Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KR 76-77 | Spennutryllir þegar Jón Arnór tryggði KR sigur Smári Jökull Jónsson skrifar 22. mars 2019 22:30 Kristófer Acox og Hörður Axel verða í lykilhlutverkum. vísir/bára KR er komið í 1-0 í einvíginu gegn Keflavík eftir 77-76 sigur suður með sjó í kvöld. Jón Arnór Stefánsson tryggði KR sigur með þriggja stiga körfu þegar 18 sekúndur voru eftir eftir að Keflvíkingar höfðu komið til baka eftir erfiða byrjun. KR hóf leikinn af miklum krafti. Þeir hirtu hvert sóknarfrákastið á fætur öðru og heimamenn réðu ekkert við Julian Boyd sem skoraði 15 af fyrstu 19 stigum KR. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 29-12 og Keflavíkurvörnin, sem þeir sjálfir vilja meina að sé ein sú sterkasta í deildinni, heillum horfin. Keflavík beit frá sér í öðrum leikhluta og náði muninum niður í sjö stig. Þeir skiptu yfir í svæðisvörn í lok leikhlutans og spiluðu hana áfram í seinni hálfleik. KR lenti í tómum vandræðum með þá vörn og fyrir lokafjórðunginn var munurinn aðeins þrjú stig. Í fjórða leikhluta náðu Keflvíkingar forystunni og stúkan í Blue-höllinni var við það að springa. Hörður Axel Vilhjálmsson var búinn að vera eldheitur en hann setti niður sjö þriggja stiga körfur í kvöld. En það er ástæða fyrir því að Jón Arnór Stefánsson er álitinn besti leikmaður Íslands frá upphafi. Hann hafði reyndar sýnt lítið af þeim hæfileikum og var aðeins búinn að setja niður eitt af átta skotum utan af velli. Hann setti hins vegar sigurkörfuna þegar 18 sekúndur voru eftir, þristur sem kom KR í eins stigs forystu. Keflavík fékk síðustu sóknina en hún endaði með því að sending Michael Craion í erfiðri stöðu fór beint í hendurnar á Mike Di Nunno og KR fagnaði sætum sigri. Julian Boyd var stigahæstur hjá KR með 33 stig og Kristófer Acox skoraði 18 stig. Hjá Keflavík skoraði Mindaugas Kacinas 25 stig og tók 11 fráköst. Hörður Axel skoraði 21 stig og Craion 17 en hefði oft mátt gera betur sóknarlega.Af hverju vann KR?Þeir nýttu sénsinn undir lokin, Keflavík gerði það ekki. Eftir frábæra byrjun KR lentu þeir í vandræðum með svæðisvörn Keflavíkur. Það hlýtur þó að valda Sverri Þór Sverrissyni áhyggjum að Keflvíkingar litu út eins og börn gegn fullorðnum þegar þeir spiluðu maður á mann vörnina sína. Breidd KR gæti skilað þeim langt í þessu einvígi. Þeir hafa marga menn á bekknum sem geta komið inn og gefið þeim stig á töfluna. Keflavík getur ekki kafað eins djúpt á bekkinn og í langri seríu skiptir þetta máli.Þessir stóðu upp úr:Julian Boyd var hrikalega öflugur í upphafi leiks og skoraði að vild. Hann hirti sóknarfráköst og fékk tækifæri á ný ef hann klikkaði – sem var reyndar ekki oft. Kristófer Acox átti sömuleiðis góðan leik og Finnur Atli Magnússon kom sterkur inn í seinni hálfleik eftir að hafa ekki spilað mínútu í þeim fyrri. Hjá Keflavík var Hörður Axel þeirra bestur og hélt þeim inni í leiknum með þriggja stiga körfum. Michael Craion hefur oft verið atkvæðameiri í sókninni en var þó aðeins einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu, skoraði 17 stig, tók 16 fráköst og gaf 9 stoðsendingar.Hvað gekk illa?Keflavík gekk ekkert að stoppa KR með maður á mann vörninni. Þeir virtust ekki eiga möguleika og KR skoraði og skoraði. Þegar Keflavík skipti yfir í svæðisvörn lenti KR hinsvegar í veseni. Keflavík gekk á lagið og KR-ingar voru alltof staðir gegn þessari vörn Keflavíkur, auk þess sem þriggja stiga skotin duttu ekki niður hjá Vesturbæingum.Hvað gerist næst?Liðin mætast á ný á mánudag í Vesturbænum. Vinna þarf þrjá leiki til að komast áfram í undanúrslit og KR í raun búið að stela heimaleikjaréttinum af Keflvíkingum. Jón Arnór: Sjálfstraustið var ekki mikiðJón Arnór Stefánsson tryggði KR sigurinn í kvöld.vísir/bára„Í lokin kom ég inn eftir leikhléið og ég bað aðeins til guðs að hann myndi aðstoða mig við að drulla boltanum ofan í. Mér leið ekkert sérlega vel í skotinu, þurfti aðeins að flýta mér og kannski hafði ég ekki tíma til að hugsa of mikið. Þá datt hann niður,“ sagði Jón Arnór Stefánsson sem tryggði KR sigur á Keflavík í kvöld með þriggja stiga körfu þegar 18 sekúndur voru eftir. Jón Arnór var aðeins búinn að hitta úr 1 af 8 skotum þar til hann setti niður sigurkörfuna úr horninu. „Sjálfstraustið var ekki mikið í þessum skotum þarna á undan. Mér leið eins og ég væri kraftlaus í löppunum, var stuttur en var að fá fín skot sem er gott. Ég veit líka að ég kom inn í þennan leik til að sjá hvernig hlutirnir myndu æxlast, ætlaði ekki vera að þröngva neinu. Við erum með það mörg vopn í liðinu,“ bætti Jón Arnór við. Keflavík skipti yfir í svæðisvörn í lok annars leikhluta eftir hræðilega byrjun í sókninni og KR-ingar áttu í erfiðleikum með að finna svör við þessari vörn Suðurnesjamanna. „Við vorum alltof staðir, höfum lent í þessu áður og þurfum að fara að gera betur. Við höfum hitt á leiki gegn svona vörn þar sem ég til dæmis er ekki að setja skotin mín niður. Lykillinn til að brjóta niður svæðisvörn er að ná þessum tveimur til þremur skotum niður í röð. Þá þurfa þeir að skipta í maður á mann vörn sem þeir ráða engan veginn við okkur í.“ „Við vitum þetta og skotin þurfa að detta fyrir okkur. Við munum fara mjög vel yfir þetta og það góða við úrslitakeppnina er að við mætum sama liðinu aftur og náum að undirbúa okkur vel.“ KR byrjaði leikinn af mjög miklum krafti og voru 29-12 yfir eftir fyrsta leikhlutann. „Við hefðum haldið þessu ef svæðið hefði ekki sett okkur svona út af laginu. Þeir héldu sér inni í leiknum með því að fá mikið af þriggja stiga skotum, við þurfum að vera nær þeim. Það var ekkert að gerast en þeir voru bara að skjóta yfir okkur fyrir utan þriggja stiga línuna,“ bætti Jón Arnór við. Hann sagði meiðslin ekki hafa truflað hann mikið í kvöld en Jón Arnór meiddist í landsleik og hefur lítið spilað síðan þá. Hann var með kælingu bæði á öxl og hné þegar blaðamaður ræddi við hann. „Ég var aðeins frá útaf öxlinni og þegar maður er búinn að vera frá bólgnar hnéð aðeins. Þetta er löng úrslitakeppni og við ætlum okkur að halda þessu gangandi. Ég kemst bara í betra og betra stand.“ Sverrir Þór: Við spilum ekki vel úr þessu í lokinSverrir Þór Sverrisson þjálfari Keflavíkur.Vísir„Þetta var samskiptaleysi, það voru aldrei báðir að gera það sem var búið að leggja upp. Það varð misskilningur á milli manna og svo stigum við náttúrulega ekki út, þeir fengu endalaust af tækifærum og sóknarfráköst sem þeir skoruðu alltaf upp úr,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson um byrjun Keflavíkur í leiknum í kvöld. KR leiddi 29-12 eftir fyrsta leikhlutann. Keflvíkingar komu þó til baka og í lokin var það bara þriggja stiga karfa Jóns Arnórs Stefánssonar sem skildi á milli. „Við spilum ekki vel úr þessu í lokin og töpum með einu. Staðan er bara 1-0 og við verðum að taka því og mæta grimmir í Vesturbæinn. Það telur í svona leik að við klikkum á auðveldum skotum, líka feilsendingar á örlagastundu. Í svona jöfnum leik telur allt, við klikkum á auðveldu sniðskoti, töpum bolta og þeir komast beint upp í hraðaupphlaup.“ Liðin mætast aftur á mánudaginn í DHL-höllinni en með sigrinum í kvöld er það ljóst að Keflavík þarf að vinna útisigur í einvíginu ætli þeir sér í undanúrslit. „Staðan er sú að við töpuðum með einu stigi. Við þurfum að gera betur og undirbúa okkur fyrir leikinn á mánudag,“ bætti Sverrir við. Allir þrír leikir liðanna í vetur hafa verið jafnir og spennandi og leikurinn á mánudag væntanlega engin undantekning. „Baráttan heldur bara áfram og við þurfum að spila af krafti alveg frá byrjun.“ Ingi Þór: Margt sem við gerðum velIngi Þór var afar ánægður með sigurinn í kvöld.Vísir/EyþórIngi Þór Steinþórsson var ánægður með sigurinn í Keflavík í kvöld sem kemur KR í 1-0 í einvíginu. „Mér fannst leikurinn full sveiflukenndur og miðað við hvernig við byrjum leikinn hefði ég viljað sjá okkur halda sjó. En fyrst og fremst er ég ánægður með sigurinn og auðmjúkur yfir honum,“ sagði Ingi Þór í viðtali við Vísi eftir leik. Jón Arnór Stefánsson skoraði sigurkörfu KR í kvöld en hafði verið ískaldur í sínum skotum fram að því. „Það var mjög góð tilfinning að sjá blöðruna fara niður því hin skotin hans litu illa út og hann var ekki í takti. Það þarf auðvitað hrósa honum því hann hefur ekki spilað mikið síðan hann meiddist í landsleiknum og vantar að komast í takt. Þetta er auðvitað gríðarlega stórt fyrir hann og sjálfstraustið að setja þetta niður. Við þurfum á honum að halda.“ KR lenti í vandræðum með svæðisvörn Keflavíkur og Ingi sagði þá þurfa að gera mun betur gegn henni. „Við vorum að mikla fyrir okkur hlutina í staðinn fyrir að hreyfa okkur og opna. Það er fullt af hlutum sem við þurfum að fara yfir og mjög mikið sem við þurfum að laga. Það er einnig töluvert sem við getum tekið með okkur héðan og margt sem við gerðum vel.“ KR byrjaði af miklum krafti og þegar Keflavík lék maður á mann vörnina áttu þeir fá svör við sóknarleik KR. „Við spiluðum flottan körfubolta en mér fannst við bakka fullmikið og misstum þá í sín hröðu skot,“ bætti Ingi Þór við. Hann átti í smá spjalli við dómarana og vildi meina að Pavel Ermolinskij hefði ekki fengið sanngjarna meðferð í baráttunni gegn Michael Craion. „Ég skil ekki af hverju hann fékk villu þegar sóknarmaðurinn býr til alla snertinguna. Það er eitthvað sem er og við þurfum að eiga við það. Ég var að kvarta yfir því og mér fannst hann fara fullmikið yfir bakið á okkur. Við vorum bara ekki nógu sterkir og við þurfum að vera tilbúnir að taka fráköstin. Ég hef fulla trú á að mínir menn svari þessu,“ sagði Ingi Þór að lokum. Dominos-deild karla
KR er komið í 1-0 í einvíginu gegn Keflavík eftir 77-76 sigur suður með sjó í kvöld. Jón Arnór Stefánsson tryggði KR sigur með þriggja stiga körfu þegar 18 sekúndur voru eftir eftir að Keflvíkingar höfðu komið til baka eftir erfiða byrjun. KR hóf leikinn af miklum krafti. Þeir hirtu hvert sóknarfrákastið á fætur öðru og heimamenn réðu ekkert við Julian Boyd sem skoraði 15 af fyrstu 19 stigum KR. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 29-12 og Keflavíkurvörnin, sem þeir sjálfir vilja meina að sé ein sú sterkasta í deildinni, heillum horfin. Keflavík beit frá sér í öðrum leikhluta og náði muninum niður í sjö stig. Þeir skiptu yfir í svæðisvörn í lok leikhlutans og spiluðu hana áfram í seinni hálfleik. KR lenti í tómum vandræðum með þá vörn og fyrir lokafjórðunginn var munurinn aðeins þrjú stig. Í fjórða leikhluta náðu Keflvíkingar forystunni og stúkan í Blue-höllinni var við það að springa. Hörður Axel Vilhjálmsson var búinn að vera eldheitur en hann setti niður sjö þriggja stiga körfur í kvöld. En það er ástæða fyrir því að Jón Arnór Stefánsson er álitinn besti leikmaður Íslands frá upphafi. Hann hafði reyndar sýnt lítið af þeim hæfileikum og var aðeins búinn að setja niður eitt af átta skotum utan af velli. Hann setti hins vegar sigurkörfuna þegar 18 sekúndur voru eftir, þristur sem kom KR í eins stigs forystu. Keflavík fékk síðustu sóknina en hún endaði með því að sending Michael Craion í erfiðri stöðu fór beint í hendurnar á Mike Di Nunno og KR fagnaði sætum sigri. Julian Boyd var stigahæstur hjá KR með 33 stig og Kristófer Acox skoraði 18 stig. Hjá Keflavík skoraði Mindaugas Kacinas 25 stig og tók 11 fráköst. Hörður Axel skoraði 21 stig og Craion 17 en hefði oft mátt gera betur sóknarlega.Af hverju vann KR?Þeir nýttu sénsinn undir lokin, Keflavík gerði það ekki. Eftir frábæra byrjun KR lentu þeir í vandræðum með svæðisvörn Keflavíkur. Það hlýtur þó að valda Sverri Þór Sverrissyni áhyggjum að Keflvíkingar litu út eins og börn gegn fullorðnum þegar þeir spiluðu maður á mann vörnina sína. Breidd KR gæti skilað þeim langt í þessu einvígi. Þeir hafa marga menn á bekknum sem geta komið inn og gefið þeim stig á töfluna. Keflavík getur ekki kafað eins djúpt á bekkinn og í langri seríu skiptir þetta máli.Þessir stóðu upp úr:Julian Boyd var hrikalega öflugur í upphafi leiks og skoraði að vild. Hann hirti sóknarfráköst og fékk tækifæri á ný ef hann klikkaði – sem var reyndar ekki oft. Kristófer Acox átti sömuleiðis góðan leik og Finnur Atli Magnússon kom sterkur inn í seinni hálfleik eftir að hafa ekki spilað mínútu í þeim fyrri. Hjá Keflavík var Hörður Axel þeirra bestur og hélt þeim inni í leiknum með þriggja stiga körfum. Michael Craion hefur oft verið atkvæðameiri í sókninni en var þó aðeins einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu, skoraði 17 stig, tók 16 fráköst og gaf 9 stoðsendingar.Hvað gekk illa?Keflavík gekk ekkert að stoppa KR með maður á mann vörninni. Þeir virtust ekki eiga möguleika og KR skoraði og skoraði. Þegar Keflavík skipti yfir í svæðisvörn lenti KR hinsvegar í veseni. Keflavík gekk á lagið og KR-ingar voru alltof staðir gegn þessari vörn Keflavíkur, auk þess sem þriggja stiga skotin duttu ekki niður hjá Vesturbæingum.Hvað gerist næst?Liðin mætast á ný á mánudag í Vesturbænum. Vinna þarf þrjá leiki til að komast áfram í undanúrslit og KR í raun búið að stela heimaleikjaréttinum af Keflvíkingum. Jón Arnór: Sjálfstraustið var ekki mikiðJón Arnór Stefánsson tryggði KR sigurinn í kvöld.vísir/bára„Í lokin kom ég inn eftir leikhléið og ég bað aðeins til guðs að hann myndi aðstoða mig við að drulla boltanum ofan í. Mér leið ekkert sérlega vel í skotinu, þurfti aðeins að flýta mér og kannski hafði ég ekki tíma til að hugsa of mikið. Þá datt hann niður,“ sagði Jón Arnór Stefánsson sem tryggði KR sigur á Keflavík í kvöld með þriggja stiga körfu þegar 18 sekúndur voru eftir. Jón Arnór var aðeins búinn að hitta úr 1 af 8 skotum þar til hann setti niður sigurkörfuna úr horninu. „Sjálfstraustið var ekki mikið í þessum skotum þarna á undan. Mér leið eins og ég væri kraftlaus í löppunum, var stuttur en var að fá fín skot sem er gott. Ég veit líka að ég kom inn í þennan leik til að sjá hvernig hlutirnir myndu æxlast, ætlaði ekki vera að þröngva neinu. Við erum með það mörg vopn í liðinu,“ bætti Jón Arnór við. Keflavík skipti yfir í svæðisvörn í lok annars leikhluta eftir hræðilega byrjun í sókninni og KR-ingar áttu í erfiðleikum með að finna svör við þessari vörn Suðurnesjamanna. „Við vorum alltof staðir, höfum lent í þessu áður og þurfum að fara að gera betur. Við höfum hitt á leiki gegn svona vörn þar sem ég til dæmis er ekki að setja skotin mín niður. Lykillinn til að brjóta niður svæðisvörn er að ná þessum tveimur til þremur skotum niður í röð. Þá þurfa þeir að skipta í maður á mann vörn sem þeir ráða engan veginn við okkur í.“ „Við vitum þetta og skotin þurfa að detta fyrir okkur. Við munum fara mjög vel yfir þetta og það góða við úrslitakeppnina er að við mætum sama liðinu aftur og náum að undirbúa okkur vel.“ KR byrjaði leikinn af mjög miklum krafti og voru 29-12 yfir eftir fyrsta leikhlutann. „Við hefðum haldið þessu ef svæðið hefði ekki sett okkur svona út af laginu. Þeir héldu sér inni í leiknum með því að fá mikið af þriggja stiga skotum, við þurfum að vera nær þeim. Það var ekkert að gerast en þeir voru bara að skjóta yfir okkur fyrir utan þriggja stiga línuna,“ bætti Jón Arnór við. Hann sagði meiðslin ekki hafa truflað hann mikið í kvöld en Jón Arnór meiddist í landsleik og hefur lítið spilað síðan þá. Hann var með kælingu bæði á öxl og hné þegar blaðamaður ræddi við hann. „Ég var aðeins frá útaf öxlinni og þegar maður er búinn að vera frá bólgnar hnéð aðeins. Þetta er löng úrslitakeppni og við ætlum okkur að halda þessu gangandi. Ég kemst bara í betra og betra stand.“ Sverrir Þór: Við spilum ekki vel úr þessu í lokinSverrir Þór Sverrisson þjálfari Keflavíkur.Vísir„Þetta var samskiptaleysi, það voru aldrei báðir að gera það sem var búið að leggja upp. Það varð misskilningur á milli manna og svo stigum við náttúrulega ekki út, þeir fengu endalaust af tækifærum og sóknarfráköst sem þeir skoruðu alltaf upp úr,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson um byrjun Keflavíkur í leiknum í kvöld. KR leiddi 29-12 eftir fyrsta leikhlutann. Keflvíkingar komu þó til baka og í lokin var það bara þriggja stiga karfa Jóns Arnórs Stefánssonar sem skildi á milli. „Við spilum ekki vel úr þessu í lokin og töpum með einu. Staðan er bara 1-0 og við verðum að taka því og mæta grimmir í Vesturbæinn. Það telur í svona leik að við klikkum á auðveldum skotum, líka feilsendingar á örlagastundu. Í svona jöfnum leik telur allt, við klikkum á auðveldu sniðskoti, töpum bolta og þeir komast beint upp í hraðaupphlaup.“ Liðin mætast aftur á mánudaginn í DHL-höllinni en með sigrinum í kvöld er það ljóst að Keflavík þarf að vinna útisigur í einvíginu ætli þeir sér í undanúrslit. „Staðan er sú að við töpuðum með einu stigi. Við þurfum að gera betur og undirbúa okkur fyrir leikinn á mánudag,“ bætti Sverrir við. Allir þrír leikir liðanna í vetur hafa verið jafnir og spennandi og leikurinn á mánudag væntanlega engin undantekning. „Baráttan heldur bara áfram og við þurfum að spila af krafti alveg frá byrjun.“ Ingi Þór: Margt sem við gerðum velIngi Þór var afar ánægður með sigurinn í kvöld.Vísir/EyþórIngi Þór Steinþórsson var ánægður með sigurinn í Keflavík í kvöld sem kemur KR í 1-0 í einvíginu. „Mér fannst leikurinn full sveiflukenndur og miðað við hvernig við byrjum leikinn hefði ég viljað sjá okkur halda sjó. En fyrst og fremst er ég ánægður með sigurinn og auðmjúkur yfir honum,“ sagði Ingi Þór í viðtali við Vísi eftir leik. Jón Arnór Stefánsson skoraði sigurkörfu KR í kvöld en hafði verið ískaldur í sínum skotum fram að því. „Það var mjög góð tilfinning að sjá blöðruna fara niður því hin skotin hans litu illa út og hann var ekki í takti. Það þarf auðvitað hrósa honum því hann hefur ekki spilað mikið síðan hann meiddist í landsleiknum og vantar að komast í takt. Þetta er auðvitað gríðarlega stórt fyrir hann og sjálfstraustið að setja þetta niður. Við þurfum á honum að halda.“ KR lenti í vandræðum með svæðisvörn Keflavíkur og Ingi sagði þá þurfa að gera mun betur gegn henni. „Við vorum að mikla fyrir okkur hlutina í staðinn fyrir að hreyfa okkur og opna. Það er fullt af hlutum sem við þurfum að fara yfir og mjög mikið sem við þurfum að laga. Það er einnig töluvert sem við getum tekið með okkur héðan og margt sem við gerðum vel.“ KR byrjaði af miklum krafti og þegar Keflavík lék maður á mann vörnina áttu þeir fá svör við sóknarleik KR. „Við spiluðum flottan körfubolta en mér fannst við bakka fullmikið og misstum þá í sín hröðu skot,“ bætti Ingi Þór við. Hann átti í smá spjalli við dómarana og vildi meina að Pavel Ermolinskij hefði ekki fengið sanngjarna meðferð í baráttunni gegn Michael Craion. „Ég skil ekki af hverju hann fékk villu þegar sóknarmaðurinn býr til alla snertinguna. Það er eitthvað sem er og við þurfum að eiga við það. Ég var að kvarta yfir því og mér fannst hann fara fullmikið yfir bakið á okkur. Við vorum bara ekki nógu sterkir og við þurfum að vera tilbúnir að taka fráköstin. Ég hef fulla trú á að mínir menn svari þessu,“ sagði Ingi Þór að lokum.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti