Munu hefna fyrir þvinganir frá Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 11. desember 2019 12:24 Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands. EPA/VALENTIN FLAURAUD Yfirvöld Tyrklands segjast ætla að hefna sín ef Bandaríkjaþing ákveður að beita Tyrki viðskiptaþvingunum vegna kaupa þeirra á loftvarnarkerfi frá Rússlandi. Meðal annars komi til greina að íhuga að loka herstöðvum Bandaríkjanna í Tyrklandi. Bæði ríkin eru í Atlantshafsbandalaginu og þar með bandamenn. Bandarískir þingmenn munu í dag kjósa um þvinganir gegn Tyrkjum og þykir líklegt að þær verði samþykktar. Mikil spenna hefur verið á milli Bandaríkjanna og Tyrklands að undanförnu og að miklu leyti vegna kaupa Tyrkja á S-400 loftvarnarkerfinu frá Rússlandi. Tyrkir hafa prófað kerfið á orrustuþotum sem þeir keyptu frá Bandaríkjunum. Yfirvöld bandaríkjanna hafa meinað Tyrkjum að kaupa F-35 orrustuþotur. Innrás Tyrkja inn í Sýrland, sem beinist gegn sýrlenskum Kúrdum, bandamönnum Bandaríkjanna gegn Íslamska ríkinu, hefur einnig komið verulega niður á sambandi ríkjanna. Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, gaf í skyn í morgun að til greina kæmi að reka Bandaríkjamenn frá herstöðvunum í Incirlik og Kurecik, þar sem Bandaríkin hafa verið með viðveru um árabil. Allt kæmi til greina verði viðskiptaþvinganir samþykktar. Herstöðin í Incirlik hefur verið aðal flugstöð Bandaríkjanna í miðausturlöndum á undanförnum árum og sérstaklega varðandi baráttuna gegn íslamska ríkinu í Sýrlandi og Írak. Kurecik er í austurhluta Tyrklands og þykir einstaklega mikilvæg fyrir NATO.Cavusoglu sagði einnig í morgun að Tyrkir hefðu keypt S-400 kerfið vegna þess að besta tilboðið hefði komið frá Rússlandi. Hann sagði að í stað F-35 gætu Tyrkir þar að auki keypt orrustuþotur frá Rússlandi. Í það minnsta þar til Tyrkir hefja framleiðslu á eigin orrustuþotum.Samkvæmt Reuters gerður Tyrkir samkomulag við Breta árið 2017 sem felur í sér þróun orrustuþota fyrir Tyrklands. Fyrirtækin Kale Group og Rolls-Royce hafa unnið að þeirri þróun. Fyrr á árinu tilkynntu forsvarsmenn Rolls-Royce þó að þeir hefðu dregið úr aðkomu fyrirtækisins að verkefninu. Bandaríkin Tyrkland Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Sjá meira
Yfirvöld Tyrklands segjast ætla að hefna sín ef Bandaríkjaþing ákveður að beita Tyrki viðskiptaþvingunum vegna kaupa þeirra á loftvarnarkerfi frá Rússlandi. Meðal annars komi til greina að íhuga að loka herstöðvum Bandaríkjanna í Tyrklandi. Bæði ríkin eru í Atlantshafsbandalaginu og þar með bandamenn. Bandarískir þingmenn munu í dag kjósa um þvinganir gegn Tyrkjum og þykir líklegt að þær verði samþykktar. Mikil spenna hefur verið á milli Bandaríkjanna og Tyrklands að undanförnu og að miklu leyti vegna kaupa Tyrkja á S-400 loftvarnarkerfinu frá Rússlandi. Tyrkir hafa prófað kerfið á orrustuþotum sem þeir keyptu frá Bandaríkjunum. Yfirvöld bandaríkjanna hafa meinað Tyrkjum að kaupa F-35 orrustuþotur. Innrás Tyrkja inn í Sýrland, sem beinist gegn sýrlenskum Kúrdum, bandamönnum Bandaríkjanna gegn Íslamska ríkinu, hefur einnig komið verulega niður á sambandi ríkjanna. Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, gaf í skyn í morgun að til greina kæmi að reka Bandaríkjamenn frá herstöðvunum í Incirlik og Kurecik, þar sem Bandaríkin hafa verið með viðveru um árabil. Allt kæmi til greina verði viðskiptaþvinganir samþykktar. Herstöðin í Incirlik hefur verið aðal flugstöð Bandaríkjanna í miðausturlöndum á undanförnum árum og sérstaklega varðandi baráttuna gegn íslamska ríkinu í Sýrlandi og Írak. Kurecik er í austurhluta Tyrklands og þykir einstaklega mikilvæg fyrir NATO.Cavusoglu sagði einnig í morgun að Tyrkir hefðu keypt S-400 kerfið vegna þess að besta tilboðið hefði komið frá Rússlandi. Hann sagði að í stað F-35 gætu Tyrkir þar að auki keypt orrustuþotur frá Rússlandi. Í það minnsta þar til Tyrkir hefja framleiðslu á eigin orrustuþotum.Samkvæmt Reuters gerður Tyrkir samkomulag við Breta árið 2017 sem felur í sér þróun orrustuþota fyrir Tyrklands. Fyrirtækin Kale Group og Rolls-Royce hafa unnið að þeirri þróun. Fyrr á árinu tilkynntu forsvarsmenn Rolls-Royce þó að þeir hefðu dregið úr aðkomu fyrirtækisins að verkefninu.
Bandaríkin Tyrkland Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Sjá meira