BBC Wales birti í gærkvöldiviðtal við konurnar tvær þar sem þær segjast hafa verið orðið fyrir nauðgunum af hálfu mannanna sem og lögregluyfirvaldanna sem þeir störfuðu fyrir, þar sem þær hafi ekki vitað að lögreglumennirnir væru að villa á sér heimildir í samböndunum.
Kom til Íslands árið 2005
Mál Kennedy vakti töluverða athygli á Íslandi fyrir nokkrum árum. Hann gekk í hóp aðgerðasinna í Bretlandi í kringum árið 2000 en ferðaðist síðan með umhverfissinnum um heiminn til að mótmæla hverskyns stóriðju. Hann kom til Íslands og var meðal mótmælenda við Kárahnjúkavirkjun undir merkjum Saving Iceland.
Líður eins og sér hafi verið nauðgað
Í umfjöllun BBC Wales kemur konan sem var í sambandi við Kennedy aðeins fram undir fyrra nafni sínu, Lisa. Kennedy sagðist heita Mark Stone.Höfðu þau verið í sambandi í sex ár þegar hún uppgötvaði hans rétta nafn og starf. Voru þau í fríi á Ítalíu þegar hún opnaði hanskahólfið á bíl hans, þar fann hún vegabréf hans þar sem nafn hans var skráð Mark Kennedy, ekki Stone. Þar kom einnig fram að hann ætti börn.
Í ljós kom að Kennedy, sem starfaði sem flugumaður lögreglunnar í Bretlandi og hafði það verkefni að njósna um umhverfisverndarsinna, hafði nýlokið verkefni, og hafði því skilað inn öllum gervigögnum sem hann átti um persónuna sem hann þóttist vera.
Lisa segir að sér líði eins og henni hafi verið nauðgað.
„Það hefur verið erfitt fyrir að mig líta á þetta í tengslum við það orð en þegar öllu er á botninn hvolft þá er þetta ekkert annað en það,“ sagði hún.
Þá segir hún að það sem henni finnist verst er að þarna hafi ekki einn maður verið að verki, heldur heil lögregludeild.
Mál Lisu hratt rannsókn af stað
Lisa er harður umhverfisverndarsinni og hitti hún Kennedy á mótmælum árið 2004. Sagðist starfa sem fjallgöngumaður.Segist hún stundum hafa haft sínar grunsemdir um að ef til vill væri ekki allt með felldu varðandi Kennedy, hún hafi til að mynd aldrei hitt fjölskyldu hans. Hún hafi hins vegar trúað þeim skýringum sem Mark gaf.
Auk þess hafi hún einfaldlega verið ástfangin.
„Hann var ekki einhver sem ég hitti endrum og sinnum. Hann var sá einstaklingur sem ég gerði allt með. Ég hélt í alvörunni að við ættum framtíð saman,“ sagði Lisa.
Eftir að upp komst um hið raunverula nafn Kennedy og starf hans komust Lisa og vinkona hennar að því að hann væri giftur og ætti tvo börn. Lisa gekk á Kennedy vopnuð þessum upplýsingum og segir hún að hann hafi játað allt.
Mál Lisu varð til þess að upp komst um fjölda uppljóstrara innan lögreglunnar oghafin var opinber rannsókná því hvernig lögreglan hafi framkvæmt slík verkefni undanfarna áratugi. Árið 2015 greiddi lögreglan konum sem höfðu orðið fyrir barðinu á flugumönnum skaðabætur.
Enn að glíma við eftirköst sambandsins
Kennedy neitaði að ræða við BBC um málið en í viðtali við BBC árið 2012 sagði hann að samband hans og Lisu hafi verið raunverulegt og að hann hafi ekki verið að njósna um hana.Árið 2018 viðurkenndu yfirmenn Kennedy að hafa vitað að hann hafi átt í kynferðislegu sambandi við annan umhverfisverndarsinna. Að því er fram kemurí frétt BBC er talið að Kennedyhafi átt í sambandi við fjölda kvenna á meðan hann starfaði sem flugumaður.
Lisa segist enn þá vera að glíma við afleiðingarnar af því að hafa verið svikin af Kennedy.
„Þegar fólk missir ástvin er mikilvægt að komast að því hvað hafi komið fyrir hann svo að maður geti komist yfir missinn. Mér líður eins og að ég hafi komist að því að kærstinn minn hafi ekki bara dáið, heldur að hann hafi einnig aldrei verið til til þess að byrja með.