Hviður allt að 40 metrum á sekúndu: Mikil hætta á foktjóni í óvenju mikilli veðurhæð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. mars 2019 07:04 Vindaspáin fyrir klukkan níu í kvöld er ekki frýnileg. veðurstofa íslands Veðurstofan varar við austan og norðaustan stormi og hríð um nánast allt land síðdegis í dag, í kvöld og nótt. Búast má við vegalokunum á Suður- og Suðausturlandi vegna veðurofsans. Appelsínugular viðvaranir eru í gildi fyrir Suðurland, Suðausturland og miðhálendið þar sem spár gera ráð fyrir meðalvindi sem fer yfir 30 metra á sekúndu í Vestmannaeyjum og undir Eyjafjöllum. Þá gætu snarpar vindhviður farið yfir 40 metra á sekúndu á stöku stað, til að mynda í Öræfum og þar austur af og undir Eyjafjöllum og Mýrdalsjökli. Á Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og Austfjörðum eru svo gular viðvaranir í gildi vegna óveðursins.Nánar um viðvaranir Veðurstofunnar hér. Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands segir að veðurhæðin sé óvenju mikil og því sé mikil hætta á foktjóni og skemmdum. Vegagerðin hefur gefið það út að síðdegis megi búast við lokunum vega á milli Hvolsvallar og Víkur, á Skeiðarársandi og í Öræfasveit. Ef til lokana kemur má búast við að þær muni standa fram undir hádegi á morgun. Óveðrið er tilkomið vegna krapprar lægðar sem nú nálgast landið úr suðri. Fólk er beðið um að fara með ýtrustu gát, festa vel niður allt sem getur fokið og forðast að vera á bersvæði á þeim slóðum þar sem veðrið gengur yfir. Þá mun veðrið hafa áhrif á eftirfarandi akstursleiðir Strætó á landsbyggðinni.Leið 51 (Reykjavík-Höfn) – Ferðin kl. 11:55 frá Höfn til Reykjavík fellur niður. Ferðin kl. 13:00 frá Reykjavík til Hafnar ekur aðeins til Hvolsvallar.Leið 52 (Reykjavík-Landeyjarhöfn) – Herjólfur siglir til og frá Þorlákshöfn í stað Landeyjarhafnar. Leið 52 ekur því aðeins til og frá Hvolsvelli. Aukaferðir frá Mjódd og til Þorlákshafnar verða farnar kl. 10:00 og 17:30.Leið 56 (Akureyri-Egilsstaðir) – Ferðin kl. 15:50 frá Akureyri til Egilsstaða verður flýtt vegna veðurs. Ferðin fer kl. 13:30 í dag. Veðurhorfur á landinu:Vaxandi austlæg átt með morgninum og slydda eða snjókoma S-lands, en síðar rigningu. Dálítil él A-ast, en annars yfirleitt þurrt. Austan hvassviðri S-lands seinni partinn, en stormur eða rok þar í kvöld og nótt. Lengst af hægari vindur fyrir norðan, en einnig útlit fyrir norðaustanstorm þar í nótt. Hiti 0 til 5 stig S- og V-til yfir daginn, annars víða 0 til 6 stiga frost.Dregur smám saman úr vindi á morgun, norðan hvassviðri upp úr hádegi með snjókomu N-lands, slyddu með A-ströndinni og léttir til um landið SV-vert. Hlýnar heldur. Mun hægari vindur annað kvöld.Á þriðjudag:Norðaustan 15-23 m/s. Él um N-vert landið og rigning með A-ströndinni, annars að mestu þurrt. Dregur smám saman úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn. Hiti 2 til 7 stig S-til, en annars nálægt frostmarki. Á miðvikudag:Hægt vaxandi suðaustanátt og úrkomulítið, 8-15 m/s seinni partinn og byrjar að rigna eða slydda um S- og V-vert landið. Hiti um og undir frostmarki, en upp í 4 stig með S-ströndinni. Á fimmtudag:Stíf austlæg átt með slyddu eða snjókomu víða, en rigningu syðst. Hiti breytist lítið. Á föstudag:Allhvöss norðaustanátt með snjókomu eða éljum, en úrkomulítið um landið V-vert. Hiti um frostmark. Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Veðurstofan varar við austan og norðaustan stormi og hríð um nánast allt land síðdegis í dag, í kvöld og nótt. Búast má við vegalokunum á Suður- og Suðausturlandi vegna veðurofsans. Appelsínugular viðvaranir eru í gildi fyrir Suðurland, Suðausturland og miðhálendið þar sem spár gera ráð fyrir meðalvindi sem fer yfir 30 metra á sekúndu í Vestmannaeyjum og undir Eyjafjöllum. Þá gætu snarpar vindhviður farið yfir 40 metra á sekúndu á stöku stað, til að mynda í Öræfum og þar austur af og undir Eyjafjöllum og Mýrdalsjökli. Á Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og Austfjörðum eru svo gular viðvaranir í gildi vegna óveðursins.Nánar um viðvaranir Veðurstofunnar hér. Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands segir að veðurhæðin sé óvenju mikil og því sé mikil hætta á foktjóni og skemmdum. Vegagerðin hefur gefið það út að síðdegis megi búast við lokunum vega á milli Hvolsvallar og Víkur, á Skeiðarársandi og í Öræfasveit. Ef til lokana kemur má búast við að þær muni standa fram undir hádegi á morgun. Óveðrið er tilkomið vegna krapprar lægðar sem nú nálgast landið úr suðri. Fólk er beðið um að fara með ýtrustu gát, festa vel niður allt sem getur fokið og forðast að vera á bersvæði á þeim slóðum þar sem veðrið gengur yfir. Þá mun veðrið hafa áhrif á eftirfarandi akstursleiðir Strætó á landsbyggðinni.Leið 51 (Reykjavík-Höfn) – Ferðin kl. 11:55 frá Höfn til Reykjavík fellur niður. Ferðin kl. 13:00 frá Reykjavík til Hafnar ekur aðeins til Hvolsvallar.Leið 52 (Reykjavík-Landeyjarhöfn) – Herjólfur siglir til og frá Þorlákshöfn í stað Landeyjarhafnar. Leið 52 ekur því aðeins til og frá Hvolsvelli. Aukaferðir frá Mjódd og til Þorlákshafnar verða farnar kl. 10:00 og 17:30.Leið 56 (Akureyri-Egilsstaðir) – Ferðin kl. 15:50 frá Akureyri til Egilsstaða verður flýtt vegna veðurs. Ferðin fer kl. 13:30 í dag. Veðurhorfur á landinu:Vaxandi austlæg átt með morgninum og slydda eða snjókoma S-lands, en síðar rigningu. Dálítil él A-ast, en annars yfirleitt þurrt. Austan hvassviðri S-lands seinni partinn, en stormur eða rok þar í kvöld og nótt. Lengst af hægari vindur fyrir norðan, en einnig útlit fyrir norðaustanstorm þar í nótt. Hiti 0 til 5 stig S- og V-til yfir daginn, annars víða 0 til 6 stiga frost.Dregur smám saman úr vindi á morgun, norðan hvassviðri upp úr hádegi með snjókomu N-lands, slyddu með A-ströndinni og léttir til um landið SV-vert. Hlýnar heldur. Mun hægari vindur annað kvöld.Á þriðjudag:Norðaustan 15-23 m/s. Él um N-vert landið og rigning með A-ströndinni, annars að mestu þurrt. Dregur smám saman úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn. Hiti 2 til 7 stig S-til, en annars nálægt frostmarki. Á miðvikudag:Hægt vaxandi suðaustanátt og úrkomulítið, 8-15 m/s seinni partinn og byrjar að rigna eða slydda um S- og V-vert landið. Hiti um og undir frostmarki, en upp í 4 stig með S-ströndinni. Á fimmtudag:Stíf austlæg átt með slyddu eða snjókomu víða, en rigningu syðst. Hiti breytist lítið. Á föstudag:Allhvöss norðaustanátt með snjókomu eða éljum, en úrkomulítið um landið V-vert. Hiti um frostmark.
Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira