Körfubolti

Sigurganga Lakers liðsins endaði í nótt í Indianapolis

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
LeBron James var aðeins frá sínu besta og vantaði líka Antony Davis.
LeBron James var aðeins frá sínu besta og vantaði líka Antony Davis. Getty/ Kevin C. Cox

Los Angeles Lakers lék í nótt án Anthony Davis og varð að sætta sig við það að fjórtán leikja sigurganga liðsins á útivelli endaði með tapi á móti Indiana Pacers.



LeBron James var með 20 stig, 9 fráköst og 9 stoðsendingar í 102-105 tapi á móti Indiana Pacers en mistókst að koma Lakers yfir með þriggja stiga skoti þegar 11,7 sekúndur voru eftir.

Litháinn Domantas Sabonis var góður í leiknum með 26 stig og 10 fráköst en þetta var tíunda tvennan hans í röð. Indiana hefur nú unnið tólf af síðustu fjórtán leikjum sínum.

Rajon Rondo og Kentavious Caldwell-Pope reyndu svo báðir þriggja stiga skot á lokasekúndunum en Lakers tókst ekki að koma leiknum í framlengingu.

Anthony Davis missti af leiknum vegna ökklameiðsla. Lakers var 95-91 yfir í fjórða leikhlutanum en missti það frá sér. James skoraði aðeins sjö stig í öllum seinni hálfleik og var með fimm tapaða bolta.

Fjórtán útisigrar í röð er annað lengsta sigurgangan á útivelli í glæstri sögu Los Angeles Lakers en liðinu vantaði bara tvo útisigra í viðbót til þess að jafna félagsmetið frá 1971-72.







Úrslit leikja í NBA-deildinni í nótt:

Los Angeles Clippers - Phoenix Suns 120-99

Utah Jazz - Orlando Magic    109-102    

New Orleans Pelicans - Brooklyn Nets    101-108 (93-93)    

New York Knicks    Atlanta Hawks    143-120    

Charlotte Hornets - Sacramento Kings    110-102    

Indiana Pacers - Los Angeles Lakers    105-102

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×