Tvíburafolöldin Jóna og Edda dafna vel á Fossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. ágúst 2019 19:15 Tvíburasysturnar Jóna og Edda eru fallegar og dafna vel. Þær eru duglegir að drekka enda mjólkar mamma þeirra vel. Hér eru við að tala um tvíburafolöld sem komu nýlega í heiminn en þetta er annað skipti í sumar, sem vitað er um að tvíburafolöld koma í heiminn.Folöldin og Tinna mamma þeirra eru við bústað þeirra Ragnars Hinriksson og Helgu Claessen en í þau eru með töluvert af hrossum á bænum Fossi í Grímsnes og Grafningshreppi. Fyrr í sumar sögðum við frá tvíburafolöldum, sem komu í heiminn á bænum Búðarhóli í Austur -Landeyjum en það er mjög sjaldgæft að hryssur kasti tveimur folöldum. Það átti allavega engin von á tvíburafolöldum á Fossi.„Þetta kom bara á óvænt, foreldrar mínir héldu undir hann Safír frá Mosfellsbæ í fyrra sumar og við Siggi, maðurinn minn lögðum til hryssu. Hún ákvað bara að gefa þeim tvö stykki, það eru bæði merfolöld, báðar brúnar og mjög fallegar og dafna vel. Þær hafa fengið þessi skemmtilegu nöfn í höfuðið á okkur systrum, Edda og Jóna, þannig að framtíðin er bara spennandi“, segir Edda Rún Ragnarsdóttir, hestakona. Edda Rún er að springa úr stolti yfir tvíburasystrunum og nöfnunum á þeim, Edda og Jóna í höfuðið á dætrum Ragnars Hinrikssonar og Helgu Claessen á Fossi.Magnús HlynurJóna og Edda eru mjög vel ættaðar og eiga líklega eftir að verða afbragðs keppnis hross þegar fram líða stundir. Ragnar Hinriksson er montinn af Tinnu, sem er 19 vetra og af tvíburafolöldunum hennar og stóðhestsins Safírs frá Mosfellsbæ. Pabbi systranna er stóðhesturinn Safír frá Mosfellsbæ, sex vetra. Hann hefur fengið frábæra dóma á kynbótasýningum, m.a. 9 fyrir tölt, stökk, vilja og geðslag og hægt stökk, 9,5 fyrir fet og fegurð í reið og 10 fyrir brokk. Hann er með 8,58 fyrir hæfileika, 8,42 fyrir sköpulag, sem gefur 8,51 í aðaleinkun.Fjölnir Þorgeirsson.„Þau hafa það ansi gott og dafna bara mjög vel því þau voru bara eins og meðal hundur að stærð þegar þau fæddust. Tinna mjólkar ákaflega vel, það er gaman af þessu, hún mjólkar svo vel að þetta er allt í góðu lagi, þau hafa stækkað mikið“, segir Ragnar. Edda og Jóna hafa það ljómandi gott á Fossi í Grímsnes og Grafningshreppi.Heidi Koivula. Dýr Grímsnes- og Grafningshreppur Hestar Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Tvíburasysturnar Jóna og Edda eru fallegar og dafna vel. Þær eru duglegir að drekka enda mjólkar mamma þeirra vel. Hér eru við að tala um tvíburafolöld sem komu nýlega í heiminn en þetta er annað skipti í sumar, sem vitað er um að tvíburafolöld koma í heiminn.Folöldin og Tinna mamma þeirra eru við bústað þeirra Ragnars Hinriksson og Helgu Claessen en í þau eru með töluvert af hrossum á bænum Fossi í Grímsnes og Grafningshreppi. Fyrr í sumar sögðum við frá tvíburafolöldum, sem komu í heiminn á bænum Búðarhóli í Austur -Landeyjum en það er mjög sjaldgæft að hryssur kasti tveimur folöldum. Það átti allavega engin von á tvíburafolöldum á Fossi.„Þetta kom bara á óvænt, foreldrar mínir héldu undir hann Safír frá Mosfellsbæ í fyrra sumar og við Siggi, maðurinn minn lögðum til hryssu. Hún ákvað bara að gefa þeim tvö stykki, það eru bæði merfolöld, báðar brúnar og mjög fallegar og dafna vel. Þær hafa fengið þessi skemmtilegu nöfn í höfuðið á okkur systrum, Edda og Jóna, þannig að framtíðin er bara spennandi“, segir Edda Rún Ragnarsdóttir, hestakona. Edda Rún er að springa úr stolti yfir tvíburasystrunum og nöfnunum á þeim, Edda og Jóna í höfuðið á dætrum Ragnars Hinrikssonar og Helgu Claessen á Fossi.Magnús HlynurJóna og Edda eru mjög vel ættaðar og eiga líklega eftir að verða afbragðs keppnis hross þegar fram líða stundir. Ragnar Hinriksson er montinn af Tinnu, sem er 19 vetra og af tvíburafolöldunum hennar og stóðhestsins Safírs frá Mosfellsbæ. Pabbi systranna er stóðhesturinn Safír frá Mosfellsbæ, sex vetra. Hann hefur fengið frábæra dóma á kynbótasýningum, m.a. 9 fyrir tölt, stökk, vilja og geðslag og hægt stökk, 9,5 fyrir fet og fegurð í reið og 10 fyrir brokk. Hann er með 8,58 fyrir hæfileika, 8,42 fyrir sköpulag, sem gefur 8,51 í aðaleinkun.Fjölnir Þorgeirsson.„Þau hafa það ansi gott og dafna bara mjög vel því þau voru bara eins og meðal hundur að stærð þegar þau fæddust. Tinna mjólkar ákaflega vel, það er gaman af þessu, hún mjólkar svo vel að þetta er allt í góðu lagi, þau hafa stækkað mikið“, segir Ragnar. Edda og Jóna hafa það ljómandi gott á Fossi í Grímsnes og Grafningshreppi.Heidi Koivula.
Dýr Grímsnes- og Grafningshreppur Hestar Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira