Listamaðurinn Banksy hefur skilað eftir sig nýtt listaverk á hóteli í Betlehem í Vesturbakkanum í Palestínu.
Verkið nefnist „Scar of Betlehem“ eða Ör Betlehems en þar má sjá jötu Jesús Krists nema hvað aðskilnaðarveggur, líkur þeim sem Ísraels menn hafa reist til að skilja að Ísrael og Palestínu er í miðri jötunni.
Verkið má finna á hótelinu Walled Off Hotel í Betlehem en Banksy hefur áður unnið með eiganda hótelsins. Banksy hefur meðal annars notað aðskilnaðarvegg á Vesturbakkanum sem og aðra veggi í Betlehem sem striga fyrir verk sín.
Hóteleigandinnsegir að með verkinu sé Banksyað nota fæðingarsögu Jesús til þess að sýna hvernig lífið sé í Palestínu.
Þrír jólapakkar eru einnig hluti af verkinu en á því má einnig finna það sem virðist vera kúlnagat í mynd Betlehemstjörnunnar.
Banksy er heimsþekktur fyrir götulist sína, en raunverulegt nafn hans hefur aldrei fengist staðfest þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til þess að afhjúpa auðkenni hins listamannsins.
View this post on Instagram