Segir landeigendur íhuga að leita réttar síns vegna fyrirhugaðra framkvæmda Hvalárvirkjunar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. júlí 2019 19:15 Guðmundur Arngrímsson er talsmaður hluta landeiganda að Seljanesi við Ingólfsfjörð AÐSEND MYND Talsmaður hluta landeigenda að Seljanesi við Ingólfsfjörð segir að stór partur vegaframkvæmda, sem ráðast á í vegna Hvalárvirkjunar, sé á einkalandi fjölskyldu hans. Hann segir landeigendur íhuga að fara með málið lengra og leita réttar síns. Undirbúningur vegna framkvæmda við virkjunina hefst á mánudag. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála hefur til bráðabirgða hafnað kröfum landeiganda og umhverfisverndarsamtaka um stöðvun framkvæmda við fyrirhugaða Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði. Því mun undirbúningur framkvæmda hefjast á mánudaginn. Talsmaður hluta landeiganda að Seljanesi við Ingólfsfjörð segir vonbrigði að framkvæmdir eigi að hefjast áður en efnismeðferð kæranna liggur fyrir. Upplýsingafulltrúi Vesturverks segir að þær framkvæmdir sem farið verði íá næstunni séu minniháttar og afturkræfar. Guðmundur er þó ósammála Birnu og segir framkvæmdirnar þvert á móti óafturkræfar. „Allt tal um afturkræfni er náttúrulega bara algjört bull og því verður að vísa til föðurhúsanna,“ sagði Guðmundur Arngrímsson, talsmaður landeiganda að Seljanesi við Ingólfsfjörð. Greint hefur verið frá því að umhverfisverndarsinnar íhugi að mótmæla framkvæmdunum með því að leggjast á vinnuvélar á svæðinu. Birna segir að hlustað hafi veriðá rök þeirra. „Á þessum tíma sem liðinn er frá því að umhverfismatinu lauk þá höfum við breytt hönnun virkjunarinnar umtalsvert, allt til bóta fyrir umhverfið og í rauninni öll okkar vinna miðar að því að gera fótspor þessarar virkjunar sem minnst,“ sagði Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi Vesturverks.Birna Lárusdóttir er upplýsingafulltrúi Vesturverks.SKJÁSKOT ÚR FRÉTTGuðmundur segir að með framkvæmdunum sé brotið á rétti landeigenda. „Stór hluti leiðarinnar liggur þessi vegur í gegnum Seljaneslandið sem er í eigu fjölskyldu minnar. Þessi vegagerð og þessar fyrirhuguðu framkvæmdir þær hafa ekki farið í grenndarkynningu sem er mjög alvarlegt brot á skipulagslöggjöfinni. Við munum að sjálfsögðu virkja okkar rétt til þess að veita þessari framkvæmd andmælum þarna ef verið að fara inn á einkaland og ekkert samráð eða grenndarkynning verið viðhöfð og við munum fara fram á það. Ef ekki nægir að fara fram á það við skipulagsnefndar Árneshrepps þá munum við fara með málið lengra,“ sagði Guðmundur Arngrímsson.Svæði við Hvalárósa.Mynd/Tómas Guðbjartsson Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Orkumál Umhverfismál Tengdar fréttir Íhugar að leggjast á jarðýturnar til að mótmæla fyrirhuguðum framkvæmdum Hvalárvirkjunar Öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við virkjunina hefur verið hafnað 20. júlí 2019 12:57 Hafna öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við Hvalárvirkjun Eigendur jarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi lýsa yfir miklum vonbrigðum vegna ákvörðunarinnar. 19. júlí 2019 17:30 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Sjá meira
Talsmaður hluta landeigenda að Seljanesi við Ingólfsfjörð segir að stór partur vegaframkvæmda, sem ráðast á í vegna Hvalárvirkjunar, sé á einkalandi fjölskyldu hans. Hann segir landeigendur íhuga að fara með málið lengra og leita réttar síns. Undirbúningur vegna framkvæmda við virkjunina hefst á mánudag. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála hefur til bráðabirgða hafnað kröfum landeiganda og umhverfisverndarsamtaka um stöðvun framkvæmda við fyrirhugaða Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði. Því mun undirbúningur framkvæmda hefjast á mánudaginn. Talsmaður hluta landeiganda að Seljanesi við Ingólfsfjörð segir vonbrigði að framkvæmdir eigi að hefjast áður en efnismeðferð kæranna liggur fyrir. Upplýsingafulltrúi Vesturverks segir að þær framkvæmdir sem farið verði íá næstunni séu minniháttar og afturkræfar. Guðmundur er þó ósammála Birnu og segir framkvæmdirnar þvert á móti óafturkræfar. „Allt tal um afturkræfni er náttúrulega bara algjört bull og því verður að vísa til föðurhúsanna,“ sagði Guðmundur Arngrímsson, talsmaður landeiganda að Seljanesi við Ingólfsfjörð. Greint hefur verið frá því að umhverfisverndarsinnar íhugi að mótmæla framkvæmdunum með því að leggjast á vinnuvélar á svæðinu. Birna segir að hlustað hafi veriðá rök þeirra. „Á þessum tíma sem liðinn er frá því að umhverfismatinu lauk þá höfum við breytt hönnun virkjunarinnar umtalsvert, allt til bóta fyrir umhverfið og í rauninni öll okkar vinna miðar að því að gera fótspor þessarar virkjunar sem minnst,“ sagði Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi Vesturverks.Birna Lárusdóttir er upplýsingafulltrúi Vesturverks.SKJÁSKOT ÚR FRÉTTGuðmundur segir að með framkvæmdunum sé brotið á rétti landeigenda. „Stór hluti leiðarinnar liggur þessi vegur í gegnum Seljaneslandið sem er í eigu fjölskyldu minnar. Þessi vegagerð og þessar fyrirhuguðu framkvæmdir þær hafa ekki farið í grenndarkynningu sem er mjög alvarlegt brot á skipulagslöggjöfinni. Við munum að sjálfsögðu virkja okkar rétt til þess að veita þessari framkvæmd andmælum þarna ef verið að fara inn á einkaland og ekkert samráð eða grenndarkynning verið viðhöfð og við munum fara fram á það. Ef ekki nægir að fara fram á það við skipulagsnefndar Árneshrepps þá munum við fara með málið lengra,“ sagði Guðmundur Arngrímsson.Svæði við Hvalárósa.Mynd/Tómas Guðbjartsson
Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Orkumál Umhverfismál Tengdar fréttir Íhugar að leggjast á jarðýturnar til að mótmæla fyrirhuguðum framkvæmdum Hvalárvirkjunar Öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við virkjunina hefur verið hafnað 20. júlí 2019 12:57 Hafna öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við Hvalárvirkjun Eigendur jarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi lýsa yfir miklum vonbrigðum vegna ákvörðunarinnar. 19. júlí 2019 17:30 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Sjá meira
Íhugar að leggjast á jarðýturnar til að mótmæla fyrirhuguðum framkvæmdum Hvalárvirkjunar Öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við virkjunina hefur verið hafnað 20. júlí 2019 12:57
Hafna öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við Hvalárvirkjun Eigendur jarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi lýsa yfir miklum vonbrigðum vegna ákvörðunarinnar. 19. júlí 2019 17:30