Níu fórnarlamba enn leitað í og við Dóná Atli Ísleifsson skrifar 7. júní 2019 12:30 Mikið hefur verið í ánni að undanförnu og hefur straumþunginn torveldað allt björgunarstarf. Getty Níu manns er enn saknað eftir að útsýnisbátnum Hafmeyjunni hvolfdi á Dóná í Búdapest þann 29. maí síðastliðinn. Búið er að finna lík nítján þeirra sem voru um borð. Alls voru 35 um borð í bátnum – 33 suður-kóreskir ferðamenn og tveir Ungverjar sem voru í áhöfn. Sjö farþegar björguðust þegar báturinn rakst á skemmtiferðaskip og hvolfdi við Margrétarbrúna, nærri ungverska þinghúsinu að kvöldi 29. maí. Leitað hefur verið að fórnarlömdum í ánni, meðfram bökkum og úr lofti, allt suður að landamærunum Ungverjalands og Serbíu, um 200 kílómetrum suður af Búdapest. Meðal þeirra sem saknað er er ungverskur skipstjóri bátsins og suður-kóreskt barn. Slysið er það mannskæðasta á þessari lengstu á álfunnar í um hálfa öld. Mikið hefur verið í ánni og hefur straumþunginn torveldað allt björgunarstarf. Enn er unnið að því að að ná flaki bátsins af botninum. Yfirvöld í Slóvakíu hafa samþykkt að beina hluta vatns í ánni í annan farveg til að hægt sé að lækka vatnsyfirborðið í Búdapest og þannig auðvelda björgunarmönnum sitt starf. Áður hefur verið greint frá því að skipstjóri skemmtiskipsins Viking Sigyn, sem lenti í árekstrinum við útsýnisbátinn Hafmeyjuna, hefur verið ákærður og úrskurðaður í þrjátíu daga gæsluvarðhald. Er hann sakaður um að hafa ógnað umferðaröryggi á ánni. Skipstjórinn er frá Úkraínu og er hann 64 ára gamall. Ungverjaland Tengdar fréttir Skipstjóri úrskurðaður í þrjátíu daga gæsluvarðhald Skipstjóri sem lenti í mannskæðum árekstri í Dóná í Búdapest á fimmtudag hefur verið ákærður og úrskurðaður í þrjátíu daga gæsluvarðhald. 1. júní 2019 23:40 Sjö sekúndur frá árekstrinum og þar til báturinn sökk Sjö eru látnir og 21 er enn saknað eftir að útsýnisbátur og skemmtiferðabátur rákust saman á Dóná í Búdapest í gær. 30. maí 2019 13:24 Nítján enn saknað í Búdapest Sjö suður-kóreskir ferðamenn eru látnir og fjölda er saknað eftir að útsýnisbát hvolfdi á Dóná í Búdapest í gærkvöldi. 30. maí 2019 09:17 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Níu manns er enn saknað eftir að útsýnisbátnum Hafmeyjunni hvolfdi á Dóná í Búdapest þann 29. maí síðastliðinn. Búið er að finna lík nítján þeirra sem voru um borð. Alls voru 35 um borð í bátnum – 33 suður-kóreskir ferðamenn og tveir Ungverjar sem voru í áhöfn. Sjö farþegar björguðust þegar báturinn rakst á skemmtiferðaskip og hvolfdi við Margrétarbrúna, nærri ungverska þinghúsinu að kvöldi 29. maí. Leitað hefur verið að fórnarlömdum í ánni, meðfram bökkum og úr lofti, allt suður að landamærunum Ungverjalands og Serbíu, um 200 kílómetrum suður af Búdapest. Meðal þeirra sem saknað er er ungverskur skipstjóri bátsins og suður-kóreskt barn. Slysið er það mannskæðasta á þessari lengstu á álfunnar í um hálfa öld. Mikið hefur verið í ánni og hefur straumþunginn torveldað allt björgunarstarf. Enn er unnið að því að að ná flaki bátsins af botninum. Yfirvöld í Slóvakíu hafa samþykkt að beina hluta vatns í ánni í annan farveg til að hægt sé að lækka vatnsyfirborðið í Búdapest og þannig auðvelda björgunarmönnum sitt starf. Áður hefur verið greint frá því að skipstjóri skemmtiskipsins Viking Sigyn, sem lenti í árekstrinum við útsýnisbátinn Hafmeyjuna, hefur verið ákærður og úrskurðaður í þrjátíu daga gæsluvarðhald. Er hann sakaður um að hafa ógnað umferðaröryggi á ánni. Skipstjórinn er frá Úkraínu og er hann 64 ára gamall.
Ungverjaland Tengdar fréttir Skipstjóri úrskurðaður í þrjátíu daga gæsluvarðhald Skipstjóri sem lenti í mannskæðum árekstri í Dóná í Búdapest á fimmtudag hefur verið ákærður og úrskurðaður í þrjátíu daga gæsluvarðhald. 1. júní 2019 23:40 Sjö sekúndur frá árekstrinum og þar til báturinn sökk Sjö eru látnir og 21 er enn saknað eftir að útsýnisbátur og skemmtiferðabátur rákust saman á Dóná í Búdapest í gær. 30. maí 2019 13:24 Nítján enn saknað í Búdapest Sjö suður-kóreskir ferðamenn eru látnir og fjölda er saknað eftir að útsýnisbát hvolfdi á Dóná í Búdapest í gærkvöldi. 30. maí 2019 09:17 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Skipstjóri úrskurðaður í þrjátíu daga gæsluvarðhald Skipstjóri sem lenti í mannskæðum árekstri í Dóná í Búdapest á fimmtudag hefur verið ákærður og úrskurðaður í þrjátíu daga gæsluvarðhald. 1. júní 2019 23:40
Sjö sekúndur frá árekstrinum og þar til báturinn sökk Sjö eru látnir og 21 er enn saknað eftir að útsýnisbátur og skemmtiferðabátur rákust saman á Dóná í Búdapest í gær. 30. maí 2019 13:24
Nítján enn saknað í Búdapest Sjö suður-kóreskir ferðamenn eru látnir og fjölda er saknað eftir að útsýnisbát hvolfdi á Dóná í Búdapest í gærkvöldi. 30. maí 2019 09:17