Munu hefna fyrir þvinganir frá Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 11. desember 2019 12:24 Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands. EPA/VALENTIN FLAURAUD Yfirvöld Tyrklands segjast ætla að hefna sín ef Bandaríkjaþing ákveður að beita Tyrki viðskiptaþvingunum vegna kaupa þeirra á loftvarnarkerfi frá Rússlandi. Meðal annars komi til greina að íhuga að loka herstöðvum Bandaríkjanna í Tyrklandi. Bæði ríkin eru í Atlantshafsbandalaginu og þar með bandamenn. Bandarískir þingmenn munu í dag kjósa um þvinganir gegn Tyrkjum og þykir líklegt að þær verði samþykktar. Mikil spenna hefur verið á milli Bandaríkjanna og Tyrklands að undanförnu og að miklu leyti vegna kaupa Tyrkja á S-400 loftvarnarkerfinu frá Rússlandi. Tyrkir hafa prófað kerfið á orrustuþotum sem þeir keyptu frá Bandaríkjunum. Yfirvöld bandaríkjanna hafa meinað Tyrkjum að kaupa F-35 orrustuþotur. Innrás Tyrkja inn í Sýrland, sem beinist gegn sýrlenskum Kúrdum, bandamönnum Bandaríkjanna gegn Íslamska ríkinu, hefur einnig komið verulega niður á sambandi ríkjanna. Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, gaf í skyn í morgun að til greina kæmi að reka Bandaríkjamenn frá herstöðvunum í Incirlik og Kurecik, þar sem Bandaríkin hafa verið með viðveru um árabil. Allt kæmi til greina verði viðskiptaþvinganir samþykktar. Herstöðin í Incirlik hefur verið aðal flugstöð Bandaríkjanna í miðausturlöndum á undanförnum árum og sérstaklega varðandi baráttuna gegn íslamska ríkinu í Sýrlandi og Írak. Kurecik er í austurhluta Tyrklands og þykir einstaklega mikilvæg fyrir NATO.Cavusoglu sagði einnig í morgun að Tyrkir hefðu keypt S-400 kerfið vegna þess að besta tilboðið hefði komið frá Rússlandi. Hann sagði að í stað F-35 gætu Tyrkir þar að auki keypt orrustuþotur frá Rússlandi. Í það minnsta þar til Tyrkir hefja framleiðslu á eigin orrustuþotum.Samkvæmt Reuters gerður Tyrkir samkomulag við Breta árið 2017 sem felur í sér þróun orrustuþota fyrir Tyrklands. Fyrirtækin Kale Group og Rolls-Royce hafa unnið að þeirri þróun. Fyrr á árinu tilkynntu forsvarsmenn Rolls-Royce þó að þeir hefðu dregið úr aðkomu fyrirtækisins að verkefninu. Bandaríkin Tyrkland Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira
Yfirvöld Tyrklands segjast ætla að hefna sín ef Bandaríkjaþing ákveður að beita Tyrki viðskiptaþvingunum vegna kaupa þeirra á loftvarnarkerfi frá Rússlandi. Meðal annars komi til greina að íhuga að loka herstöðvum Bandaríkjanna í Tyrklandi. Bæði ríkin eru í Atlantshafsbandalaginu og þar með bandamenn. Bandarískir þingmenn munu í dag kjósa um þvinganir gegn Tyrkjum og þykir líklegt að þær verði samþykktar. Mikil spenna hefur verið á milli Bandaríkjanna og Tyrklands að undanförnu og að miklu leyti vegna kaupa Tyrkja á S-400 loftvarnarkerfinu frá Rússlandi. Tyrkir hafa prófað kerfið á orrustuþotum sem þeir keyptu frá Bandaríkjunum. Yfirvöld bandaríkjanna hafa meinað Tyrkjum að kaupa F-35 orrustuþotur. Innrás Tyrkja inn í Sýrland, sem beinist gegn sýrlenskum Kúrdum, bandamönnum Bandaríkjanna gegn Íslamska ríkinu, hefur einnig komið verulega niður á sambandi ríkjanna. Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, gaf í skyn í morgun að til greina kæmi að reka Bandaríkjamenn frá herstöðvunum í Incirlik og Kurecik, þar sem Bandaríkin hafa verið með viðveru um árabil. Allt kæmi til greina verði viðskiptaþvinganir samþykktar. Herstöðin í Incirlik hefur verið aðal flugstöð Bandaríkjanna í miðausturlöndum á undanförnum árum og sérstaklega varðandi baráttuna gegn íslamska ríkinu í Sýrlandi og Írak. Kurecik er í austurhluta Tyrklands og þykir einstaklega mikilvæg fyrir NATO.Cavusoglu sagði einnig í morgun að Tyrkir hefðu keypt S-400 kerfið vegna þess að besta tilboðið hefði komið frá Rússlandi. Hann sagði að í stað F-35 gætu Tyrkir þar að auki keypt orrustuþotur frá Rússlandi. Í það minnsta þar til Tyrkir hefja framleiðslu á eigin orrustuþotum.Samkvæmt Reuters gerður Tyrkir samkomulag við Breta árið 2017 sem felur í sér þróun orrustuþota fyrir Tyrklands. Fyrirtækin Kale Group og Rolls-Royce hafa unnið að þeirri þróun. Fyrr á árinu tilkynntu forsvarsmenn Rolls-Royce þó að þeir hefðu dregið úr aðkomu fyrirtækisins að verkefninu.
Bandaríkin Tyrkland Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira