Icelandair skoðar loftgæði í háloftunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. ágúst 2019 12:45 Flugfreyjur Icelandair hafa kvartað undan hausverk og öðrum óþægindum í háloftunum, eins og þessi flugfreyja úr erlendum myndabanka virðist gera hér. Getty/izusek Upplýsingafulltrúi Icelandair segir að félagið hafi gengið lengra en mörg önnur til að bæta loftgæði í háloftunum, en fimm flugliðar undirbúa hópmálsókn gegn flugfélaginu vegna veikinda. Ekki hafi þó tekist að sanna orsakatengsl milli loftgæða og heilsufarsvandamála í flugvélum að sögn upplýsingafulltrúans, sem Icelandair tekur þátt í að rannsaka frekar. Veikindi flugfreyja og þjóna hafa reglulega ratað í fréttirnar á undanförnum árum, og hafa þau oftar en ekki verið rakin til skertra loftgæða um borð í flugvélunum. Þannig var greint frá því árið 2016 að veikindi flugliða hjá Icelandair hefðu aukist og að flugfélagið hafi meðal annars óskað eftir aðstoð Rannsóknarnefndar flugslysa til að fá úr því skorið hvers vegna flugfreyjur finndu til svima og súrefnisskorts í flugi. Þá þurftu fjórir flugliðar Icelandair sem flogið höfðu til Edmonton í Kanada í fyrra að leita á sjúkrahús vegna óþæginda, höfuðverks og þreytueinkenna, auk þess sem vél flugfélagsins á leið til Kaupmannahafnar í janúar þurfti að snúa við vegna veikinda flugfreyju um borð, sem aðrir flugleiðar eiga einnig að hafa fundið fyrir.Ásdís Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair.Nú leggja fimm flugliðar Icelandair grunninn að hópmálsókn á hendur flugfélaginu, en flugliðarnir hafa þurft að leita á sjúkrahús vegna óþæginda sem þeir rekja til starfs síns í háloftunum. „Þetta mál einskorðast ekki við Icelandair, þetta er mál sem flugiðnaðurinn í heild sinni er að fást við og rannsaka. Þetta hefur meðal annars verið rannsóknarefni til margra ára hjá Flugöryggisstofnun Evrópu,“ Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair. Flugfélagið hafi tekið fyrrnefndum tilfellum alvarlega og gripið til ýmissa aðgerða til að bæta lofgæði í vélum Icelandair. „Til dæmis með viðhaldi á loftræstikerfi, sýnatökum, ítarlegum rannsóknum, bættum verkferlum og ekki síst forvörnum og þjálfun. Í raun og veru höfum við gengið lengra en mörg önnur flugfélög.“ Ásdís segir þó að orsakatengslin liggi ekki fyrir. „Þrátt fyrir ítrekaðar rannsóknir á þessum málum þá hefur ekki tekist að sýna fram á þessi orsakatengsl, á milli loftgæða í flugvélum og heilsufarsvandamála.“ Málið sé þó til frekari rannsóknar. „Núna erum við þátttakendur í mjög yfirgripsmikill rannsókn um loftgæðamál á vegum Flugöryggistofnunar Evrópu. Þannig að við erum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að skoða þessi mál og tryggja heilsusamlegt og öruggt starfsumhverfi fyrir okkar starfsfólk,“ segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair. Dómsmál Fréttir af flugi Heilbrigðismál Icelandair Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Fleiri fréttir Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum Sjá meira
Upplýsingafulltrúi Icelandair segir að félagið hafi gengið lengra en mörg önnur til að bæta loftgæði í háloftunum, en fimm flugliðar undirbúa hópmálsókn gegn flugfélaginu vegna veikinda. Ekki hafi þó tekist að sanna orsakatengsl milli loftgæða og heilsufarsvandamála í flugvélum að sögn upplýsingafulltrúans, sem Icelandair tekur þátt í að rannsaka frekar. Veikindi flugfreyja og þjóna hafa reglulega ratað í fréttirnar á undanförnum árum, og hafa þau oftar en ekki verið rakin til skertra loftgæða um borð í flugvélunum. Þannig var greint frá því árið 2016 að veikindi flugliða hjá Icelandair hefðu aukist og að flugfélagið hafi meðal annars óskað eftir aðstoð Rannsóknarnefndar flugslysa til að fá úr því skorið hvers vegna flugfreyjur finndu til svima og súrefnisskorts í flugi. Þá þurftu fjórir flugliðar Icelandair sem flogið höfðu til Edmonton í Kanada í fyrra að leita á sjúkrahús vegna óþæginda, höfuðverks og þreytueinkenna, auk þess sem vél flugfélagsins á leið til Kaupmannahafnar í janúar þurfti að snúa við vegna veikinda flugfreyju um borð, sem aðrir flugleiðar eiga einnig að hafa fundið fyrir.Ásdís Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair.Nú leggja fimm flugliðar Icelandair grunninn að hópmálsókn á hendur flugfélaginu, en flugliðarnir hafa þurft að leita á sjúkrahús vegna óþæginda sem þeir rekja til starfs síns í háloftunum. „Þetta mál einskorðast ekki við Icelandair, þetta er mál sem flugiðnaðurinn í heild sinni er að fást við og rannsaka. Þetta hefur meðal annars verið rannsóknarefni til margra ára hjá Flugöryggisstofnun Evrópu,“ Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair. Flugfélagið hafi tekið fyrrnefndum tilfellum alvarlega og gripið til ýmissa aðgerða til að bæta lofgæði í vélum Icelandair. „Til dæmis með viðhaldi á loftræstikerfi, sýnatökum, ítarlegum rannsóknum, bættum verkferlum og ekki síst forvörnum og þjálfun. Í raun og veru höfum við gengið lengra en mörg önnur flugfélög.“ Ásdís segir þó að orsakatengslin liggi ekki fyrir. „Þrátt fyrir ítrekaðar rannsóknir á þessum málum þá hefur ekki tekist að sýna fram á þessi orsakatengsl, á milli loftgæða í flugvélum og heilsufarsvandamála.“ Málið sé þó til frekari rannsóknar. „Núna erum við þátttakendur í mjög yfirgripsmikill rannsókn um loftgæðamál á vegum Flugöryggistofnunar Evrópu. Þannig að við erum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að skoða þessi mál og tryggja heilsusamlegt og öruggt starfsumhverfi fyrir okkar starfsfólk,“ segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair.
Dómsmál Fréttir af flugi Heilbrigðismál Icelandair Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Fleiri fréttir Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum Sjá meira
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf