„Allt of mikið framleitt í heiminum“ Sylvía Hall skrifar 22. desember 2019 15:45 „Fólk fríar sig oft með þessu. Kaupir bara nýtt og nýtt og nýtt og nýtt útaf því það selur bara svo þetta gamla.“ Vísir/Getty Aukin netverslun hefur leitt til breyttrar kauphegðunar og fólk hugsar minna út í það þegar það verslar föt á netinu. Rakel Garðarsdóttir, stofnandi samtakanna Vakandi, segir auðvelt fyrir fólk að kaupa eitthvað í hugsunarleysi eftir breytt landslag með tilkomu netverslana. „Það verður rosaleg sóun, allavega í fatakaupum, í svona netsölu. Þú einmitt heldur kannski að þú sért stærð 10, eða vonast það, svo færðu eitthvað og það passar ekki og þú ert ekki að hafa fyrir því út af því að það er svo svo ódýrt að senda það til baka,“ segir Rakel en hún var í viðtali á Sprengisandi í dag. Hún segir það jákvætt skref að sjá verslanir á borð við Extraloppuna og Barnaloppuna njóta velgengni meðal íslenskra neytenda. Hún nefnir sem dæmi nýopnaða verslun Rauða kross búðarinnar í Kringlunni og segir það sniðuga lausn fyrir neytendur. Það sé þó ekki jákvætt ef fólk gefur notuð föt til þess eins að kaupa fleiri ný. „Fólk fríar sig oft með þessu. Kaupir bara nýtt og nýtt og nýtt og nýtt útaf því það selur bara svo þetta gamla. Auðvitað er það betra en að henda því en rótin er náttúrulega þetta, að það sé bara allt of mikið framleitt í heiminum,“ segir Rakel. „Ímyndið ykkur með stóla. Þarf fleiri stóla í heiminn? Ætli það sé ekki nóg af stólum handa öllum til að sitja í í heiminum? Hvað haldið þið að það séu margir stólar framleiddir á dag? Rakel Garðarsdóttir. Framleiðum of mikið og notum of lítið Rakel segir ástandið vera komið svo langt að ríki á borð við Haítí og Kenýa, sem hafa oft þurft á fatagjöfum að halda, séu farin að hætta að taka við fatnaði sökum þess að þau fá hreinlega of mikið sent. Magnið sé einfaldlega of mikið. „Ég held að það séu áttatíu milljón plögg af fatnaði sem er hent á ári. Sem er sóast bara úr verksmiðjum því það kemur aðeins öðruvísi en það átti frá verksmiðjunni. Getið þið ímyndað ykkur stórar verslanir, hvað þær eru að panta mikið magn af hverju?“ Hún segir offramleiðslu ekki einskorðast við fatnað heldur sé það líka staðreynd í matvælaframleiðslu. Of mikið sé framleitt sem leiði til þess að of miklu sé hent og smávægilegar skemmdir leiða til þess að því sé fargað frekar en það sé selt. „Það er verið að kaupa baunir frá Afríku, fljúga þeim yfir hálfan hnöttinn og svo skemmist þetta á leiðinni kannski. Graskerin, hvað fluttu Íslendingar mikið inn af graskerum? Sjötíu tonn fyrir Halloween, til þess að skera út og henda innvolsinu og nota sem skraut í einn dag,“ segir Rakel og bætir við að þetta sé hálf skrýtið. „Ég vil kannski ekki drepa partýið en mér finnst þetta bara svo asnalegt.“Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Neytendur Sprengisandur Umhverfismál Tengdar fréttir Deilihagkerfið í miklum blóma Rakel Garðarsdóttir hefur fjallað mikið um umhverfismál og þá sérstaklega matarsóun á síðunni Vakandi. Hún segir deilihagkerfi vera eina kerfið sem gangi upp ef snúa eigi við núverandi þróun í loftslagsmálum. 15. júlí 2019 19:30 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Aukin netverslun hefur leitt til breyttrar kauphegðunar og fólk hugsar minna út í það þegar það verslar föt á netinu. Rakel Garðarsdóttir, stofnandi samtakanna Vakandi, segir auðvelt fyrir fólk að kaupa eitthvað í hugsunarleysi eftir breytt landslag með tilkomu netverslana. „Það verður rosaleg sóun, allavega í fatakaupum, í svona netsölu. Þú einmitt heldur kannski að þú sért stærð 10, eða vonast það, svo færðu eitthvað og það passar ekki og þú ert ekki að hafa fyrir því út af því að það er svo svo ódýrt að senda það til baka,“ segir Rakel en hún var í viðtali á Sprengisandi í dag. Hún segir það jákvætt skref að sjá verslanir á borð við Extraloppuna og Barnaloppuna njóta velgengni meðal íslenskra neytenda. Hún nefnir sem dæmi nýopnaða verslun Rauða kross búðarinnar í Kringlunni og segir það sniðuga lausn fyrir neytendur. Það sé þó ekki jákvætt ef fólk gefur notuð föt til þess eins að kaupa fleiri ný. „Fólk fríar sig oft með þessu. Kaupir bara nýtt og nýtt og nýtt og nýtt útaf því það selur bara svo þetta gamla. Auðvitað er það betra en að henda því en rótin er náttúrulega þetta, að það sé bara allt of mikið framleitt í heiminum,“ segir Rakel. „Ímyndið ykkur með stóla. Þarf fleiri stóla í heiminn? Ætli það sé ekki nóg af stólum handa öllum til að sitja í í heiminum? Hvað haldið þið að það séu margir stólar framleiddir á dag? Rakel Garðarsdóttir. Framleiðum of mikið og notum of lítið Rakel segir ástandið vera komið svo langt að ríki á borð við Haítí og Kenýa, sem hafa oft þurft á fatagjöfum að halda, séu farin að hætta að taka við fatnaði sökum þess að þau fá hreinlega of mikið sent. Magnið sé einfaldlega of mikið. „Ég held að það séu áttatíu milljón plögg af fatnaði sem er hent á ári. Sem er sóast bara úr verksmiðjum því það kemur aðeins öðruvísi en það átti frá verksmiðjunni. Getið þið ímyndað ykkur stórar verslanir, hvað þær eru að panta mikið magn af hverju?“ Hún segir offramleiðslu ekki einskorðast við fatnað heldur sé það líka staðreynd í matvælaframleiðslu. Of mikið sé framleitt sem leiði til þess að of miklu sé hent og smávægilegar skemmdir leiða til þess að því sé fargað frekar en það sé selt. „Það er verið að kaupa baunir frá Afríku, fljúga þeim yfir hálfan hnöttinn og svo skemmist þetta á leiðinni kannski. Graskerin, hvað fluttu Íslendingar mikið inn af graskerum? Sjötíu tonn fyrir Halloween, til þess að skera út og henda innvolsinu og nota sem skraut í einn dag,“ segir Rakel og bætir við að þetta sé hálf skrýtið. „Ég vil kannski ekki drepa partýið en mér finnst þetta bara svo asnalegt.“Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Neytendur Sprengisandur Umhverfismál Tengdar fréttir Deilihagkerfið í miklum blóma Rakel Garðarsdóttir hefur fjallað mikið um umhverfismál og þá sérstaklega matarsóun á síðunni Vakandi. Hún segir deilihagkerfi vera eina kerfið sem gangi upp ef snúa eigi við núverandi þróun í loftslagsmálum. 15. júlí 2019 19:30 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Deilihagkerfið í miklum blóma Rakel Garðarsdóttir hefur fjallað mikið um umhverfismál og þá sérstaklega matarsóun á síðunni Vakandi. Hún segir deilihagkerfi vera eina kerfið sem gangi upp ef snúa eigi við núverandi þróun í loftslagsmálum. 15. júlí 2019 19:30