Innlent

Bændur ósáttir við ný lyfjalög

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Telja bændur að með þessari breytingu muni verð á dýralyfjum hækka.
Telja bændur að með þessari breytingu muni verð á dýralyfjum hækka. Vísir/vilhelm
Fjöldi bænda leggst gegn því að heimild dýralækna til reksturs lyfjasölu verði felld úr lögum. Frestur til að gera athugasemdir í samráðsgátt við fyrirhugaðar breytingar á lyfjalögum rann út í gær.

Meðal þess sem frumvarpsdrögin fela í sér er að verðlagning dýralyfja og lyfjasölurekstursheimild dýralækna verði felld brott.

Telja bændur að með þessari breytingu muni verð á dýralyfjum hækka og bændur hugsa sig tvisvar um hvaða dýralæknir verði fyrir valinu þegar meðhöndla þarf sjúkt dýr í skyndi.

Einnig muni breytingin fela í sér að lengri tíma tekur að fá nauðsynleg lyf þar sem apótek séu oft í talsverðri fjarlægð frá heimilum bænda. Biðlað er til stjórnvalda að endurskoða fyrirhugaða breytingu til að tryggja dýravelferð í landinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×