Fótbolti

UEFA kallar eftir reglubreytingum vegna heilahristinga

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Læknateymi Tottenham fékk mikla gagnrýni fyrir að leyfa Jan Vertonghen halda áfram leik þegar hann varð fyrir höfuðmeiðslum í leik í Meistaradeildinni á dögunum. Vertonghen þurfti fljótt að fara af velli aftur og leið næstum yfir hann. Seinna kom í ljós að ekki hafði þó verið um heilahristing að ræða í þessu tilfelli.
Læknateymi Tottenham fékk mikla gagnrýni fyrir að leyfa Jan Vertonghen halda áfram leik þegar hann varð fyrir höfuðmeiðslum í leik í Meistaradeildinni á dögunum. Vertonghen þurfti fljótt að fara af velli aftur og leið næstum yfir hann. Seinna kom í ljós að ekki hafði þó verið um heilahristing að ræða í þessu tilfelli. vísir/getty
Evrópska knattspyrnusambandið segir fótboltann þurfa nýjar reglur varðandi heilahristinga og höfuðmeiðsli og það þurfi að breyta því hvernig skiptingar eru notaðar.

Það hefur verið mikil umræða varðandi höfuðmeiðsl í fótbolta síðustu misseri og nú hefur UEFA sent inn beiðni til alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA um að fara yfir þær verkreglur sem nú eru í gildi.

Í núverandi verklagsreglum er mælt með því að leikmenn hvíli í sex daga eftir að hafa fengið heilahristing, en endanleg ákvörðun liggi alltaf hjá læknum félaga.

„Ég er á þeirri skoðun að núverandi reglur um heilahristinga þurfi endurskoðun, bæði til þess að vernda leikmennina og læknana og til þess að tryggja að rétt skjúkdómsgreining geti farið fram án þess að það komi niður á liðunum sem eiga í hlut,“ sagði forseti UEFA Aleksander Ceferin.

Stjórn UEFA fundaði í Bakú í gær og lagði til að FIFA breyti reglum sínum, þar á meðal reglum um skiptingar, til þess að minnka pressuna á læknateymum og gefa læknum tíma til þess að meta ástand leikmanna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×