Flutningur Dawn Richard á Íslandi vekur athygli: Heyrði lagið sitt í útvarpinu og kom í viðtal Sylvía Hall skrifar 12. janúar 2019 14:29 Dawn Richard tók lagið í Útvarpi 101 í desember síðastliðnum. Skjáskot/101 Söngkonan Dawn Richard var í ferðalagi á Íslandi ásamt eiginmanni sínum í desember síðastliðnum þegar hún heyrði kunnuglega söngrödd í útvarpinu. Lagið sem um ræðir var hennar eigið lag, Jealousy, sem var í spilun á Útvarpi 101.was literally driving in iceland randomly and i’m on the fucking radio. speechless. pic.twitter.com/uBiNFPTZvG — DAWN (@DawnRichard) 16 December 2018 „Var bókstaflega að keyra á Íslandi og ég er í útvarpinu. Orðlaus,“ skrifaði Richard á Twitter-síðu sína í desember síðastliðnum. Glöggur Twitter-notandi þekkti tíðnina og merkti útvarpsstöðina undir færslu söngkonunnar og þá fór boltinn að rúlla.Yfir hundrað þúsund áhorf Unnsteinn Manuel Stefánsson, útvarpsstjóri, segir atburðarásina hafa verið mjög hraða. Eftir að Richard heyrði flutning sinn í útvarpinu setti hún sig í samband við útvarpsstöðina, bauðst til þess að taka lagið og var hún mætt í stúdíóið rúmum sólarhring síðar. „Forsagan er þannig að hún og maðurinn hennar ákváðu að koma til Reykjavíkur og leigja bílaleigubíl og hún var að leita að rappstöð og þá rakst hún á okkar stöð. Næsta lag sem kom var hennar lag og það kom henni mjög á óvart, hún spurði manninn sinn aftur og aftur hvort hann væri sjálfur að spila lagið en svo var ekki,“ segir Unnsteinn í samtali við Vísi. Flutningur söngkonunnar hefur vakið mikla lukku á meðal aðdáenda hennar og hefur verið horft á brot af flutningum á Twitter-síðu hennar yfir hundrað þúsund sinnum. Henni til halds og trausts var hljómborðsleikarinn Magnús Jóhann Ragnarsson sem spilaði undir. Flutninginn má sjá í fullri lengd á YouTube.1.25.19 so raw. so uncut. so nine. pic.twitter.com/twWMv7R2b6 — DAWN (@DawnRichard) 2 January 2019 Stór aðdáendahópur vestanhafs Richard vakti fyrst athygli með stúlknasveitinni Danity Kane sem stofnuð var í raunveruleikaþáttaröðinni Making the Band á MTV. Hún á því stóran aðdáendahóp erlendis og hefur viðtalið vakið mikla lukku á meðal þeirra. Sveitin hætti störfum árið 2009 og í kjölfarið fór Richard að vinna að sólóferli sínum en sveitin kom aftur saman undir lok síðasta árs. Unnsteinn bendir á að það sé mun erfiðara fyrir tónlistarmenn vestanhafs að koma sér á framfæri og oft þurfi mikið til að tónlistarmenn fái spilun á útvarpsstöðvum. Það hafi því komið henni skemmtilega á óvart að heyra lagið sitt á nýrri útvarpsstöð á litla Íslandi. „Fyrir íslenska tónlistarmenn, það fá flestir spilun. Þú gefur út lag og það kemst í spilun einhvers staðar en eins og í Ameríku er það ótrúlega mikil vinna að koma músík í útvarpið og þú þarft að hafa milliliði og stundum umboðsstofur bara fyrir útvarp,“ segir Unnsteinn. „Þess vegna fannst henni svo merkilegt að það væri að spila lagið hennar hér án þess að það væri verið að ýta laginu í áttina að okkur.“Hér að neðan má horfa á viðtalið við Dawn Richard hjá Aroni Mola, Birnu Maríu og Unnsteini Manuel í Útvarpi 101. Tónlist Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Lífið samstarf Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Fleiri fréttir Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Sjá meira
Söngkonan Dawn Richard var í ferðalagi á Íslandi ásamt eiginmanni sínum í desember síðastliðnum þegar hún heyrði kunnuglega söngrödd í útvarpinu. Lagið sem um ræðir var hennar eigið lag, Jealousy, sem var í spilun á Útvarpi 101.was literally driving in iceland randomly and i’m on the fucking radio. speechless. pic.twitter.com/uBiNFPTZvG — DAWN (@DawnRichard) 16 December 2018 „Var bókstaflega að keyra á Íslandi og ég er í útvarpinu. Orðlaus,“ skrifaði Richard á Twitter-síðu sína í desember síðastliðnum. Glöggur Twitter-notandi þekkti tíðnina og merkti útvarpsstöðina undir færslu söngkonunnar og þá fór boltinn að rúlla.Yfir hundrað þúsund áhorf Unnsteinn Manuel Stefánsson, útvarpsstjóri, segir atburðarásina hafa verið mjög hraða. Eftir að Richard heyrði flutning sinn í útvarpinu setti hún sig í samband við útvarpsstöðina, bauðst til þess að taka lagið og var hún mætt í stúdíóið rúmum sólarhring síðar. „Forsagan er þannig að hún og maðurinn hennar ákváðu að koma til Reykjavíkur og leigja bílaleigubíl og hún var að leita að rappstöð og þá rakst hún á okkar stöð. Næsta lag sem kom var hennar lag og það kom henni mjög á óvart, hún spurði manninn sinn aftur og aftur hvort hann væri sjálfur að spila lagið en svo var ekki,“ segir Unnsteinn í samtali við Vísi. Flutningur söngkonunnar hefur vakið mikla lukku á meðal aðdáenda hennar og hefur verið horft á brot af flutningum á Twitter-síðu hennar yfir hundrað þúsund sinnum. Henni til halds og trausts var hljómborðsleikarinn Magnús Jóhann Ragnarsson sem spilaði undir. Flutninginn má sjá í fullri lengd á YouTube.1.25.19 so raw. so uncut. so nine. pic.twitter.com/twWMv7R2b6 — DAWN (@DawnRichard) 2 January 2019 Stór aðdáendahópur vestanhafs Richard vakti fyrst athygli með stúlknasveitinni Danity Kane sem stofnuð var í raunveruleikaþáttaröðinni Making the Band á MTV. Hún á því stóran aðdáendahóp erlendis og hefur viðtalið vakið mikla lukku á meðal þeirra. Sveitin hætti störfum árið 2009 og í kjölfarið fór Richard að vinna að sólóferli sínum en sveitin kom aftur saman undir lok síðasta árs. Unnsteinn bendir á að það sé mun erfiðara fyrir tónlistarmenn vestanhafs að koma sér á framfæri og oft þurfi mikið til að tónlistarmenn fái spilun á útvarpsstöðvum. Það hafi því komið henni skemmtilega á óvart að heyra lagið sitt á nýrri útvarpsstöð á litla Íslandi. „Fyrir íslenska tónlistarmenn, það fá flestir spilun. Þú gefur út lag og það kemst í spilun einhvers staðar en eins og í Ameríku er það ótrúlega mikil vinna að koma músík í útvarpið og þú þarft að hafa milliliði og stundum umboðsstofur bara fyrir útvarp,“ segir Unnsteinn. „Þess vegna fannst henni svo merkilegt að það væri að spila lagið hennar hér án þess að það væri verið að ýta laginu í áttina að okkur.“Hér að neðan má horfa á viðtalið við Dawn Richard hjá Aroni Mola, Birnu Maríu og Unnsteini Manuel í Útvarpi 101.
Tónlist Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Lífið samstarf Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Fleiri fréttir Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Sjá meira