Frakkar skoruðu fjögur í Moldavíu Arnar Geir Halldórsson skrifar 22. mars 2019 22:30 Griezmann í gírnum vísir/getty Heimsmeistarar Frakka buðu upp á markaveislu í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2020 þegar þeir sóttu Moldavíu heim en liðin eru í riðli með Íslandi. Antoine Griezmann braut ísinn eftir 24 mínútna leik þegar hann skoraði eftir frábæran undirbúning Paul Pogba. Griezmann lagði svo upp mark fyrir Raphael Varane skömmu síðar. Olivier Giroud var næstur og hann sá til þess að Frakkar færu með þriggja marka forystu í leikhléið. Kylian Mbappe kom Frökkum í 4-0 á 87.mínútu en Moldavía náði að klóra í bakkann í restina með marki Vladimir Ambros á 89.mínútu. Næsti leikur Frakklands er gegn Íslandi í París á mánudag. EM 2020 í fótbolta
Heimsmeistarar Frakka buðu upp á markaveislu í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2020 þegar þeir sóttu Moldavíu heim en liðin eru í riðli með Íslandi. Antoine Griezmann braut ísinn eftir 24 mínútna leik þegar hann skoraði eftir frábæran undirbúning Paul Pogba. Griezmann lagði svo upp mark fyrir Raphael Varane skömmu síðar. Olivier Giroud var næstur og hann sá til þess að Frakkar færu með þriggja marka forystu í leikhléið. Kylian Mbappe kom Frökkum í 4-0 á 87.mínútu en Moldavía náði að klóra í bakkann í restina með marki Vladimir Ambros á 89.mínútu. Næsti leikur Frakklands er gegn Íslandi í París á mánudag.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti