Lífið samstarf

Samskipti snúast um völd

Sena kynnir
Allt leikur í lyndi til að byrja með.en brátt koma brestir í sambúð kvennanna. Elma Lísa, Raffaella Brizuela Sigurðardóttir og Enid Mbabazi í hlutverkkum sínum í kvikmyndinni Tryggð.
Allt leikur í lyndi til að byrja með.en brátt koma brestir í sambúð kvennanna. Elma Lísa, Raffaella Brizuela Sigurðardóttir og Enid Mbabazi í hlutverkkum sínum í kvikmyndinni Tryggð. Sena
„Við höldum gjarnan að við séum opnari en við erum, teljum okkur „líberal.“ Við kynnumst sjálfum okkur kannski aldrei betur en þegar við deilum húsnæði með öðrum, berskjölduð og getum ekki falið neitt,“ segir Elma Lísa Gunnarsdóttir, leikkona en hún fer með eitt aðalhlutverkanna í kvikmyndinni Tryggð sem frumsýnd verður 1. febrúar.

Sagan fjallar um menningarárekstra, valdaójafnvægi og mannlega bresti en Gísella, persónan sem Elma Lísa leikur, gerist leigusali tveggja innflytjenda.

Eftir að hafa kynnt sér aðbúnað innflytjenda ákveður Gísella að gerast leigusali.
Myndin er byggð á skáldsögu Auðar Jónsdóttur, Tryggðarpantur, sem kom út árið 2006. Þó þrettán ár séu liðin frá því bókin kom út á sagan erindi sem aldrei fyrr við samfélagið. Aðstæður innflytjenda og flóttafólks eru í brennidepli.

„Við“ og „þau“

„Það má segja að Auður hafi verið á undan sinni samtíð þegar hún skrifaði bókina. Sagan á akkúrat erindi við samfélagið í dag og er hárbeittur spegill: „þær“ og „hún“, „við“ og „þau“,“  segir Elma.

„Sambúð kvennanna í myndinni kemur til eftir að Gísella kynnist aðstæðum innflytjenda þegar hún fær vinnu við að fjalla um húsnæðismál útlendinga. Sjálf stendur hún á tímamótum, þarf í fyrsta skipti á ævinni að hafa áhyggjur af peningum og til að ná endum saman býður hún tveimur konum að flytja inn til sín. Sú ákvörðun dregur dilk á eftir sér. Bakgrunnur kvennanna og reynsluheimur er ólíkur,  menning þeirra og smekkur. Allt stangast á og árekstrar verða.

„Gísella gerir þetta af góðum hug, býr í risastóru húsi, er einmana og vinafá en hún er þröngsýn. Samskipti geta verið flókin og snúast að einhverju leiti um völd. Þegar konurnar fara ekki eftir öllum hennar reglum hriktir í sambandinu og valdabaráttan hefst. Gísella kynnist óvæntri hlið á sjálfri sér,“ segir Elma Lísa. Gísella hafi reynst snúinn karakter.

Gísella tengist dóttur annars leigjandans ákveðnum böndum. Claire Harpa Kristinsdóttir fer með hlutverk litlu stúlkunnar.
Líkaði ekki við þessa konu

„Þegar ég las bókina á sínum tíma fór Gísella í taugarnar á mér. Það var áskorun að finna mennskuna í henni. Mér tókst það samt á endanum. Öll erum við marglaga og Gísella er það auðvitað líka, mótuð af sínum reynsluheimi. Það er Gísella í okkur öllum.  

Ég er mjög hrifin af verkum Auðar Jónsdóttur og kom að uppsetningu verksins Fólkið í kjallaranum á sínum tíma í Borgarleikhúsinu, upp úr samnefndri bók Auðar. Það er gaman að gera bíó eða leikhús upp úr góðum bókum og vel skrifaða karaktera er gaman að gæða lífi. Gísella er mitt stærsta hlutverk í bíómynd og auðvitað var það áskorun í sjálfu sér að vera nánast í hverjum ramma,“ segir Elma Lísa.

Elma Lísa og Claire Harpa fá leiðsögn leikstjóra.
Önnur aðalhlutverk: Enid Mbabazi, Raffaella Brizuela Sigurðardóttir og Claire Harpa Kristinsdóttir.

Tryggð verður frumsýnd 1. febrúar.

Elma Lísa og leikstjórinn, Ásthildur Kjartansdóttir við tökur.
Þessi kynning er unnin í samstarfi við Senu.

Tryggð - Kynningarstikla from Askja Films on Vimeo.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.