Fagnar algjörri metþátttöku í umsögnum um klukkubreytingu Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. janúar 2019 09:12 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að aldrei hafi jafnmargir sent inn umsagnir í samráðsgátt stjórnarráðsins og raunin er með hugmyndir um breytingu klukkunnar á Íslandi. Opnað var fyrir umsagnir í gær en klukkan níu í morgun voru þær orðnar tæplega 400 talsins. Ljóst er að mikill áhugi er á tillögum um klukkubreytinguna sem finna má í greinargerðinni Staðartími á Íslandi – stöðumat og tillögur. Þrír kostir eru lagðir til: Óbreytt staða, að klukkunni verði seinkað um eina klukkustund eða að klukkunni verði haldið óbreyttri en skólar og jafnvel fyrirtæki hefji starfsemi seinna á morgnana.Sjá einnig: Hvaða klukkubreytingu líst þér best á? Katrín ræddi málið í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún sagðist ekki hafa haft sterka skoðun á málinu þegar hún var þingmaður, og tíundaði ekki frekar skoðun sína á málinu sem forsætisráðherra. Hún benti þó á að klukkunni hefði síðast verið breytt árið 1968 þegar sumartími var afnuminn og sagði að viðbrögðin hefðu ekki látið á sér standa nú. „En það eru alveg gríðarleg viðbrögð. Ég hef hvatt fólk til að taka þátt, og það hefur aldrei verið svona mikil þátttaka. Ég held það séu 360 umsagnir komnar inn á einum degi,“ sagði Katrín skömmu fyrir klukkan átta í morgun en eins og áður sagði bætist hratt við umsagnirnar. „En ég er mjög ánægð með það því hluti af þessu er að við stjórnmálamennirnir viljum líka geta sett málin á dagskrá og kallað eftir sjónarmiðum fólks. Og það er það sem við erum að gera núna.“ Innt eftir því hvernig framkvæmdin verði, komi breytingar til með að ganga í gegn, vildi Katrín ekki slá neinu föstu um það. „Nú er þetta í samráðsferli í tvo mánuði og síðan verðum við að sjá hvað gerist, hvað kemur út úr því, og þá verður þetta spennandi. En eins og ég segi, maður sér ekki verkefnin fyrir, og það er bara gott.“Hlusta má á viðtalið við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í heild í spilaranum hér að neðan. Alþingi Heilbrigðismál Klukkan á Íslandi Tengdar fréttir Óttarr segist eiga erfitt með að átta sig á tillögum um klukkubreytingu Heilbrigðisráðherrann fyrrverandi fór yfir kostina þrjá í Reykjavík síðdegis. 10. janúar 2019 20:00 Seinkun klukkunnar: Almenningur velur á milli þriggja kosta Greinargerðin Staðartími á Íslandi – stöðumat og tillögur hefur verið birt í samráðsgátt Stjórnarráðsins. 10. janúar 2019 09:52 Ein segir ekki hægt að kenna klukkunni um svefnvenjur Íslendinga og annar óttast bandarísk áhrif Á þriðja hundruð umsagna hafa borist vegna klukkubreytingar en flestir virðast velja kost B, það er að klukkunni verði breytt. 10. janúar 2019 22:15 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að aldrei hafi jafnmargir sent inn umsagnir í samráðsgátt stjórnarráðsins og raunin er með hugmyndir um breytingu klukkunnar á Íslandi. Opnað var fyrir umsagnir í gær en klukkan níu í morgun voru þær orðnar tæplega 400 talsins. Ljóst er að mikill áhugi er á tillögum um klukkubreytinguna sem finna má í greinargerðinni Staðartími á Íslandi – stöðumat og tillögur. Þrír kostir eru lagðir til: Óbreytt staða, að klukkunni verði seinkað um eina klukkustund eða að klukkunni verði haldið óbreyttri en skólar og jafnvel fyrirtæki hefji starfsemi seinna á morgnana.Sjá einnig: Hvaða klukkubreytingu líst þér best á? Katrín ræddi málið í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún sagðist ekki hafa haft sterka skoðun á málinu þegar hún var þingmaður, og tíundaði ekki frekar skoðun sína á málinu sem forsætisráðherra. Hún benti þó á að klukkunni hefði síðast verið breytt árið 1968 þegar sumartími var afnuminn og sagði að viðbrögðin hefðu ekki látið á sér standa nú. „En það eru alveg gríðarleg viðbrögð. Ég hef hvatt fólk til að taka þátt, og það hefur aldrei verið svona mikil þátttaka. Ég held það séu 360 umsagnir komnar inn á einum degi,“ sagði Katrín skömmu fyrir klukkan átta í morgun en eins og áður sagði bætist hratt við umsagnirnar. „En ég er mjög ánægð með það því hluti af þessu er að við stjórnmálamennirnir viljum líka geta sett málin á dagskrá og kallað eftir sjónarmiðum fólks. Og það er það sem við erum að gera núna.“ Innt eftir því hvernig framkvæmdin verði, komi breytingar til með að ganga í gegn, vildi Katrín ekki slá neinu föstu um það. „Nú er þetta í samráðsferli í tvo mánuði og síðan verðum við að sjá hvað gerist, hvað kemur út úr því, og þá verður þetta spennandi. En eins og ég segi, maður sér ekki verkefnin fyrir, og það er bara gott.“Hlusta má á viðtalið við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í heild í spilaranum hér að neðan.
Alþingi Heilbrigðismál Klukkan á Íslandi Tengdar fréttir Óttarr segist eiga erfitt með að átta sig á tillögum um klukkubreytingu Heilbrigðisráðherrann fyrrverandi fór yfir kostina þrjá í Reykjavík síðdegis. 10. janúar 2019 20:00 Seinkun klukkunnar: Almenningur velur á milli þriggja kosta Greinargerðin Staðartími á Íslandi – stöðumat og tillögur hefur verið birt í samráðsgátt Stjórnarráðsins. 10. janúar 2019 09:52 Ein segir ekki hægt að kenna klukkunni um svefnvenjur Íslendinga og annar óttast bandarísk áhrif Á þriðja hundruð umsagna hafa borist vegna klukkubreytingar en flestir virðast velja kost B, það er að klukkunni verði breytt. 10. janúar 2019 22:15 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Óttarr segist eiga erfitt með að átta sig á tillögum um klukkubreytingu Heilbrigðisráðherrann fyrrverandi fór yfir kostina þrjá í Reykjavík síðdegis. 10. janúar 2019 20:00
Seinkun klukkunnar: Almenningur velur á milli þriggja kosta Greinargerðin Staðartími á Íslandi – stöðumat og tillögur hefur verið birt í samráðsgátt Stjórnarráðsins. 10. janúar 2019 09:52
Ein segir ekki hægt að kenna klukkunni um svefnvenjur Íslendinga og annar óttast bandarísk áhrif Á þriðja hundruð umsagna hafa borist vegna klukkubreytingar en flestir virðast velja kost B, það er að klukkunni verði breytt. 10. janúar 2019 22:15