Svenni í Plúsfilm segir Ólaf bónda hafa hlunnfarið sig um tugi milljóna Jakob Bjarnar skrifar 10. júlí 2019 13:45 Þegar Sveinn vildi athuga hvernig haga ætti hagnaði af sýningum myndar sinnar komst hann að því sér til hrellingar að budda Ólafs bónda var lokuð og læst. Sveinn M. Sveinsson kvikmyndagerðarmaður er afar ósáttur við það hvernig Ólafur Eggertsson bóndi á Þorvaldseyri hefur haldið á málum er varðar Eyjafjallajökull Erupts, heimildamynd sem hann gerði og sýnd hefur verið í sérstökum sýningarsal á bænum. Líklega er um að ræða aðsóknarmestu heimildarmynd Íslandssögunnar en alls hafa um 500 þúsund manns séð hana. Í greinargerð sem Sveinn hefur unnið segir meðal annars að áætlaðar brúttótekjur stofunnar séu um 500 miljónir króna á því tímabili sem myndin var til sýninga og stofan sem um hana var gerð var opin. Meinið er að Sveinn hefur ekki séð svo mikið sem eina krónu af hagnaði af aðgangseyri. Þó hann sé rétthafi myndarinnar og gerði hana frá a til ö. Ólafur er skráður sem meðframleiðandi. Deilurnar eru orðnar langar, ekkert miðar í samkomulagsátt en báðir aðilar eru með lögmannsstofur í málinu, Lex og Logos. Vísir hafði samband við Ólaf og vildi kalla fram hans hlið en Ólafur sagðist ekki vilja tjá sig neitt um málið að svo stöddu. Taldi reyndar að þar með væri ekki hægt að fjalla um það. „Ekki er nóg að einn segi frá. Ég ætla ekkert að ræða þetta í fjölmiðlum strax,“ sagði Ólafur og að hann vissi ekkert hvenær það yrði í boði.Ágæt búbót fyrir Ólaf bónda Á Vísi má finna frétt frá árinu 2011 þar sem rætt er við Ólaf um gestastofuna sem sett var upp við bæinn Þorvaldseyri það ár, 11. apríl þegar gosið í Eyjafjallajökli var eins árs. Þar segir af miklum áhuga á gosstofunni sem svo var kölluð en þar er mynd Sveins sýnd í sérstökum bíósal:Myndin sem Ólafur og Sveinn deila um er líklega mest sýnda heimildarmynd Íslandssögunnar.visir/jakob„Myndin er mjög vinsæl, margir kaupa hana og taka með sér heim,“ segir Ólafur þar. „Við skynjum það oft að fólk verður fyrir miklum áhrifum við að sjá hana, sumir taka þetta mjög inn á sig og skilja ekki hvernig við komumst í gegnum þetta,“ sagði Ólafur en honum kom áhuginn ekki á óvart. „Gosstofan er ágæt aukabúgrein. Þetta er töluverð búbót, en við leggjum líka mikið á okkur til að halda þessu gangandi. En þetta var augljóslega gott tækifæri og engin ástæða til að láta það fram hjá sér fara.Auðvitað kostaði talsvert mikið að koma þessu í gang, en það hefur verið þess virði.“ Gosstofunni hefur nú verið lokað, henni var lokað fyrir tveimur árum fljótlega eftir að deilur um hagnaðinn risu. Ólafur vill ekkert um þær deilur segja en Sveinn telur hins vegar ástæðulaust að láta þetta mál liggja í þagnargildi. Sagan sem hér verður tæpt á er löng. Sveinn fékk hluta af hagnaði DVD-diskasölu Sveinn segir að fyrir hafi legið að til að ná endum saman í því sem snýr að kostnaði hafi þurft 20 þúsund gesti. Ljóst sé að það markmið hafi náðst fljótlega eftir að stofan opnaði eða á tveimur mánuðum. „Ég kannaðist við gaurinn og hafði gert þátt um hann þegar hann var að koma sér fyrir sem kornbóndi, en Ólafur hefur komið ár sinni vel fyrir borð á styrkjum með tilraunaræktun og repjuframleiðslu,“ segir Sveinn.Sveinn, sem kunnur er í kvikmyndageiranum sem Svenni í Plúsfilm, telur furðu sæta að Ólafur bóndi telji sig nánast hafa gert myndina sjálfur.visir/jakobSveinn var þá að mynda á vegum fyrirtækis síns Plús film eitt og annað sem sneri að gosinu, og hafði ætlað sér að gera heimildamynd í fullri lengd. Hann hitti Ólaf, en átroðningur ferðamanna við bæ hans var orðinn verulegur. Þá kom upp sú hugmynd að Sveinn félli frá fyrirætlunum sínum um gerð heimildarmyndar um gosið en gerði þess í stað mynd þar sem Ólafur og fjölskylda væru til umfjöllunar og svo gosið. Og að myndin yrði sýnd á staðnum. Ólafur greiddi tilfallandi framleiðslukostnað að hluta og Sveinn segir að þeir hafi orðið ásáttir um að Sveinn myndi ekki senda reikninga vegna sýninga myndarinnar fyrr en kæmi í ljós hvernig gengi. Myndin var svo gefin út á DVD-diski sem seldur var á staðnum, þar og aðeins þar. Sveinn fékk fimmtíu prósent af söluhagnaði.„Velta gestastofunnar var samkvæmt ársreikningi á einu og hálfu ári orðin svipuð og velta búsins alls, sem er eitt stærsta bú landsins. En, ég var ekkert að rugga neinum bátum og fann fljótlega að hann var ekki viljugur að borga einum né neinum neitt. Ég var að fá eitthvað fyrir diskasölu,“ segir Sveinn sem veit ekki hvort hann á heldur að hlæja eða gráta. Budda bónda lokuð og læst En, svo líður og bíður og ekkert bólar á því að Ólafur vilji semja við Svein um hluta af aðgangseyri á þessa mest sóttu heimildarmynd Íslandssögunnar. „Hún var sýnd á sjö tungumálum, ég lét þýða þetta, ég las sjálfur ensku, spænsku og íslensku. Þetta gengur svona glimrandi vel,“ segir Sveinn en þá hafi komið á daginn að budda bónda var kyrfilega lokuð og læst.Gosið í Eyjafjallajökli fór sannarlega ekki fram hjá heimsbyggðinni og hingað flykktust ferðamenn í kjölfarið, til að skoða vegsummerki. Og þá var mynd Sveins kjörin.fbl/PJETUR„Ég legg þá til að hagnaðurinn af diskasölunni gangi nú allur til mín. Hvort það væri þá ekki sanngjarnt þar sem hlutur hans af diskasölunni var komin í sömu upphæð og kostnaðarhlutdeild hans við gerð myndarinnar. Þá bregst hann ókvæða við og hættir að selja diskinn í gosstofu sinni. Þá ákvað ég að fara og leita réttar míns. Hann skrúfaði fyrir þetta litla sem ég var að fá en hélt áfram að sýna myndina. Svo lokaði hann um áramót 2017 og 2018. Og bar við að þetta væri búið að taka svo mikinn toll af fjölskyldunni, að halda þessu opnu. Þá við að rúlla inn öllum þessum milljónum á ári eða hvað? En, þá var ég kominn af stað með málið.“Veltan 500 milljónir á tímabilinu Sveinn segir að um 500 þúsund manns hafi séð myndina áður en bóndinn lokaði sýningarsal sínum, en Sveinn hafði verið bónda innan handar við að koma honum upp þá varðandi hljóðkerfi og annað sem þarf til sýninga af þessu tagi.Sveinn við tökur á myndinni Eyjafjallajökull Erupts.Sveinn segist hafa skoðað ársreikninga Ólafs og veltan á gosstofunni, sem byggðist að stórum hluta á sýningu myndarinnar, hafi verið um 500 milljónir á þessu tímabili. Sveinn furðar sig á þeim þankagangi Ólafs, að láta sér til hugar koma að höfundur og framleiðandi myndarinnar fái ekkert í sinn hlut.„Þetta er eiginlega meira prinsippmál en nokkuð annað. Sem varðar þá höfundarrétt.“ Sveinn segir jafnframt að Ólafur hafi ætíð látið sem hann hafi átt myndina og sem minnst viljað um það tala hver gerði hana, en það lýsi töluverðri fákunnáttu um þá vinnu sem býr að baki. Málið er í hnút og er staðan nú sú að sérstakur matsmaður hefur verið kallaður til af hálfu Sveins, sem nú vinnur í að gera úttekt á málinu öllu. Bíó og sjónvarp Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Repjuolía á íslenska skipaflotann Fyrsta tilraunaræktun á repju til olíuframleiðslu á Íslandi hófst 2009 á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum og hefur sú tilraun gefist vel. 19. maí 2019 19:15 Landgræðslustjóri fer fram á hamfarastyrki Formaður kornbænda stappar stálið í sína menn og hvetur bændur til að efla kornrækt í landinu. 3. desember 2017 22:40 Bóndi verður bíóstjarna Rúmlega hundrað þúsund manns hafa heimsótt á gestastofu fjölskyldunnar á Þorvaldseyri undir Eyjafjallajökli. Þar er sýnd heimildarmynd um fjölskylduna. Gestir segja bóndann kvikmyndastjörnu og biðja um eiginhandaráritun hans. 23. júlí 2013 22:00 Mikill áhugi á að fræðast um eldgosið Meira en sextán þúsund ferðamenn hafa skoðað gestastofu með minjum og myndum frá eldgosinu í Eyjafjallajökli sem starfrækt hefur verið við bæinn Þorvaldseyri í sumar. Stofan var opnuð 14. apríl, ári eftir að gosið hófst. 31. ágúst 2011 03:15 Sjáið hvað það er dásamlegt að askan gerði jörðina frjósamari Sumarið er alger toppur, segir bóndinn á Þorvaldseyri, sem þakkar bæði góðri tíð og öskunni úr Eyjafjallajökli það að kornskurður hófst í ár allt að þremur vikum fyrr en venjulega. 24. ágúst 2016 19:45 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Sveinn M. Sveinsson kvikmyndagerðarmaður er afar ósáttur við það hvernig Ólafur Eggertsson bóndi á Þorvaldseyri hefur haldið á málum er varðar Eyjafjallajökull Erupts, heimildamynd sem hann gerði og sýnd hefur verið í sérstökum sýningarsal á bænum. Líklega er um að ræða aðsóknarmestu heimildarmynd Íslandssögunnar en alls hafa um 500 þúsund manns séð hana. Í greinargerð sem Sveinn hefur unnið segir meðal annars að áætlaðar brúttótekjur stofunnar séu um 500 miljónir króna á því tímabili sem myndin var til sýninga og stofan sem um hana var gerð var opin. Meinið er að Sveinn hefur ekki séð svo mikið sem eina krónu af hagnaði af aðgangseyri. Þó hann sé rétthafi myndarinnar og gerði hana frá a til ö. Ólafur er skráður sem meðframleiðandi. Deilurnar eru orðnar langar, ekkert miðar í samkomulagsátt en báðir aðilar eru með lögmannsstofur í málinu, Lex og Logos. Vísir hafði samband við Ólaf og vildi kalla fram hans hlið en Ólafur sagðist ekki vilja tjá sig neitt um málið að svo stöddu. Taldi reyndar að þar með væri ekki hægt að fjalla um það. „Ekki er nóg að einn segi frá. Ég ætla ekkert að ræða þetta í fjölmiðlum strax,“ sagði Ólafur og að hann vissi ekkert hvenær það yrði í boði.Ágæt búbót fyrir Ólaf bónda Á Vísi má finna frétt frá árinu 2011 þar sem rætt er við Ólaf um gestastofuna sem sett var upp við bæinn Þorvaldseyri það ár, 11. apríl þegar gosið í Eyjafjallajökli var eins árs. Þar segir af miklum áhuga á gosstofunni sem svo var kölluð en þar er mynd Sveins sýnd í sérstökum bíósal:Myndin sem Ólafur og Sveinn deila um er líklega mest sýnda heimildarmynd Íslandssögunnar.visir/jakob„Myndin er mjög vinsæl, margir kaupa hana og taka með sér heim,“ segir Ólafur þar. „Við skynjum það oft að fólk verður fyrir miklum áhrifum við að sjá hana, sumir taka þetta mjög inn á sig og skilja ekki hvernig við komumst í gegnum þetta,“ sagði Ólafur en honum kom áhuginn ekki á óvart. „Gosstofan er ágæt aukabúgrein. Þetta er töluverð búbót, en við leggjum líka mikið á okkur til að halda þessu gangandi. En þetta var augljóslega gott tækifæri og engin ástæða til að láta það fram hjá sér fara.Auðvitað kostaði talsvert mikið að koma þessu í gang, en það hefur verið þess virði.“ Gosstofunni hefur nú verið lokað, henni var lokað fyrir tveimur árum fljótlega eftir að deilur um hagnaðinn risu. Ólafur vill ekkert um þær deilur segja en Sveinn telur hins vegar ástæðulaust að láta þetta mál liggja í þagnargildi. Sagan sem hér verður tæpt á er löng. Sveinn fékk hluta af hagnaði DVD-diskasölu Sveinn segir að fyrir hafi legið að til að ná endum saman í því sem snýr að kostnaði hafi þurft 20 þúsund gesti. Ljóst sé að það markmið hafi náðst fljótlega eftir að stofan opnaði eða á tveimur mánuðum. „Ég kannaðist við gaurinn og hafði gert þátt um hann þegar hann var að koma sér fyrir sem kornbóndi, en Ólafur hefur komið ár sinni vel fyrir borð á styrkjum með tilraunaræktun og repjuframleiðslu,“ segir Sveinn.Sveinn, sem kunnur er í kvikmyndageiranum sem Svenni í Plúsfilm, telur furðu sæta að Ólafur bóndi telji sig nánast hafa gert myndina sjálfur.visir/jakobSveinn var þá að mynda á vegum fyrirtækis síns Plús film eitt og annað sem sneri að gosinu, og hafði ætlað sér að gera heimildamynd í fullri lengd. Hann hitti Ólaf, en átroðningur ferðamanna við bæ hans var orðinn verulegur. Þá kom upp sú hugmynd að Sveinn félli frá fyrirætlunum sínum um gerð heimildarmyndar um gosið en gerði þess í stað mynd þar sem Ólafur og fjölskylda væru til umfjöllunar og svo gosið. Og að myndin yrði sýnd á staðnum. Ólafur greiddi tilfallandi framleiðslukostnað að hluta og Sveinn segir að þeir hafi orðið ásáttir um að Sveinn myndi ekki senda reikninga vegna sýninga myndarinnar fyrr en kæmi í ljós hvernig gengi. Myndin var svo gefin út á DVD-diski sem seldur var á staðnum, þar og aðeins þar. Sveinn fékk fimmtíu prósent af söluhagnaði.„Velta gestastofunnar var samkvæmt ársreikningi á einu og hálfu ári orðin svipuð og velta búsins alls, sem er eitt stærsta bú landsins. En, ég var ekkert að rugga neinum bátum og fann fljótlega að hann var ekki viljugur að borga einum né neinum neitt. Ég var að fá eitthvað fyrir diskasölu,“ segir Sveinn sem veit ekki hvort hann á heldur að hlæja eða gráta. Budda bónda lokuð og læst En, svo líður og bíður og ekkert bólar á því að Ólafur vilji semja við Svein um hluta af aðgangseyri á þessa mest sóttu heimildarmynd Íslandssögunnar. „Hún var sýnd á sjö tungumálum, ég lét þýða þetta, ég las sjálfur ensku, spænsku og íslensku. Þetta gengur svona glimrandi vel,“ segir Sveinn en þá hafi komið á daginn að budda bónda var kyrfilega lokuð og læst.Gosið í Eyjafjallajökli fór sannarlega ekki fram hjá heimsbyggðinni og hingað flykktust ferðamenn í kjölfarið, til að skoða vegsummerki. Og þá var mynd Sveins kjörin.fbl/PJETUR„Ég legg þá til að hagnaðurinn af diskasölunni gangi nú allur til mín. Hvort það væri þá ekki sanngjarnt þar sem hlutur hans af diskasölunni var komin í sömu upphæð og kostnaðarhlutdeild hans við gerð myndarinnar. Þá bregst hann ókvæða við og hættir að selja diskinn í gosstofu sinni. Þá ákvað ég að fara og leita réttar míns. Hann skrúfaði fyrir þetta litla sem ég var að fá en hélt áfram að sýna myndina. Svo lokaði hann um áramót 2017 og 2018. Og bar við að þetta væri búið að taka svo mikinn toll af fjölskyldunni, að halda þessu opnu. Þá við að rúlla inn öllum þessum milljónum á ári eða hvað? En, þá var ég kominn af stað með málið.“Veltan 500 milljónir á tímabilinu Sveinn segir að um 500 þúsund manns hafi séð myndina áður en bóndinn lokaði sýningarsal sínum, en Sveinn hafði verið bónda innan handar við að koma honum upp þá varðandi hljóðkerfi og annað sem þarf til sýninga af þessu tagi.Sveinn við tökur á myndinni Eyjafjallajökull Erupts.Sveinn segist hafa skoðað ársreikninga Ólafs og veltan á gosstofunni, sem byggðist að stórum hluta á sýningu myndarinnar, hafi verið um 500 milljónir á þessu tímabili. Sveinn furðar sig á þeim þankagangi Ólafs, að láta sér til hugar koma að höfundur og framleiðandi myndarinnar fái ekkert í sinn hlut.„Þetta er eiginlega meira prinsippmál en nokkuð annað. Sem varðar þá höfundarrétt.“ Sveinn segir jafnframt að Ólafur hafi ætíð látið sem hann hafi átt myndina og sem minnst viljað um það tala hver gerði hana, en það lýsi töluverðri fákunnáttu um þá vinnu sem býr að baki. Málið er í hnút og er staðan nú sú að sérstakur matsmaður hefur verið kallaður til af hálfu Sveins, sem nú vinnur í að gera úttekt á málinu öllu.
Bíó og sjónvarp Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Repjuolía á íslenska skipaflotann Fyrsta tilraunaræktun á repju til olíuframleiðslu á Íslandi hófst 2009 á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum og hefur sú tilraun gefist vel. 19. maí 2019 19:15 Landgræðslustjóri fer fram á hamfarastyrki Formaður kornbænda stappar stálið í sína menn og hvetur bændur til að efla kornrækt í landinu. 3. desember 2017 22:40 Bóndi verður bíóstjarna Rúmlega hundrað þúsund manns hafa heimsótt á gestastofu fjölskyldunnar á Þorvaldseyri undir Eyjafjallajökli. Þar er sýnd heimildarmynd um fjölskylduna. Gestir segja bóndann kvikmyndastjörnu og biðja um eiginhandaráritun hans. 23. júlí 2013 22:00 Mikill áhugi á að fræðast um eldgosið Meira en sextán þúsund ferðamenn hafa skoðað gestastofu með minjum og myndum frá eldgosinu í Eyjafjallajökli sem starfrækt hefur verið við bæinn Þorvaldseyri í sumar. Stofan var opnuð 14. apríl, ári eftir að gosið hófst. 31. ágúst 2011 03:15 Sjáið hvað það er dásamlegt að askan gerði jörðina frjósamari Sumarið er alger toppur, segir bóndinn á Þorvaldseyri, sem þakkar bæði góðri tíð og öskunni úr Eyjafjallajökli það að kornskurður hófst í ár allt að þremur vikum fyrr en venjulega. 24. ágúst 2016 19:45 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Repjuolía á íslenska skipaflotann Fyrsta tilraunaræktun á repju til olíuframleiðslu á Íslandi hófst 2009 á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum og hefur sú tilraun gefist vel. 19. maí 2019 19:15
Landgræðslustjóri fer fram á hamfarastyrki Formaður kornbænda stappar stálið í sína menn og hvetur bændur til að efla kornrækt í landinu. 3. desember 2017 22:40
Bóndi verður bíóstjarna Rúmlega hundrað þúsund manns hafa heimsótt á gestastofu fjölskyldunnar á Þorvaldseyri undir Eyjafjallajökli. Þar er sýnd heimildarmynd um fjölskylduna. Gestir segja bóndann kvikmyndastjörnu og biðja um eiginhandaráritun hans. 23. júlí 2013 22:00
Mikill áhugi á að fræðast um eldgosið Meira en sextán þúsund ferðamenn hafa skoðað gestastofu með minjum og myndum frá eldgosinu í Eyjafjallajökli sem starfrækt hefur verið við bæinn Þorvaldseyri í sumar. Stofan var opnuð 14. apríl, ári eftir að gosið hófst. 31. ágúst 2011 03:15
Sjáið hvað það er dásamlegt að askan gerði jörðina frjósamari Sumarið er alger toppur, segir bóndinn á Þorvaldseyri, sem þakkar bæði góðri tíð og öskunni úr Eyjafjallajökli það að kornskurður hófst í ár allt að þremur vikum fyrr en venjulega. 24. ágúst 2016 19:45
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent