Hvetur til kynlífsverkfalls til að mótmæla þungunarrofslöggjöf Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 12. maí 2019 16:21 Alyssa Milano hvetur til kynlífsmótmæla. Getty/Michael Tran Leikkonan og #metoo aðgerðasinninn Alyssa Milano hvetur konur til að taka þátt í svokölluðu kynlífsverkfalli til að mótmæla nýjum þungungarrofslögum í sem voru samþykkt í Georgíu fylki í Bandaríkjunum í síðustu viku. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. „Þar til konur hafa lagalegt forræði yfir eigin líkama getum við ekki hætt á að verða þungaðar,“ skrifaði hún á Twitter. Georgía setti í síðustu viku lög í gildi sem eru með þeim ströngustu þegar kemur að þungunarrofum í Bandaríkjunum, en Mississippi, Ohio og Kentucky hafa nú sett á sambærilega löggjöf. Nýju lögin kveða á um að þungunarrof sé óheimilað eftir 6. viku meðgöngu og að missi konur fóstur gætu þær þurft að sanna fyrir lögregluyfirvöldum að hafa ekki farið í ólöglegt þungunarrof. Our reproductive rights are being erased.Until women have legal control over our own bodies we just cannot risk pregnancy. JOIN ME by not having sex until we get bodily autonomy back.I'm calling for a #SexStrike. Pass it on. pic.twitter.com/uOgN4FKwpg— Alyssa Milano (@Alyssa_Milano) May 11, 2019 Hvað felst í lögunum og hvers vegna eru þau umdeild? Lögin segja að ekki megi framkvæma þungunarrof eftir að hjartsláttur finnist – sem, samkvæmt löggjöfum í Georgíu, er á sjöttu viku. Fæstar konur hafa á sjöttu viku gert sér grein fyrir að þungun sé til staðar, til að mynda byrjar morgunógleði ekki fyrr en á níundu viku. Alríkisdómari gæti komið í veg fyrir að svona lög taki gildi, sem var gert í Kentucky á þeim forsendum að lögin falli ekki undir stjórnarskrána. Svipuð löggjöf sem var sett í Mississippi hefur einnig sætt mótspyrnu og er talið líklegt að alríkisdómari skoði það mál betur. Löggjöf sem var komið á í Ohio komst ekki í gildi, var hafnað af fylkisstjóra Ohio sem beitti neitunarvaldi sínu til að koma henni frá.I hope the #womenofGeorgia stop having sex with men until these indignities are overturned.— Bette Midler (@BetteMidler) May 11, 2019 Kynlífsverkfallið og Hollywood Milano tísti á laugardag að grípa þyrfti til aðgerða, og bæði hún og myllumerkið #SexStrike vöktu mikla athygli og meira en 35 þúsund manns líkuðu við tístið og því var deilt meira en 12 þúsund sinnum. Leikkonan Bette Midler tók undir með Milano í tísti. Margir mótmæltu þessu á netinu, bæði stuðningsmenn laganna og einstaklingar sem gerðu athugasemd við þá hugmynd að konur stunduðu aðeins kynlíf til að gera karlmönnum til geðs. „Ég kann að meta ásetninginn, en kynlífsverkfall er slæm hugmynd byggð á kynjamisrétti,“ skrifaði einstaklingur á Twitter. „Það er eins og verið sé að meina að við veitum kynlíf sem umbun til þeirra sem eru verðugir. Það útilokar ánægju kvenna.“ To @BrianKempGA & Speaker Ralston:Attached, is an open letter signed by 50 actors against #HB481. On behalf of the undersigned--as people often called to work in GA or those of us contractually bound to work in GA--we hope you'll reconsider signing this bill. #HBIsBadForBusiness pic.twitter.com/DsOmAWYU2x— Alyssa Milano (@Alyssa_Milano) March 28, 2019 Á meðan lagafrumvarpið var enn ekki samþykkt skrifuðu fimmtíu leikarar undir tillögu um að sniðganga kvikmynda- og sjónvarps framleiðslu fylkisins, þar á meðal voru Milano, Amy Schumer, Christina Applegate, Alec Baldwin og Sean Penn. „Við viljum halda áfram framleiðslu í Georgíu,“ sagði í bréfinu sem fylgdi. „En við getum ekki gert það án þess að mótmæla og við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að færa iðnaðinn okkar í fylki sem er öruggara fyrir konur, ef þetta verður að lögum.“ Fleiri leikarar hafa lýst yfir stuðningi sínum, auk nokkurra framkvæmdarstjóra sjálfstæðra framleiðslufyrirtækja. Bandaríkin Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Leikkonan og #metoo aðgerðasinninn Alyssa Milano hvetur konur til að taka þátt í svokölluðu kynlífsverkfalli til að mótmæla nýjum þungungarrofslögum í sem voru samþykkt í Georgíu fylki í Bandaríkjunum í síðustu viku. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. „Þar til konur hafa lagalegt forræði yfir eigin líkama getum við ekki hætt á að verða þungaðar,“ skrifaði hún á Twitter. Georgía setti í síðustu viku lög í gildi sem eru með þeim ströngustu þegar kemur að þungunarrofum í Bandaríkjunum, en Mississippi, Ohio og Kentucky hafa nú sett á sambærilega löggjöf. Nýju lögin kveða á um að þungunarrof sé óheimilað eftir 6. viku meðgöngu og að missi konur fóstur gætu þær þurft að sanna fyrir lögregluyfirvöldum að hafa ekki farið í ólöglegt þungunarrof. Our reproductive rights are being erased.Until women have legal control over our own bodies we just cannot risk pregnancy. JOIN ME by not having sex until we get bodily autonomy back.I'm calling for a #SexStrike. Pass it on. pic.twitter.com/uOgN4FKwpg— Alyssa Milano (@Alyssa_Milano) May 11, 2019 Hvað felst í lögunum og hvers vegna eru þau umdeild? Lögin segja að ekki megi framkvæma þungunarrof eftir að hjartsláttur finnist – sem, samkvæmt löggjöfum í Georgíu, er á sjöttu viku. Fæstar konur hafa á sjöttu viku gert sér grein fyrir að þungun sé til staðar, til að mynda byrjar morgunógleði ekki fyrr en á níundu viku. Alríkisdómari gæti komið í veg fyrir að svona lög taki gildi, sem var gert í Kentucky á þeim forsendum að lögin falli ekki undir stjórnarskrána. Svipuð löggjöf sem var sett í Mississippi hefur einnig sætt mótspyrnu og er talið líklegt að alríkisdómari skoði það mál betur. Löggjöf sem var komið á í Ohio komst ekki í gildi, var hafnað af fylkisstjóra Ohio sem beitti neitunarvaldi sínu til að koma henni frá.I hope the #womenofGeorgia stop having sex with men until these indignities are overturned.— Bette Midler (@BetteMidler) May 11, 2019 Kynlífsverkfallið og Hollywood Milano tísti á laugardag að grípa þyrfti til aðgerða, og bæði hún og myllumerkið #SexStrike vöktu mikla athygli og meira en 35 þúsund manns líkuðu við tístið og því var deilt meira en 12 þúsund sinnum. Leikkonan Bette Midler tók undir með Milano í tísti. Margir mótmæltu þessu á netinu, bæði stuðningsmenn laganna og einstaklingar sem gerðu athugasemd við þá hugmynd að konur stunduðu aðeins kynlíf til að gera karlmönnum til geðs. „Ég kann að meta ásetninginn, en kynlífsverkfall er slæm hugmynd byggð á kynjamisrétti,“ skrifaði einstaklingur á Twitter. „Það er eins og verið sé að meina að við veitum kynlíf sem umbun til þeirra sem eru verðugir. Það útilokar ánægju kvenna.“ To @BrianKempGA & Speaker Ralston:Attached, is an open letter signed by 50 actors against #HB481. On behalf of the undersigned--as people often called to work in GA or those of us contractually bound to work in GA--we hope you'll reconsider signing this bill. #HBIsBadForBusiness pic.twitter.com/DsOmAWYU2x— Alyssa Milano (@Alyssa_Milano) March 28, 2019 Á meðan lagafrumvarpið var enn ekki samþykkt skrifuðu fimmtíu leikarar undir tillögu um að sniðganga kvikmynda- og sjónvarps framleiðslu fylkisins, þar á meðal voru Milano, Amy Schumer, Christina Applegate, Alec Baldwin og Sean Penn. „Við viljum halda áfram framleiðslu í Georgíu,“ sagði í bréfinu sem fylgdi. „En við getum ekki gert það án þess að mótmæla og við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að færa iðnaðinn okkar í fylki sem er öruggara fyrir konur, ef þetta verður að lögum.“ Fleiri leikarar hafa lýst yfir stuðningi sínum, auk nokkurra framkvæmdarstjóra sjálfstæðra framleiðslufyrirtækja.
Bandaríkin Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira