Körfubolti

Fyrrum leikmaður kvennaliðs Keflavíkur skrifaði NBA söguna í nótt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jenny Boucek á bekknum hjá Dallas Mavericks.
Jenny Boucek á bekknum hjá Dallas Mavericks. Getty/Tom Pennington

Rick Carlisle, þjálfari Dallas Mavericks í NBA deildinni í körfubolta, gaf miklum Íslandsvini tímabundna stöðuhækkun í leik liðsins í nótt.

Stephen Silas, aðstoðarþjálfari Dallas, var veikur og gat ekki tekið þátt í í leiknum.

Rick Carlisle ákvað því að kalla á aðstoðarþjálfarann Jenny Boucek sem sat við hlið hans í leiknum í nótt.



Eftir leikinn sendi Rick Carlisle síðan nokkrum fjölmiðlamönnum skilaboð til að vekja athygli á því að þær Jenny Boucek og Becky Hammon hafi skrifað NBA-söguna í þessum leik.

Becky Hammon er aðstoðarþjálfari San Antonio Spurs. Jenny Boucek hefur verið með Dallas liðinu í nokkurn tíma en þetta var í fyrsta sinn sem hún situr við hlið aðalþjálfarans á bekknum.

Samkvæmt skilboðum frá Rick Carlisle þá er þetta í fyrsta sinn sem konur sitja við hlið aðalþjálfara hjá báðum liðum í NBA-deildinni.





Jenny Boucek hefur haldið tengslum sínum við Ísland síðan að hún spilaði eitt tímabil með kvennaliði Keflavíkur veturinn 1997 til 1998.

Jenny Boucek hjálpaði þá Keflavíkurliðinu að vinna bæði Íslandsmótið og bikarkeppnina. Í úrslitakeppninni var Boucek með 18,2 stig og 3,2 stoðsendingar að meðaltali en hún var einnig frábær varnarmaður og mikill leiðtogi. Boucek stal meðal annars 30 boltum í þessum sex leikjum sínum í úrslitakeppninni vorið 1998.

Hún varð seinna þjálfari í WNBA-deildinni en hefur undanfarin ár unnið fyrir NBA-lið.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×