Fótbolti

Dramatík þegar Brasilía tryggði sér heimsmeistaratitilinn i U17

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Þrír bestu leikmenn mótsins
Þrír bestu leikmenn mótsins vísir/getty
Heimsmeistaramótið í fótbolta hjá landsliðum skipuðum leikmönnum 17 ára og yngri hefur farið fram í Brasilíu undanfarnar vikur en þvi lauk í nótt með úrslitaleik heimamanna gegn Mexíkó.

Mexíkó komst yfir á 66.mínútu en Brassarnir náðu að koma til baka. Jöfnuðu metin úr vítaspyrnu á 84.mínútu og á fjórðu mínútu uppbótartíma tryggði Lazaro Vinicius Marques þeim sigurinn.

Besti leikmaður mótsins var Gabriel Veron, sem leikur með Brasilíu en allir leikmenn brasilíska liðsins eru á mála hjá félagsliðum í heimalandinu. Franska ungstirnið Adil Aouchiche, sem er á mála hjá PSG, var valinn næstbesti leikmaður mótsins en Frakkar enduðu í 3.sæti.

Þetta er í fjórða sinn sem þessi mikla knattspyrnuþjóð verður heimsmeistari í þessum aldursflokki en það gerðist síðast árið 2003. Aðeins ein þjóð hefur oftar orðið heimsmeistari U17 ára en það eru Nígeríumenn sem hafa unnið keppnina fimm sinnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×