Þetta skrifaði hann á Instagram-síðu sína í dag þar sem hann segir að ekkert sé slitið. Einungis sé um tognun á ökkla að ræða sem mun halda honum frá boltanum í mesta lagi næstu sex vikurnar.
Hann var studdur af velli á sunnudagskvöldið í leiknum gegn Moldóvu en hann hefur verið þjakaður af meiðslum síðustu árin. Flestir óttuðust því það versta en fréttirnar eru góðar fyrir AIK, íslenska landsliðið og Kolbein sjálfan.
Í sömu færslu þakkar Kolbeinn AIK og íslenska landsliðinu fyrir að leyfa sér að spila fótbolta á nýjan leik eftir að hafa verið í tæplega þrjú ár á meiðslalistanum og úti í kuldanum.
Karlalandsliðið mætir Rúmeníu eða Ungverjalandi í mars í umspili um sæti á EM næsta sumar. Dregið verður á föstudag.
Thanks to @aik and @footballiceland for the trust and giving me the opportunity to get back on the pitch and enjoy playing football again after almost three years. It has been a huge learning process and way more than just a positive comeback for me. I will be recovering from damaged ankle ligaments for about 4-6 weeks after the last game. Really excited to get better and take another step towards successful coming yearView this post on Instagram
A post shared by Kolbeinn Sigthorsson (@kolbeinnsigthorsson) on Nov 19, 2019 at 11:51am PST