Þeir heimsækja Athletic Bilbao í fyrstu umferðinni en leikurinn fer fram klukkan 19.00 í kvöld. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Umferðin klárast svo á sunnudaginn.
Lionel Messi verður ekki með Börsungum í kvöld en hann er að berjast við meiðsli. Skarð fyrir skildi en Antoine Griezmann getur leikið sinn fyrsta opinbera leik fyrir félagið eftir komuna frá Atletico Madrid.
Next stop Bilbao
@LaLigaEN#AthleticBarçapic.twitter.com/LyL01ErMBs
— FC Barcelona (@FCBarcelona) August 16, 2019
Ýmislegt hefur gengið á hjá Real Madrid en þeir spila gegn Celta Vigo á útivelli á morgun. Zinedine Zidane, stjóri Real, hefur verið í vandræðum á undirbúningstímabilinu með leikmenn sína og einnig úrslitin.
Spænski boltinn verður í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2 í vetur en fyrsti leikurinn verður eins og áður segir leikur Barcelona og Athletic Blibao.
Leikur Real verður einni í beinni útsendingu á morgun sem og leikur Villareal og Osasuna annað kvöld. Á sunnudaginn eru svo tveir leikir í beinni; Real Betis gegn Valladolid og Atletico Madrid gegn Getafe.
Umferðin í heild sinni:
Föstudagur:
19.00 Athletic Bilbao - Barcelona (Í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport)
Laugardagur:
15.00 Celta Vigo - Real Madrid (Í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport)
17.00 Valencia - Real Sociedad
18.00 Mallorca - Eibar
19.00 Leganes - Osasuna
19.00 Villareal - Granada (Í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport)
Sunnudagur:
15.00 Deportivo Alaves - Levante
17.00 Espanyol - Sevilla
19.00 Real Betis - Valladolid (Í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport)
20.00 Atletico Madrid - Getafe (Í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport)