Körfubolti

Sjáðu meistaramyndbandið til heiðurs KR

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslandsmeistarar síðustu sex ára.
Íslandsmeistarar síðustu sex ára. vísir/daníel þór
KR vann 28 stiga sigur á ÍR, 98-70, í oddaleik um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta í kvöld.



KR hefur orðið Íslandsmeistari sex ár í röð og 18 sinnum alls. Ekkert lið hefur unnið fleiri Íslandsmeistaratitla í karlaflokki en KR.

Það gekk á ýmsu hjá KR í vetur. Liðið lenti í 5. sæti Domino's deildarinnar og féll úr leik í undanúrslitum Geysisbikarsins.

En í úrslitakeppninni sýndu KR-ingar styrk sinn. Í 8-liða úrslitunum vann KR Keflavík, 3-0, og í undanúrslitunum slógu KR-ingar Þórsara úr Þorlákshöfn út, 3-1.

KR lenti 1-2 undir gegn KR í úrslitaeinvíginu en tryggði sér oddaleik með því að vinna fjórða leikinn í Seljaskóla, 75-80, á fimmtudaginn.

Í oddaleiknum í DHL-höllinni var svo aldrei spurning hvort liðið myndi vinna. KR var alltaf með yfirhöndina og vann á endanum öruggan sigur, 98-70.

Að venju lauk síðasta þætti vetrarins í Domino's Körfuboltakvöldi á myndbandi til heiðurs Íslandsmeisturunum. Það má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: KR Íslandsmeistari 2019

Tengdar fréttir

Boyd valinn bestur

Bandaríkjamaðurinn knái hjá KR var valinn besti leikmaður úrslitaeinvígisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×