá FIFA endaði árið 2015 eftir mikinn skandall innan sambandsins og hann er enn að taka út sex ára bann frá fótboltanum.
Bæði Blatter og Platini hafa alltaf haldið fram sakleysi sínu.