800 kílómetra löng ferðamannaleið að verða að veruleika Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. febrúar 2019 20:30 Leiðin spannar alla strandlengju Norðurlands. Grafík/Gvendur Reiknað er með að ferðamenn geti byrjað að ferðast eftir svokallaðri Norðurstrandaleið í sumar. Markmiðið er að laða ferðamenn að strandlengju Norðurlands. Norðurstrandarleiðin hefur verið í þróun í um tvö ár og er samstarfsverkefni margra aðila á Norðurlandi enda er leiðin um 800 kílómetra löng, nær í gegnum sautján sveitarfélög og 21 bæ eða þorp, allt frá Hvammstanga í vestri til Bakkafjarðar í austri. Verkefnið gengur út á það að koma því þannig fyrir að ferðamenn geti auðveldlega komist að því hvert sé hægt að fara og hvað sé hægt að gera á svæðinu. Verkefnið fékk nýlega fimm milljón króna styrk úr Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra „Þetta er í rauninni bara gott markaðsstæki. Ferðamannavegir eru orðnir vinsælir erlendis og við erum svolítið að stökkva á þann vagn. Þetta nýtist okkur til að auka dreifingu ferðamanna um Norðurland. Við erum að fá menn til að fara á svæði sem hafa verið minna sótt,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, sem heldur utan um verkefnið.Laðar ferðamenn frá draumamarkaðinum aftur til Íslands Arnheiður segist finna fyrir miklum áhuga ferðamanna á Norðurlandi um þessar mundir, ekki síst frá ferðamönnum sem þegar hafi komið til Íslands en vilji prófa eitthvað nýtt. Áhuginn á Norðurstrandarleiðinni sé mikill.„Sérstaklega frá þeim mörkuðum sem við höfum verið svolítið að tapa niður, sérstaklega Þýskalandsmarkaði sem hefur verið okkar draumamarkaður. Það eru ferðamenn sem dvelja lengi og ferðast mikið um svæðið. Þeir eru að sýna þessu verkefni mikinn áhuga þannig að við hlökkum til að sjá þann markað fara að koma aftur,“ segir Arnheiður.Hvenær má búast við að ferðamenn geti farið að tölta eftir þessari leið?„Við ætlum að opna 8. júní þannig að það er stutt í þetta. Það er gaman að þú segir tölta því að þetta er einmitt ekki Norðurstrandavegur vegna þess að við viljum að ferðamenn fari um og stoppi, fari út úr bílnum. Þeir geta þá byrjað í sumar og fundið sér staði sem er extra gott að sjá miðnætursólina, finna sér gönguleiðir og þar sem aðstaða er til staðar. Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Telur Suðurlandið fullt af „rútum í röðum“ og einblínir á Akureyri Ástæða þess að breska ferðaskrifstofan Super Break ákveða að tvöfalda fjölda ferða til Akureyrar í vetur er mikil eftirspurn viðskiptavina. Framkvæmdastjóri hjá skrifstofuni segir norðurhluta Íslands bjóða upp á einstaka upplifun fyrir ferðamenn sem standi þeim ef til vill ekki boða til lengur á Suðurlandi vegna fjölda ferðamanna þar. 14. nóvember 2018 11:00 Hollensk ferðaskrifstofa býður beint flug norður til Akureyrar "Ferðamenn vilja sjá meira en Gullna hringinn,“ segir framkvæmdastjóri hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel sem sérhæfir sig í ferðum á norðurslóðir. Ætla að fljúga beint til Akureyrar frá og með næsta sumri. 16. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Sérstök öryggisstofnun í startholunum Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Sérstök öryggisstofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Sjá meira
Reiknað er með að ferðamenn geti byrjað að ferðast eftir svokallaðri Norðurstrandaleið í sumar. Markmiðið er að laða ferðamenn að strandlengju Norðurlands. Norðurstrandarleiðin hefur verið í þróun í um tvö ár og er samstarfsverkefni margra aðila á Norðurlandi enda er leiðin um 800 kílómetra löng, nær í gegnum sautján sveitarfélög og 21 bæ eða þorp, allt frá Hvammstanga í vestri til Bakkafjarðar í austri. Verkefnið gengur út á það að koma því þannig fyrir að ferðamenn geti auðveldlega komist að því hvert sé hægt að fara og hvað sé hægt að gera á svæðinu. Verkefnið fékk nýlega fimm milljón króna styrk úr Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra „Þetta er í rauninni bara gott markaðsstæki. Ferðamannavegir eru orðnir vinsælir erlendis og við erum svolítið að stökkva á þann vagn. Þetta nýtist okkur til að auka dreifingu ferðamanna um Norðurland. Við erum að fá menn til að fara á svæði sem hafa verið minna sótt,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, sem heldur utan um verkefnið.Laðar ferðamenn frá draumamarkaðinum aftur til Íslands Arnheiður segist finna fyrir miklum áhuga ferðamanna á Norðurlandi um þessar mundir, ekki síst frá ferðamönnum sem þegar hafi komið til Íslands en vilji prófa eitthvað nýtt. Áhuginn á Norðurstrandarleiðinni sé mikill.„Sérstaklega frá þeim mörkuðum sem við höfum verið svolítið að tapa niður, sérstaklega Þýskalandsmarkaði sem hefur verið okkar draumamarkaður. Það eru ferðamenn sem dvelja lengi og ferðast mikið um svæðið. Þeir eru að sýna þessu verkefni mikinn áhuga þannig að við hlökkum til að sjá þann markað fara að koma aftur,“ segir Arnheiður.Hvenær má búast við að ferðamenn geti farið að tölta eftir þessari leið?„Við ætlum að opna 8. júní þannig að það er stutt í þetta. Það er gaman að þú segir tölta því að þetta er einmitt ekki Norðurstrandavegur vegna þess að við viljum að ferðamenn fari um og stoppi, fari út úr bílnum. Þeir geta þá byrjað í sumar og fundið sér staði sem er extra gott að sjá miðnætursólina, finna sér gönguleiðir og þar sem aðstaða er til staðar.
Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Telur Suðurlandið fullt af „rútum í röðum“ og einblínir á Akureyri Ástæða þess að breska ferðaskrifstofan Super Break ákveða að tvöfalda fjölda ferða til Akureyrar í vetur er mikil eftirspurn viðskiptavina. Framkvæmdastjóri hjá skrifstofuni segir norðurhluta Íslands bjóða upp á einstaka upplifun fyrir ferðamenn sem standi þeim ef til vill ekki boða til lengur á Suðurlandi vegna fjölda ferðamanna þar. 14. nóvember 2018 11:00 Hollensk ferðaskrifstofa býður beint flug norður til Akureyrar "Ferðamenn vilja sjá meira en Gullna hringinn,“ segir framkvæmdastjóri hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel sem sérhæfir sig í ferðum á norðurslóðir. Ætla að fljúga beint til Akureyrar frá og með næsta sumri. 16. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Sérstök öryggisstofnun í startholunum Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Sérstök öryggisstofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Sjá meira
Telur Suðurlandið fullt af „rútum í röðum“ og einblínir á Akureyri Ástæða þess að breska ferðaskrifstofan Super Break ákveða að tvöfalda fjölda ferða til Akureyrar í vetur er mikil eftirspurn viðskiptavina. Framkvæmdastjóri hjá skrifstofuni segir norðurhluta Íslands bjóða upp á einstaka upplifun fyrir ferðamenn sem standi þeim ef til vill ekki boða til lengur á Suðurlandi vegna fjölda ferðamanna þar. 14. nóvember 2018 11:00
Hollensk ferðaskrifstofa býður beint flug norður til Akureyrar "Ferðamenn vilja sjá meira en Gullna hringinn,“ segir framkvæmdastjóri hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel sem sérhæfir sig í ferðum á norðurslóðir. Ætla að fljúga beint til Akureyrar frá og með næsta sumri. 16. nóvember 2018 07:00