Sky Sports segir frá því að Coutinho taki það ekki á mál að spila á lánssamning hjá Tottenham í vetur.
BREAKING: Barcelona midfielder Philippe Coutinho has turned down a loan move to Spurs
— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 7, 2019
Félagsskiptaglugginn í Englandi lokar á morgun fimmtudag en hann er opinn lengur annars staðar í Evrópu.
Bæði Coutinho sjálfur sem og Barcelona sjálfur vilja slíta tengslin og ganga frá sölu á Brasilíumanninum en það ekki líklegt að eitthvert lið í ensku úrvalsdeildinni sé tilbúið að borga þær 80 milljónir punda sem Barcelona vill fá fyrir hann.
Philippe Coutinho lék með Liverpool í ensku úrvalsdeildinni við mjög góðan orðstýr en Liverpool er ekki að fara að taka hann á þessu tímapunkti.
Það er því áfram mikil óvissa um það með hvaða liði Philippe Coutinho spilar tímabilið 2019-20.