Ronaldo skaut Juventus á toppinn

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Þægilegt dagsverk
Þægilegt dagsverk vísir/getty

Cristiano Ronaldo var maðurinn í Torínó borg í dag eins og stundum áður þegar Juventus fékk Udinese í heimsókn í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Heimamenn voru miklu betri í fyrri hálfleik og óðu í færum. Ronaldo opnaði markareikninginn strax á níundu mínútu og hann tvöfaldaði forystuna á 37.mínútu.

Leonardo Bonucci sá til þess að Juventus færi með þriggja marka forystu í leikhléið þegar hann skoraði á síðustu mínútu fyrri hálfleiks.

Í síðari hálfleik setti Juventus í hlutlausan gír og sigldi öruggum sigri heim og kom það ekki að sök þó Ignacio Pussetto hafi náð að klóra í bakkann fyrir gestina í uppbótartíma.

Juventus með eins stigs forystu á toppi deildarinnar en Inter getur endurheimt toppsætið í kvöld þegar liðið mætir Fiorentina.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira