Fótbolti

Hafa skorað 293 mörk og ekki fengið neitt á sig

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Benfica-stelpurnar eftir 32-0 sigurinn um síðustu helgi.
Benfica-stelpurnar eftir 32-0 sigurinn um síðustu helgi. mynd/benfica
Það er óhætt að segja að kvennalið Benfica sé óstöðvandi í heimalandinu.

Benfica er að tefla fram kvennaliði í fyrsta sinn og ákvað að bjóða upp á alvöru lið þó svo það þurfi að byrja í 2. deild. Fyrsti leikurinn gaf tóninn fyrir það sem koma skildi því Benfica-stelpurnar unnu fyrsta leikinn 28-0 gegn Ponte de Frielas.

Það var stærsti sigur í deildarkeppni í Portúgal. Gamla metið var 21-0. Það met var svo slegið fyrir þremur dögum síðan er liðið vann 32-0.

Stelpurnar hafa svo bara haldið áfram á sömu braut og eftir 16 leiki í öllum keppnum hefur liðið skorað 293 mörk og ekki fengið eitt einasta á sig. Það gera ekki nema rúm 18 mörk í leik. Bara í deildinni er liðið búið að skora 257 mörk í fjórtán leikjum.

Það má því fastlega búast við því að liðið sé á leið upp í úrvalsdeild.

Hér að neðan má sjá markasúpuna ótrúlegu úr síðasta leik liðsins.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×