Dale Earnhardt Jr. er hættur að keppa en auk þess að vera öflugur sjálfur fyrir aftan stýrið þá var faðir hans einn af bestu ökumönnunum í sögu Nascar.
Slysið gerðist klukkan 15.40 að staðartíma. Flugvélin var að lenda á þessum flugvelli í Tennessee fylki en fór útaf flugbrautinni og yfir akbraut. Þar kviknaði svo í henni.
BREAKING: Dale Earnhardt Jr. is hospitalized after a plane crash. https://t.co/7VERKKOZbV
— USA TODAY Sports (@usatodaysports) August 15, 2019
Allir sem voru í flugvélinni voru fluttir á sjúkrahús til öryggis. Kelley Earnhardt Miller, systir Dale Earnhardt Jr., staðfesti síðan á Twitter að Dale, Amy og dóttirin Isla höfðu sloppið heil og höldnu úr slysinu.
Dale Earnhardt Jr. var sá eini sem slasaðist eitthvað en hann fékk nokkra skurði og skrámur.
Dale Earnhardt Jr. is "safe" after his plane crashed in Tennessee, Kelley Earnhardt Miller, the NASCAR television analyst and former driver's sister, said https://t.co/5k8O7TJKO1pic.twitter.com/ORoNnOZM7W
— Newsday Sports (@NewsdaySports) August 15, 2019
Dale Earnhardt Jr. vann Daytona 500 kappaksturinn tvisvar sinnum á sínum ferli en hætti formlega að keppa árið 2017. Hann hefur síðan unnið við útsendingar frá Nascar kappakstrinum í sjónvarpi.
Flugvöllurinn, þar sem slysið varð, er 24 kílómetrum suður af Bristol kappakstursbrautinni þar sem NASCAR kappakstur fer fram um helgina. Earnhardt var því mættur þarna til að lýsa honum fyrir NBC Sports.