Segir viðurlög við framleigu íbúða mjög skýr Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. júlí 2019 20:00 Kona sem vistuð var í fangageymslu í nótt, vegna elds sem kom upp í stúdentaíbúð í gær, hefur verið látin laus. Aðstoðaryfirlögregluþjónn tjáir sig ekki um hvort grunur sé um íkveikju, en konan sem um ræðir er ekki leigutaki íbúðarinnar. Upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar stúdenta segir riftun á leigusamningi koma til greina hafi leigutaki íbúðarinnar framleigt hana andstætt reglum stofnunarinnar. Íbúðin sem eldur kviknaði í að Eggertgötu um kvöldmatarleytiðí gær er gjörónýt. Vel gekk að slökkva eldinn og breiddi hann ekki úr sér í aðrar íbúðir. Í íbúðinni var kona í annarlegu ástandi þegar eldur kom þar upp. Var hún vistuð í fangageymslu í nótt og yfirheyrð um hádegisbil í dag. Að sögn Jóhanns Karls Þórissonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns, var konan látin laus í dag. Hann vill ekki tjá sig um eldsupptök né hvort grunur sé um íkveikju. Hann býst þó við að rannsókn verði lokiðá föstudag. Íbúðin sem um ræðir er stúdentaíbúð í eigu Félagsstofnunar stúdenta en þar búa einungis nemendur Háskóla Íslands. Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi stofnunarinnar staðfestir að konan sem gisti fangageymslu sé ekki leigutaki íbúðarinnar. „Við höfum að sjálfsögðu verið í sambandi við leigutakann í dag. Það náttúrulega var þarna stór bruni og allt innbú og íbúðin sjálf er stórskemmd,“ sagði Rebekka Sigurðardóttir Hún segir að dæmi séu um að leigutakar framleigi íbúðir sem er andstætt reglum Félagsstofnunar stúdenta. Óljóst sé hvort staðan sé sú í þessu tilviki. „Viðurlögin við framleigu eru mjög skýr og það er hart á því tekið, það skiptir ekki máli hvort að fólk framleigi gegn eða án greiðslu til lengri eða skemmri tíma, brot varða tafarlausri riftun á leigusamningi,“ sagði Rebekka. Hún segir leigutaka meðvitaða um banni við framlegu enda séu þeir duglegir að láta stofnunina vita verði þeir varir við framleigu. Leigan á Stúdentaörðum er lág, stúdentum í hag og því að sögn Rebekku ekki boðlegt að leigutakar framleigi íbúð og græði á því peninga. „Og svo eins og ég segi er líka mjög mikilvægt að standa vörð um það að íbúar séu öruggir á sínu heimili og eigi ekki von á því að einhverjir óviðkomandi séu þar á ferð,“ sagði Rebekka.Slökkvistarfi lauk klukkan hálf átta í gærkvöld. fréttablaðið/Sigtryggur Ari Húsnæðismál Lögreglumál Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Konan sem vistuð var í fangageymslu í nótt vegna brunans er ekki leigutaki íbúðarinnar Leigutökum stúdentaíbúða FS er óheimilt að framleigja íbúðirnar 10. júlí 2019 12:15 Konan laus úr haldi lögreglu Kona sem vistuð var í fangageymslu lögreglu eftir að eldur kom upp í stúdentaíbúð við Eggertsgötu hefur verið látin laus. 10. júlí 2019 16:06 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira
Kona sem vistuð var í fangageymslu í nótt, vegna elds sem kom upp í stúdentaíbúð í gær, hefur verið látin laus. Aðstoðaryfirlögregluþjónn tjáir sig ekki um hvort grunur sé um íkveikju, en konan sem um ræðir er ekki leigutaki íbúðarinnar. Upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar stúdenta segir riftun á leigusamningi koma til greina hafi leigutaki íbúðarinnar framleigt hana andstætt reglum stofnunarinnar. Íbúðin sem eldur kviknaði í að Eggertgötu um kvöldmatarleytiðí gær er gjörónýt. Vel gekk að slökkva eldinn og breiddi hann ekki úr sér í aðrar íbúðir. Í íbúðinni var kona í annarlegu ástandi þegar eldur kom þar upp. Var hún vistuð í fangageymslu í nótt og yfirheyrð um hádegisbil í dag. Að sögn Jóhanns Karls Þórissonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns, var konan látin laus í dag. Hann vill ekki tjá sig um eldsupptök né hvort grunur sé um íkveikju. Hann býst þó við að rannsókn verði lokiðá föstudag. Íbúðin sem um ræðir er stúdentaíbúð í eigu Félagsstofnunar stúdenta en þar búa einungis nemendur Háskóla Íslands. Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi stofnunarinnar staðfestir að konan sem gisti fangageymslu sé ekki leigutaki íbúðarinnar. „Við höfum að sjálfsögðu verið í sambandi við leigutakann í dag. Það náttúrulega var þarna stór bruni og allt innbú og íbúðin sjálf er stórskemmd,“ sagði Rebekka Sigurðardóttir Hún segir að dæmi séu um að leigutakar framleigi íbúðir sem er andstætt reglum Félagsstofnunar stúdenta. Óljóst sé hvort staðan sé sú í þessu tilviki. „Viðurlögin við framleigu eru mjög skýr og það er hart á því tekið, það skiptir ekki máli hvort að fólk framleigi gegn eða án greiðslu til lengri eða skemmri tíma, brot varða tafarlausri riftun á leigusamningi,“ sagði Rebekka. Hún segir leigutaka meðvitaða um banni við framlegu enda séu þeir duglegir að láta stofnunina vita verði þeir varir við framleigu. Leigan á Stúdentaörðum er lág, stúdentum í hag og því að sögn Rebekku ekki boðlegt að leigutakar framleigi íbúð og græði á því peninga. „Og svo eins og ég segi er líka mjög mikilvægt að standa vörð um það að íbúar séu öruggir á sínu heimili og eigi ekki von á því að einhverjir óviðkomandi séu þar á ferð,“ sagði Rebekka.Slökkvistarfi lauk klukkan hálf átta í gærkvöld. fréttablaðið/Sigtryggur Ari
Húsnæðismál Lögreglumál Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Konan sem vistuð var í fangageymslu í nótt vegna brunans er ekki leigutaki íbúðarinnar Leigutökum stúdentaíbúða FS er óheimilt að framleigja íbúðirnar 10. júlí 2019 12:15 Konan laus úr haldi lögreglu Kona sem vistuð var í fangageymslu lögreglu eftir að eldur kom upp í stúdentaíbúð við Eggertsgötu hefur verið látin laus. 10. júlí 2019 16:06 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira
Konan sem vistuð var í fangageymslu í nótt vegna brunans er ekki leigutaki íbúðarinnar Leigutökum stúdentaíbúða FS er óheimilt að framleigja íbúðirnar 10. júlí 2019 12:15
Konan laus úr haldi lögreglu Kona sem vistuð var í fangageymslu lögreglu eftir að eldur kom upp í stúdentaíbúð við Eggertsgötu hefur verið látin laus. 10. júlí 2019 16:06