Lóan og landslagsmyndir áberandi í nýrri útgáfu íslenskra vegabréfa Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. janúar 2019 07:18 Helstu breytingar felast í auknu öryggi í framleiðslukerfi og vegabréfabókum en útlit breytist einnig. Þjóðskrá Framleiðsla á nýrri útgáfu af íslenskum vegabréfum hefst á morgun, föstudaginn 1. febrúar, hjá Þjóðskrá Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðskrá en þar segir að eldri vegabréf haldi gildi sínu þar til þau renna út og því þarf ekki að sækja um nýtt vegabréf nema það eldra sé ekki lengur í gildi. Undirbúningur fyrir útgáfu nýrra hófst árið 2015. Stofnkostnaður verkefnisins var um 200 milljónir króna og var fjármagnaður af Landamærasjóði ESB, dómsmálaráðuneytinu og Þjóðskrá Íslands. Á myndinni má sjá allar útgáfur íslenskra vegabréfa.Þjóðskrá Kápan heldur bláa litnum „Helstu breytingar felast í auknu öryggi í framleiðslukerfi og vegabréfabókum en útlit breytist einnig. Helstu útlitsbreytingarnar felast í landslagsmyndum á hverri opnu, úr öllum landshlutum, ásamt staðsetningu þeirra á korti. Heiðlóan er jafnframt áberandi, en kápan heldur bláa litnum sem hefur einkennt íslensk vegabréf. Með nýrri útgáfu af íslenska vegabréfinu er verið að auka öryggi í útgáfu vegabréfa á Íslandi í samræmi við auknar kröfur og alþjóðlega staðla. Undirbúningur fyrir útboð hófst fyrir um tveimur árum en um var að ræða þrenns konar útboð, þ.e. á framleiðslukerfi, vegabréfabókum og traustvottorðakerfi. Að öðru leyti helst öll þjónusta við útgáfu vegabréfa óbreytt. Sótt er um vegabréf hjá embætti sýslumanna og verð á vegabréfum helst óbreytt. Afgreiðslutími vegabréfa er 2 virkir dagar. Nánari upplýsingar um útgáfu vegabréfa má finna á vegabref.is,“ segir í tilkynningu Þjóðskrár. Dómsmálaráðherra og forstjóri Þjóðskrár með nýja útgáfu af íslenska vegabréfinu.Þjóðskrá Verkefnið klárast innan þeirra áætlana sem lagt var upp með Þar er einnig haft eftir Margréti Hauksdóttur, forstjóra stofnunarinnar, að þar á bæ séu menn spenntir fyrir því að taka í notkun nýtt framleiðslukerfi vegabréfa. „Einnig er útlit nýrra vegabréfa með aðeins breyttu sniði sem mikil vinna hefur verið lögð í og við erum afar ánægð með. Þessar breytingar marka tímamót sérstaklega að því leyti að þarna er verið að taka skref í átt að auknu öryggi bæði hvað varðar framleiðsluferlið og vegabréfabækurnar. Þetta er flókið og mikilvægt verkefni sem við erum afar stolt af,“ segir Margrét. Þá er haft eftir Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, að Þjóðskrá hafi staðið vel að breytingum á útgáfu vegabréfa síðastliðin fjögur ár. „Breytingarnar auka öryggi íslenskra vegabréfa en mikilvægt er að við séum ávallt vakandi fyrir nýjum leiðum til að tryggja öryggi á þessum vettvangi í takti við alþjóðlegar kröfur og staðla. Það hefur verið ánægjulegt að sjá verkinu vinda fram hratt og örugglega en það klárast nú innan þeirra áætlana sem lagt var upp með. Þá er einnig gott að sjá þann mikla árangur sem náðst hefur við að stytta afgreiðslutíma vegabréfa, sem er nú aðeins 2 dagar,“ segir Sigríður. Stjórnsýsla Lóan er komin Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Framleiðsla á nýrri útgáfu af íslenskum vegabréfum hefst á morgun, föstudaginn 1. febrúar, hjá Þjóðskrá Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðskrá en þar segir að eldri vegabréf haldi gildi sínu þar til þau renna út og því þarf ekki að sækja um nýtt vegabréf nema það eldra sé ekki lengur í gildi. Undirbúningur fyrir útgáfu nýrra hófst árið 2015. Stofnkostnaður verkefnisins var um 200 milljónir króna og var fjármagnaður af Landamærasjóði ESB, dómsmálaráðuneytinu og Þjóðskrá Íslands. Á myndinni má sjá allar útgáfur íslenskra vegabréfa.Þjóðskrá Kápan heldur bláa litnum „Helstu breytingar felast í auknu öryggi í framleiðslukerfi og vegabréfabókum en útlit breytist einnig. Helstu útlitsbreytingarnar felast í landslagsmyndum á hverri opnu, úr öllum landshlutum, ásamt staðsetningu þeirra á korti. Heiðlóan er jafnframt áberandi, en kápan heldur bláa litnum sem hefur einkennt íslensk vegabréf. Með nýrri útgáfu af íslenska vegabréfinu er verið að auka öryggi í útgáfu vegabréfa á Íslandi í samræmi við auknar kröfur og alþjóðlega staðla. Undirbúningur fyrir útboð hófst fyrir um tveimur árum en um var að ræða þrenns konar útboð, þ.e. á framleiðslukerfi, vegabréfabókum og traustvottorðakerfi. Að öðru leyti helst öll þjónusta við útgáfu vegabréfa óbreytt. Sótt er um vegabréf hjá embætti sýslumanna og verð á vegabréfum helst óbreytt. Afgreiðslutími vegabréfa er 2 virkir dagar. Nánari upplýsingar um útgáfu vegabréfa má finna á vegabref.is,“ segir í tilkynningu Þjóðskrár. Dómsmálaráðherra og forstjóri Þjóðskrár með nýja útgáfu af íslenska vegabréfinu.Þjóðskrá Verkefnið klárast innan þeirra áætlana sem lagt var upp með Þar er einnig haft eftir Margréti Hauksdóttur, forstjóra stofnunarinnar, að þar á bæ séu menn spenntir fyrir því að taka í notkun nýtt framleiðslukerfi vegabréfa. „Einnig er útlit nýrra vegabréfa með aðeins breyttu sniði sem mikil vinna hefur verið lögð í og við erum afar ánægð með. Þessar breytingar marka tímamót sérstaklega að því leyti að þarna er verið að taka skref í átt að auknu öryggi bæði hvað varðar framleiðsluferlið og vegabréfabækurnar. Þetta er flókið og mikilvægt verkefni sem við erum afar stolt af,“ segir Margrét. Þá er haft eftir Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, að Þjóðskrá hafi staðið vel að breytingum á útgáfu vegabréfa síðastliðin fjögur ár. „Breytingarnar auka öryggi íslenskra vegabréfa en mikilvægt er að við séum ávallt vakandi fyrir nýjum leiðum til að tryggja öryggi á þessum vettvangi í takti við alþjóðlegar kröfur og staðla. Það hefur verið ánægjulegt að sjá verkinu vinda fram hratt og örugglega en það klárast nú innan þeirra áætlana sem lagt var upp með. Þá er einnig gott að sjá þann mikla árangur sem náðst hefur við að stytta afgreiðslutíma vegabréfa, sem er nú aðeins 2 dagar,“ segir Sigríður.
Stjórnsýsla Lóan er komin Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira