Shanghala og Hatuikulipi handteknir Atli Ísleifsson skrifar 27. nóvember 2019 08:01 Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu og James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformaður namibísku ríkisútgerðarinnar Fishcor. Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu og James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformaður namibísku ríkisútgerðarinnar Fishcor, voru handteknir í Windhoek í morgun í tengslum við ásakanir um mútur Samherjamanna. Frá þessu greinir Namibian Sun. Handtökurnar eiga sér stað á kjördegi í Namibíu en þing- og forsetakosningar fara fram í landinu í dag. Greint var frá því í gær að mennirnir sem nefndir hafa verið „hákarlarnir“ í tengslum við umfjöllun um Samherjamálið væru reiðubúnir að gefa sig fram við spillingarlögregluna í Namibíu. Kom það fram í bréfi frá lögmanni þeirra. BREAKING: Ex-justice minister Sacky Shanghala and ex-Investec MD James Hatuikulipi were arrested this morning in Windhoek. The pair is named in the Fishrot bribery saga, where Namibian fishing quotas were allegedly allocated to an Icelandic company which paid bribes in return. pic.twitter.com/d6dm94knOo — Namibian Sun (@namibiansun) November 27, 2019Ekki í felum Í bréfi lögmanns þeirra var grennslast fyrir um hvort að handtökuskipun á hendur mönnunum væri enn í gildi og ef svo væri myndi þeir vilja gera ráðstafanir til þess að gefa sig fram við lögreglu. Shanghala og James Hatuikulipi komu til Namibíu frá Suður-Afríku í morgun, en lögmaður þeirra sagði þá ekki hafa verið í felum líkt og hafi komið fram. Væru þeir reiðubúnir til samstarfs við lögreglu vegna rannsóknar málsins.1,4 milljarðar „Hákarlarnir“ svokölluðu er hópur valdamanna í Namibíu sem sagður er hafa þegið mútur frá Samherja fyrir ódýran hrossamakrílskvóta. Greint var frá því í fréttaskýringaþættinum Kveik í síðustu viku að Tamson Fitty Hatuikulipi, tengdasonur sjávarútvegsráðherra landsins, Bernhard Esau, hefði kynnt stjórnendur Samherja fyrir tengdaföður sínum. Samtals eiga hákarlarnir að hafa þegið að minnsta kosti 1,4 milljarða króna í mútur frá Samherja. Shangala og Esau sögðu báðir af sér í kjölfar umfjöllunar um Samherjamálið. Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Búist við að meirihlutinn haldi í Namibíu Namibíumenn kjósa sér nýtt þing og nýjan forseta á morgun. Kosningarnar fara fram í skugga Samherjamálsins. 26. nóvember 2019 18:45 Hákarlarnir sagðir reiðubúnir að gefa sig fram Mennirnir sem nefndir hafa verið hákarlarnir í tengslum við umfjöllun um Samherjamálið eru reiðubúnir til þess að gefa sig fram við spillingarlögregluna í Namibíu. 26. nóvember 2019 10:09 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu og James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformaður namibísku ríkisútgerðarinnar Fishcor, voru handteknir í Windhoek í morgun í tengslum við ásakanir um mútur Samherjamanna. Frá þessu greinir Namibian Sun. Handtökurnar eiga sér stað á kjördegi í Namibíu en þing- og forsetakosningar fara fram í landinu í dag. Greint var frá því í gær að mennirnir sem nefndir hafa verið „hákarlarnir“ í tengslum við umfjöllun um Samherjamálið væru reiðubúnir að gefa sig fram við spillingarlögregluna í Namibíu. Kom það fram í bréfi frá lögmanni þeirra. BREAKING: Ex-justice minister Sacky Shanghala and ex-Investec MD James Hatuikulipi were arrested this morning in Windhoek. The pair is named in the Fishrot bribery saga, where Namibian fishing quotas were allegedly allocated to an Icelandic company which paid bribes in return. pic.twitter.com/d6dm94knOo — Namibian Sun (@namibiansun) November 27, 2019Ekki í felum Í bréfi lögmanns þeirra var grennslast fyrir um hvort að handtökuskipun á hendur mönnunum væri enn í gildi og ef svo væri myndi þeir vilja gera ráðstafanir til þess að gefa sig fram við lögreglu. Shanghala og James Hatuikulipi komu til Namibíu frá Suður-Afríku í morgun, en lögmaður þeirra sagði þá ekki hafa verið í felum líkt og hafi komið fram. Væru þeir reiðubúnir til samstarfs við lögreglu vegna rannsóknar málsins.1,4 milljarðar „Hákarlarnir“ svokölluðu er hópur valdamanna í Namibíu sem sagður er hafa þegið mútur frá Samherja fyrir ódýran hrossamakrílskvóta. Greint var frá því í fréttaskýringaþættinum Kveik í síðustu viku að Tamson Fitty Hatuikulipi, tengdasonur sjávarútvegsráðherra landsins, Bernhard Esau, hefði kynnt stjórnendur Samherja fyrir tengdaföður sínum. Samtals eiga hákarlarnir að hafa þegið að minnsta kosti 1,4 milljarða króna í mútur frá Samherja. Shangala og Esau sögðu báðir af sér í kjölfar umfjöllunar um Samherjamálið.
Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Búist við að meirihlutinn haldi í Namibíu Namibíumenn kjósa sér nýtt þing og nýjan forseta á morgun. Kosningarnar fara fram í skugga Samherjamálsins. 26. nóvember 2019 18:45 Hákarlarnir sagðir reiðubúnir að gefa sig fram Mennirnir sem nefndir hafa verið hákarlarnir í tengslum við umfjöllun um Samherjamálið eru reiðubúnir til þess að gefa sig fram við spillingarlögregluna í Namibíu. 26. nóvember 2019 10:09 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Búist við að meirihlutinn haldi í Namibíu Namibíumenn kjósa sér nýtt þing og nýjan forseta á morgun. Kosningarnar fara fram í skugga Samherjamálsins. 26. nóvember 2019 18:45
Hákarlarnir sagðir reiðubúnir að gefa sig fram Mennirnir sem nefndir hafa verið hákarlarnir í tengslum við umfjöllun um Samherjamálið eru reiðubúnir til þess að gefa sig fram við spillingarlögregluna í Namibíu. 26. nóvember 2019 10:09