Indverji kominn upp fyrir Lionel Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2019 14:00 Lionel Messi og Sunil Chhetri. Vísir/Samsett/Getty Lionel Messi er ekki lengur næsti maður á eftir Cristiano Ronaldo á listanum yfir markahæstu landsliðsmenn heims sem eru enn að spila með landsliðum sínum. Cristiano Ronaldo er með örugga forystu á listanum enda hefur hann skorað tuttugu fleiri landsliðsmörk en Messi. Messi náði aðeins að skora eitt mark á Copa America og fór heim í reiðikasti út í dómara keppninnar eftir að argentínska landsliðið datt út í undanúrslitum á móti Brasilíu. Messi er nú kominn með 68 mörk fyrir argentínska landsliðið en Ronaldo er með 88 mörk. Indverjinn Sunil Chhetri nýtti tækifærið og tók annað sætið af Lionel Messi. Þeir voru jafnir í öðru sæti en Chhetri breytti því um helgina. Sunil Chhetri skoraði þá tvö mörk fyrir Indland á móti Tadsíkistan í opnunarleik Intercontinental Cup 2019. Fyrra markið skoraði Chhetri úr „Panenka“ vítspyrnu en hann bætti síðan öðrum marki við fyrir hálfleik. Indverska landsliðið komst í 2-0 en tapaði leiknum 4-2 eftir hrun í seinni hálfleik. Chhetri er 34 ára gamall og á einnig leikjametið hjá Indlandi. Leikurinn á móti Tadsíkistan var hans 109. landsleikur. Sunil Chhetri hefur spilað með Bengaluru í heimalandinu frá 2013 en var reyndar lánaður til Mumbai City árið 2015. Chhetri hefur reynt fyrir sér í Bandaríkjunum og Portúgal en með litlum árangri og hann var fljótur að koma sér aftur heim til Indlands. Sunil Chhetri hefur skorað landsliðsmark á hverju ári frá og með árinu 2007 en fyrsta landsliðsmark hans leit dagsins ljós árið 2005. Hann skoraði mest 13 mörk í 17 leikjum árið 2011. Sunil Chhetri er með 5 mörk í 5 landsleikjum á þessu ári og fær nú tækifæri til að bæta við fleiri mörkum á Intercontinental Cup. Næsti leikur liðsins er á móti Norður-Kóreu 13. júlí næstkomandi en síðasti leikurinn í riðlinum er síðan við Sýrland. Fótbolti Indland Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sjá meira
Lionel Messi er ekki lengur næsti maður á eftir Cristiano Ronaldo á listanum yfir markahæstu landsliðsmenn heims sem eru enn að spila með landsliðum sínum. Cristiano Ronaldo er með örugga forystu á listanum enda hefur hann skorað tuttugu fleiri landsliðsmörk en Messi. Messi náði aðeins að skora eitt mark á Copa America og fór heim í reiðikasti út í dómara keppninnar eftir að argentínska landsliðið datt út í undanúrslitum á móti Brasilíu. Messi er nú kominn með 68 mörk fyrir argentínska landsliðið en Ronaldo er með 88 mörk. Indverjinn Sunil Chhetri nýtti tækifærið og tók annað sætið af Lionel Messi. Þeir voru jafnir í öðru sæti en Chhetri breytti því um helgina. Sunil Chhetri skoraði þá tvö mörk fyrir Indland á móti Tadsíkistan í opnunarleik Intercontinental Cup 2019. Fyrra markið skoraði Chhetri úr „Panenka“ vítspyrnu en hann bætti síðan öðrum marki við fyrir hálfleik. Indverska landsliðið komst í 2-0 en tapaði leiknum 4-2 eftir hrun í seinni hálfleik. Chhetri er 34 ára gamall og á einnig leikjametið hjá Indlandi. Leikurinn á móti Tadsíkistan var hans 109. landsleikur. Sunil Chhetri hefur spilað með Bengaluru í heimalandinu frá 2013 en var reyndar lánaður til Mumbai City árið 2015. Chhetri hefur reynt fyrir sér í Bandaríkjunum og Portúgal en með litlum árangri og hann var fljótur að koma sér aftur heim til Indlands. Sunil Chhetri hefur skorað landsliðsmark á hverju ári frá og með árinu 2007 en fyrsta landsliðsmark hans leit dagsins ljós árið 2005. Hann skoraði mest 13 mörk í 17 leikjum árið 2011. Sunil Chhetri er með 5 mörk í 5 landsleikjum á þessu ári og fær nú tækifæri til að bæta við fleiri mörkum á Intercontinental Cup. Næsti leikur liðsins er á móti Norður-Kóreu 13. júlí næstkomandi en síðasti leikurinn í riðlinum er síðan við Sýrland.
Fótbolti Indland Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sjá meira