Leikur portúgalska liðsins Vitoria SC og Arsenal var færður frá fimmtudegi yfir á miðvikudag. Evrópudeildarleikirnir fara vanalega fram klukkan 17.55 og 20.00 á fimmtudögum.
Leikurinn hefst klukkan 15.50 að íslenskum tíma á miðvikudaginn. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Arsenal will play their Europa League group game against Vitoria SC at an unusual time on Wednesday, to avoid traffic congestion in Portugal.
More here https://t.co/T0rsJDH5QVpic.twitter.com/crdKobfRe9
— BBC Sport (@BBCSport) November 4, 2019
Leikurinn fer fram á Estádio D. Afonso Henriques leikvanginum í Guimarães en annar Evrópudeildarleikur átti að fara fram í aðeins 24 kílómetra fjarlægð á fimmtudaginn.
Portúgalska liðið Braga fær Besiktas í heimsókn á Municipal Stadium á fimmtudaginn.
UEFA ákvað því að færa Arsenal leikinn fram um einn dag til að létta af pressunni á portúgölsk yfirvöld og forðast umferðarteppu.
Svipuð staða kemur einnig upp í lok nóvember og þá verður heimaleikur Vitoria einnig færður yfir á miðvikudag en sá leikur er á móti Standard Liege.