Framherjinn hefur farið á kostum sem fremsti maður Liverpool sem er á toppi deildarinnar en hann hefur hefur myndað magnað þríeyki með Sadio Mane og Mohamed Salah.
„Ég er leikmaður sem ber virðingu fyrir stöðu minni á vellinum og þar sem liðið þarfnast mín, þar mun ég spila,“ sagði Brasilíumaðurinn í samtali við Premier League Productions.
'Where the team needs me, I will play'
Roberto Firmino admits he is happy to play anywhere required in order to help Liverpool's quest for the Premier League titlehttps://t.co/IOhpmekTia
— MailOnline Sport (@MailSport) November 18, 2019
„Sem nía, stundum sem tíu, mun ég gera mitt besta,“ en hinn 28 ára gamli Brassi hefur leikið á alls oddi síðan hann kom frá Hoffenheim árið 2015.
Nú er hann með brasilíska landsliðinu en hann hefur skorað 13 mörk í 43 landsleikjum.
Liðið mætir Kóreu í vináttulandsleik á morgun.