Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - KR 88-91 | Rosaleg endurkoma KR Árni Jóhannsson skrifar 31. janúar 2019 22:00 Brynjar Þór Björnsson fær sína gömlu félaga í heimsókn. vísir/daníel þór Það benti ekki mikið til þess að KR-ingar myndu ná einhverju úr leik þeirra við Tindastól fyrr í kvöld í Dominos deild karla þegar þriðji leikhluti var hálfnaður. Stólarnir leiddu með 20 stigum og KR voru ekki að sýna góða takta í sínum leik en þá kviknaði í KR-ingum heldur betur á meðan Stólarnir koðnuðu niður og hægt og bítandi náðu KR-ingar að vinna forskotið til baka og jafna þegar um 4 sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma. Tindastóll hafði tíma til að ná einu skoti en það skot geigaði og leikurinn fór í framlengingu. Þar sannaðist það enn og aftur að það lið sem nær að skora fyrst nær oftar en ekki að vinna leikinn. KR náði að skora stigin og halda aftur af Stólunum í vörninni sem áttu engin svör við varnarleik KR og brutu oft klaufalega af sér þegar á reyndi. Hörku skemmtilegur og hörku spennandi leik lauk með þriggja stiga sigri KR 88-91. Afhverju vann KR?Andlegur styrkur KR skein í gegn í þessum leik. Þeir bognuðu en brotnuðu ekki þegar Stólarnir komust mest yfir en á móti þá náðu Stólarnir ekki að halda haus og hentu þessum leik frá sér. Ákvörðunartökurnar voru oft á tíðum ekki nógu góðar og fundu þeir ekki lausn á varnarleik gestanna sem nýttu það til að saxa niður forskotið og fara með sigur af hólmi.Bestu menn vallarins?Jón Arnór Stefánsson var langbesti maður vallarins. Enn og aftur sýnir hann það afhverju því er haldið fram að hann sé besti körfuboltamaður okkar Íslendinga fyrr og síðar. Þegar á þurfti að halda keyrði hann sína menn áfram og skilaði 34 stigum í hús og að lokum sigrinum heim. Hann fékk góða aðstoð frá Julian Boyd sem skoraði 26 stig og tók 18 fráköst. Hann jafnaði leikinn fyrir KR og skoraði mikið í framlengingunni.Hvað gekk illa?Sóknarleikur Stólanna var ekki upp á marga fiska í seinni háfleik. Þeir leiddu 51-36 í hálfleik en skoruðu einungis 26 í þeim seinni og 11 í framlengingu. Skotnýting þeirra er mjög hefðbundin en það var eitthvað sem klikkaði hjá þeim í seinni hálfleik í dag og ég hugsa að þeir þurfi að leita inn á við til ða fá útskýringu á því.Tölfræði sem vekur athygli?Í raun og veru er það staðreynd sem vekur athygli í dag en einungis þrír KR-ingar voru búnir að skora stig í fyrri hálfleik. Jón Arnór, Boyd og Kristófer Acox. Þeir fengu svo hjálp frá fleirum í seinni háfleik og skoraði Helgi Magnússon og Orri Hilmarsson mikilvægar körfur í áttina að endurkomunni.Hvað næst?Það er skammt stórra högga á milli þessa dagana í Dominos deildinni. Tindastóll fer í Grindavík og sækir þá gulklæddu heim á meðan KR fær nágranna Grindvíkinga úr Njarðvík í heimsókn. Það er örlítið hraðmót komið í gang núna en bikarhelgin nálgast og það þarf að þjappa dagskránni örltítið til að klára á skikkanlegum tíma en inn í þetta blandast landsleikjahlé. Jón Arnór: Erum besta varnarlið á landinu„Að koma hingað og vinna svona leik, sérstaklega þar sem við lentum 21 stigum undir og koma til baka og klára leikinn með varnarleik og stórum skotum. Það eru skemmtilegustu sigrarnir, sérstaklega að gera það hérna fyrir norðan“, sagði kátur Jón Arnór Stefánsson eftir leik KR á móti Tindastól á Sauðárkrók fyrr í kvöld. Jón var spurður að því hvað Ingi Þór þjálfari þeirra hafi sagt við þá í hálfleik og sagði Jón að það hefðu verið læti. „Hann öskraði dálítið á okkur í hálfleik, ég man nú ekki alveg hvað hann sagði en það virkaði. Hann sagði ookkur að halda áfram að berjast og þó að hlutirnir hafi ekki verið að ganga upp hjá okkur þá áttum við að skilja allt eftir á gólfinu. Mér fannst við vera þolinmóðir í seinni hálfleik því við vissum að við myndum ná sprett og svo þegar við fundum að þeir voru að brotna þá gengum við á lagið. Við fengum tvö stór skot frá Helga og Julian og svo varnarleikurinn fannst mér alveg til fyrirmyndar, hvernig við vorum virkir sem var eins og þessi besta KR vörn sem allir þekkja“. „Það er ekki auðvelt að koma hingað norður og spila körfubolta en maður er gíraður í það enda er Tindastóll eitt af stóru liðunum í körfunni. Fyrst og fremst var þetta góður liðssigur og við sýndum það að við erum besta varnarliðið á landinu þegar allt smellur saman hjá okkur. Við ætlum okkur að vera besta varnarliðið á landinu“. Um næsta leik, á móti Njarðvík, sagði Jón Arnór: „Við ætlum að halda áfram að bæta vörnina og ekki að leyfa þeim að komast upp með neitt auðvelt. Við verðum að vera extra aggresívir og megum ekki detta niður eins og við gerðum hérna. Við verðum á heimavelli með okkar fólk og okkar orku og ætlum aðallega að spila góða vörn og sýna að við séum besta varnarlið á landinu“.Brynjar Þór: Versta tap sem ég hef upplifað á ferlinum Hann var að vonum ekki sáttur með úrslitin hann Brynjar Þór Björnsson og var lengi að koma tilfinningum sínum í orð þegar hann var spurður að því hver hans fyrstu viðbrögð væru. „Aulaleg mistök út í eitt. Það er bara svo dýrt á móti svona góðum liðum og við erum með þá í þriðja leikhluta og hvað gerum við. Við förum að tapa boltanum, við leyfum þeim að fara upp í hraðaupphlaup og hleypum þeim í galopna þrista. Þannig komust þeir aftur inn í leikinn bara út af því að við gefum þeim galopna þrista. Það er bara þannig“. „Það var mjög gaman að spila á móti mínum gömlu félögum en að sama skapi er þetta versta tap sem ég hef upplifað á ferlinum“. Fyrir næsta leik þá var Brynjar handviss um hvað Tindastóll þyrfti að gera. „Vinna. Við þurfum að halda áfram að safna stigum til að halda okkur í efstu tveimur sætum en þetta verður alltaf erfiðara og erfiðara ef við ætlum að gera svona mistök“. Dominos-deild karla
Það benti ekki mikið til þess að KR-ingar myndu ná einhverju úr leik þeirra við Tindastól fyrr í kvöld í Dominos deild karla þegar þriðji leikhluti var hálfnaður. Stólarnir leiddu með 20 stigum og KR voru ekki að sýna góða takta í sínum leik en þá kviknaði í KR-ingum heldur betur á meðan Stólarnir koðnuðu niður og hægt og bítandi náðu KR-ingar að vinna forskotið til baka og jafna þegar um 4 sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma. Tindastóll hafði tíma til að ná einu skoti en það skot geigaði og leikurinn fór í framlengingu. Þar sannaðist það enn og aftur að það lið sem nær að skora fyrst nær oftar en ekki að vinna leikinn. KR náði að skora stigin og halda aftur af Stólunum í vörninni sem áttu engin svör við varnarleik KR og brutu oft klaufalega af sér þegar á reyndi. Hörku skemmtilegur og hörku spennandi leik lauk með þriggja stiga sigri KR 88-91. Afhverju vann KR?Andlegur styrkur KR skein í gegn í þessum leik. Þeir bognuðu en brotnuðu ekki þegar Stólarnir komust mest yfir en á móti þá náðu Stólarnir ekki að halda haus og hentu þessum leik frá sér. Ákvörðunartökurnar voru oft á tíðum ekki nógu góðar og fundu þeir ekki lausn á varnarleik gestanna sem nýttu það til að saxa niður forskotið og fara með sigur af hólmi.Bestu menn vallarins?Jón Arnór Stefánsson var langbesti maður vallarins. Enn og aftur sýnir hann það afhverju því er haldið fram að hann sé besti körfuboltamaður okkar Íslendinga fyrr og síðar. Þegar á þurfti að halda keyrði hann sína menn áfram og skilaði 34 stigum í hús og að lokum sigrinum heim. Hann fékk góða aðstoð frá Julian Boyd sem skoraði 26 stig og tók 18 fráköst. Hann jafnaði leikinn fyrir KR og skoraði mikið í framlengingunni.Hvað gekk illa?Sóknarleikur Stólanna var ekki upp á marga fiska í seinni háfleik. Þeir leiddu 51-36 í hálfleik en skoruðu einungis 26 í þeim seinni og 11 í framlengingu. Skotnýting þeirra er mjög hefðbundin en það var eitthvað sem klikkaði hjá þeim í seinni hálfleik í dag og ég hugsa að þeir þurfi að leita inn á við til ða fá útskýringu á því.Tölfræði sem vekur athygli?Í raun og veru er það staðreynd sem vekur athygli í dag en einungis þrír KR-ingar voru búnir að skora stig í fyrri hálfleik. Jón Arnór, Boyd og Kristófer Acox. Þeir fengu svo hjálp frá fleirum í seinni háfleik og skoraði Helgi Magnússon og Orri Hilmarsson mikilvægar körfur í áttina að endurkomunni.Hvað næst?Það er skammt stórra högga á milli þessa dagana í Dominos deildinni. Tindastóll fer í Grindavík og sækir þá gulklæddu heim á meðan KR fær nágranna Grindvíkinga úr Njarðvík í heimsókn. Það er örlítið hraðmót komið í gang núna en bikarhelgin nálgast og það þarf að þjappa dagskránni örltítið til að klára á skikkanlegum tíma en inn í þetta blandast landsleikjahlé. Jón Arnór: Erum besta varnarlið á landinu„Að koma hingað og vinna svona leik, sérstaklega þar sem við lentum 21 stigum undir og koma til baka og klára leikinn með varnarleik og stórum skotum. Það eru skemmtilegustu sigrarnir, sérstaklega að gera það hérna fyrir norðan“, sagði kátur Jón Arnór Stefánsson eftir leik KR á móti Tindastól á Sauðárkrók fyrr í kvöld. Jón var spurður að því hvað Ingi Þór þjálfari þeirra hafi sagt við þá í hálfleik og sagði Jón að það hefðu verið læti. „Hann öskraði dálítið á okkur í hálfleik, ég man nú ekki alveg hvað hann sagði en það virkaði. Hann sagði ookkur að halda áfram að berjast og þó að hlutirnir hafi ekki verið að ganga upp hjá okkur þá áttum við að skilja allt eftir á gólfinu. Mér fannst við vera þolinmóðir í seinni hálfleik því við vissum að við myndum ná sprett og svo þegar við fundum að þeir voru að brotna þá gengum við á lagið. Við fengum tvö stór skot frá Helga og Julian og svo varnarleikurinn fannst mér alveg til fyrirmyndar, hvernig við vorum virkir sem var eins og þessi besta KR vörn sem allir þekkja“. „Það er ekki auðvelt að koma hingað norður og spila körfubolta en maður er gíraður í það enda er Tindastóll eitt af stóru liðunum í körfunni. Fyrst og fremst var þetta góður liðssigur og við sýndum það að við erum besta varnarliðið á landinu þegar allt smellur saman hjá okkur. Við ætlum okkur að vera besta varnarliðið á landinu“. Um næsta leik, á móti Njarðvík, sagði Jón Arnór: „Við ætlum að halda áfram að bæta vörnina og ekki að leyfa þeim að komast upp með neitt auðvelt. Við verðum að vera extra aggresívir og megum ekki detta niður eins og við gerðum hérna. Við verðum á heimavelli með okkar fólk og okkar orku og ætlum aðallega að spila góða vörn og sýna að við séum besta varnarlið á landinu“.Brynjar Þór: Versta tap sem ég hef upplifað á ferlinum Hann var að vonum ekki sáttur með úrslitin hann Brynjar Þór Björnsson og var lengi að koma tilfinningum sínum í orð þegar hann var spurður að því hver hans fyrstu viðbrögð væru. „Aulaleg mistök út í eitt. Það er bara svo dýrt á móti svona góðum liðum og við erum með þá í þriðja leikhluta og hvað gerum við. Við förum að tapa boltanum, við leyfum þeim að fara upp í hraðaupphlaup og hleypum þeim í galopna þrista. Þannig komust þeir aftur inn í leikinn bara út af því að við gefum þeim galopna þrista. Það er bara þannig“. „Það var mjög gaman að spila á móti mínum gömlu félögum en að sama skapi er þetta versta tap sem ég hef upplifað á ferlinum“. Fyrir næsta leik þá var Brynjar handviss um hvað Tindastóll þyrfti að gera. „Vinna. Við þurfum að halda áfram að safna stigum til að halda okkur í efstu tveimur sætum en þetta verður alltaf erfiðara og erfiðara ef við ætlum að gera svona mistök“.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti