Biðlistar eftir húsnæði styttast á vakt VG Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 6. september 2019 10:13 Húsnæðismál og skortur á húsnæði hefur verið mikið vandamál allt frá hruni. Samkvæmt húsnæðisstefnu borgarinnar skal tryggja nægjanlegt framboð af stöðugu leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði. Í stöðuskýrslu um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun frá árinu 2018 er bent á mikilvægi þess að auka framboð leiguhúsnæðis á eðlilegum kjörum á Íslandi. Félagslegum leiguíbúðum sveitarfélaga ber að tryggja einstaklingum og fjölskyldum með lágar tekjur öruggt húsnæði á boðlegum kjörum. Biðlistar eftir félagslegu húsnæði lengdust til muna eftir efnahagshrunið 2008 þegar ófremdar ástand ríkti á húsnæðismarkaði. Á kjörtímabilinu 2014 - 2018 fjölgaði félagslegum leiguíbúðum í Reykjavík um 400, og gera áætlanir borgarinnar ráð fyrir að fjölga þeim um 600 til viðbótar til ársins 2023. Tæplega áttatíu prósent alls félaglegs leiguhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu er í Reykjavik, en þar búa rúmlega 56% íbúa svæðisins. Í Reykjavík eru um 20 félagslegar fyrir hverja þúsund íbúa, en í Garðabæ er sama hlutfall um 2 íbúðir á hverja þúsund íbúa. Ef hlutfall félagslegra leiguíbúða væri það sama í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjavík væru því um þúsund fleiri félagslegar leiguíbúðir á svæðinu en raunin er. Nú þegar hafa verið keyptar 82 ibúðir á fyrstu átta mánuðum ársins og gera áætlanir ráð fyrir að fjölga þeim um alls 125 til ársloka. Á fyrstu sjö mánuðum ársins fengu alls 117 einstaklingar og fjölskyldur úthlutað félagslegu leiguhúsnæði í Reykjavík. Í ágúst var 31 ibúð úthlutað, eða einni á hverjum einasta degi. Umsækjendum á biðlista eftir félagslegu húsnæði hefur fækkað um rúm 20% frá sama tíma í fyrra. Núverandi áform um fjölgun íbúða byggja á ítarlegri þarfagreiningu sem er raunhæf í framkvæmd. Vinstri græn í borginni standa vaktina hér eftir sem hingað til og halda áfram á þeirri braut sem mörkuð hefur verið.Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Elín Oddný Sigurðardóttir Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Húsnæðismál og skortur á húsnæði hefur verið mikið vandamál allt frá hruni. Samkvæmt húsnæðisstefnu borgarinnar skal tryggja nægjanlegt framboð af stöðugu leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði. Í stöðuskýrslu um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun frá árinu 2018 er bent á mikilvægi þess að auka framboð leiguhúsnæðis á eðlilegum kjörum á Íslandi. Félagslegum leiguíbúðum sveitarfélaga ber að tryggja einstaklingum og fjölskyldum með lágar tekjur öruggt húsnæði á boðlegum kjörum. Biðlistar eftir félagslegu húsnæði lengdust til muna eftir efnahagshrunið 2008 þegar ófremdar ástand ríkti á húsnæðismarkaði. Á kjörtímabilinu 2014 - 2018 fjölgaði félagslegum leiguíbúðum í Reykjavík um 400, og gera áætlanir borgarinnar ráð fyrir að fjölga þeim um 600 til viðbótar til ársins 2023. Tæplega áttatíu prósent alls félaglegs leiguhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu er í Reykjavik, en þar búa rúmlega 56% íbúa svæðisins. Í Reykjavík eru um 20 félagslegar fyrir hverja þúsund íbúa, en í Garðabæ er sama hlutfall um 2 íbúðir á hverja þúsund íbúa. Ef hlutfall félagslegra leiguíbúða væri það sama í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjavík væru því um þúsund fleiri félagslegar leiguíbúðir á svæðinu en raunin er. Nú þegar hafa verið keyptar 82 ibúðir á fyrstu átta mánuðum ársins og gera áætlanir ráð fyrir að fjölga þeim um alls 125 til ársloka. Á fyrstu sjö mánuðum ársins fengu alls 117 einstaklingar og fjölskyldur úthlutað félagslegu leiguhúsnæði í Reykjavík. Í ágúst var 31 ibúð úthlutað, eða einni á hverjum einasta degi. Umsækjendum á biðlista eftir félagslegu húsnæði hefur fækkað um rúm 20% frá sama tíma í fyrra. Núverandi áform um fjölgun íbúða byggja á ítarlegri þarfagreiningu sem er raunhæf í framkvæmd. Vinstri græn í borginni standa vaktina hér eftir sem hingað til og halda áfram á þeirri braut sem mörkuð hefur verið.Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar