Seðlabankinn einn leitað eftir listfræðilegri leiðsögn Jafnréttisstofu Jakob Bjarnar skrifar 22. janúar 2019 15:42 Katrín og Hugrún eru báðar á því að það þurfi að gæta vel að því að starfsmenn stofnana verði ekki fyrir áreiti á sínum vinnustað. Hugrún R. Hjaltadóttir sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu segir að Jafnréttisstofa hafi komið að sem ráðgefandi aðili vegna málverka Gunnlaugs Blöndals á veggjum Seðlabankans sem tekin voru niður vegna óþæginda sem þau framkölluðu. Málið hefur verið til umræðu í samfélaginu undanfarin dægrin og var meðal annars til umfjöllunar á Alþingi í óundirbúnum fyrirspurnum. Ólafur Ísleifsson óháður þingmaður innti Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra eftir því hver hennar skoðun á þessu væri í því sem kannski má kalla „Brjóstamyndamálið“. Hugrún sagði í viðtali í Kastljósi í gær að fyrirtæki og stofnanir hafi notið slíkrar handleiðslu Jafnréttisstofu. Vísir spurði Hugrúnu nánar út í þau ummæli. Hugrún segir þetta ekki umfangsmikinn þátt í starfsemi stofnunarinnar. „Ráðgjöfin hefur aðalega snúið að myndefni auglýsinga sem almenningur hefur kvartað undan og gæti varðað við brot á 29. grein jafnréttislaga um auglýsingar,“ segir Hugrún og vísar til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. „Slík verkefni hafa verið nokkur á undanförnum árum og hafa verið nokkuð stöðug í fjölda.“Rukka ekki fyrir ráðgjöfinaHversu mörg fyrirtæki og stofnanir eru þetta sem hafa kallað til aðstoð frá sérfræðingum Jafnréttisstofu?„Það eru ekki margir aðilar sem hafa óskað eftir svona ráðgjöf og á árs grundvelli eru þetta líklega 2-3 aðilar en málaskrá okkar er ekki sundur greind með þeim hætti að ég geti svarað þessu án mikillar yfirsetu yfir gögnunum.“Erling Jóhannsson forseti BÍL er ómyrkur í máli í samtali við Vísi í gær og sagði að ef menn ætla að nálgast Listasöguna með þessum gleraugum sé óhjákvæmilegt að allt mun breytast í klám.Hugrún segir Jafnréttisstofu veita fyrirtækjum og stofnunum mjög víðtæka ráðgjöf um jafnréttismál, þá sérstaklega þegar kemur að gerð Jafnréttisáætlana en í þeim er stundum fjallað um myndefni á vinnustöðum. Það er þá alfarið að frumkvæði viðkomandi vinnustaðar. Þegar hún er spurð hvaða fyrirtæki og/eða stofnanir er um að ræða segir hún erfitt um að segja með svo skömmum fyrirvara: „Verkefnin eru svo eðlis ólík að ég á erfitt með að svara þessu. Seðlabankinn er eina stofnunin sem við höfum rætt listaverk við með þeim hætti sem þegar hefur verið lýst. Önnur umræða hefur verið um myndir í almannarými starfsmanna sem ekki eru listaverk.“Ólafur spyr út í afstöðu Katrínar Hugrún segir Jafnréttisstofu ekki þiggja greiðslu fyrir ráðgjöf heldur er svo litið á að hún sé hluti af lögbundnu hlutverki stofnunarinnar.Már Guðmundsson Seðlabankastjóri við eitt af ómetanlegum verkum bankans en alls eru þau 320. Katrín telur Seðlabankann búa vel að sínu safni og sé í stakk búið til að gera svo eftir sem áður.fbl/stefánOg niðri á Alþingi voru þessi mál til umræðu. Katrín Jakobsdóttir, sem er bókmenntafræðingur, er sér fyllilega meðvituð um gryfjur ritskoðunar sem Ólafur Ísleifsson impraði á í fyrirspurn til hennar (14:08). Hann nefndi að sú ákvörðun að forfæra verkin hafi verið fordæmd harðlega af ýmsum, þar á meðal Bandalagi íslenskra listamanna, sem lýst hefur yfir furðu sinni á ákvörðuninni. Og talað um ritskoðun. Ólafur vildi fá fram viðbrögð Katrínar sem æðsta yfirmanns bankans; hvert hennar viðhorf væri til þessarar ákvörðunar? Og hvort, fyrst Seðlabankanum veittist svo erfitt að fara með þessi listaverk, vert væri að bankinn myndi fela Listasafni Íslands varðveislu síns viðamikla listaverkasafns?Katrín segir málið tvíþætt Katrín sagði að í sínum huga væri málið tví- ef ekki þríþætt, þá að teknu tilliti til fyrirspurnarinnar. Katrín sagðist vera mikill talsmaður listræns frelsis. „Ég tel að við eigum aldrei að skerða hið listræna frelsi og það er grundvallastjórnarmið í mínum huga.“ Katrín segir að í öðru lagi virðist, samkvæmt fréttaflutningi af málinu, þetta listaverk þar sem það var og í því samhengi sem það var þar hafa haft áhrif á líðan starfsmanna.Katrín Jakobsdóttir segist skilja að taka verði tillit til þess hvernig starfsmönnum líði á sínum vinnustað en listrænt frelsi sé grundvallaratriði í hennar huga.visir/vilhelm„Þá finnst mér það vera úrlausnarefni viðkomandi stofnunar, Seðlabankans að tryggja það að listverk sé til sýnis í þeim rýmum þar sem þau hafa þau áhrif að vera ekki sett í óþægilegt samhengi fyrir viðkomandi starfsmenn.“ Katrín sagðist hafa skilning á því að list gæti stuðað og mikilvægt að stofnanir ríkisins sýndi sínum starfsmönnum nærgætni og tillitssemi. En hún væri algerlega á móti því að list sem sýndi nekt eða fælu í sér pólitísk skilaboð, væru bönnuð. Hún opinberaði að hún væri sjálf með verk uppi á vegg á sínu heimili, með pólitísku inntaki, sem eflaust gæti stuðað ýmsa. En, það væri allt í lagi. Viðkomandi þyrfti þá ekkert að koma aftur í heimsókn til sín. Þá sagðist Katrín ekki vita betur en Seðlabankinn búi vel að sínu listaverkasafni. Og væri í stakk búinn til að gera svo. Alþingi Menning Myndlist Seðlabankinn Tengdar fréttir Tepruskapur og púrítanismi sagður ráða ríkjum í Seðlabankanum Bandalag listamanna gerir alvarlegar athugasemdir við að listaverk séu falin á vafasömum forsendum. 21. janúar 2019 13:45 Seðlabankinn á 320 málverk Bankinn á alls sex málverk eftir Gunnlaug Blöndal. 22. janúar 2019 13:00 Segir sorglegt að sjá #freethenipple notað til réttlætingar Nanna Hermannsdóttir, ein þeirra sem stóðu að baki #freethenipple byltingunni á sínum tíma, segir sorglegt að heyra fólk nota nafn brjóstabyltingarinnar til þess að réttlæta sjónarmið sem hún sneri í raun gegn. 22. janúar 2019 10:28 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Stefnir í smölun og mannmergð á fundi Heimdallar Sjá meira
Hugrún R. Hjaltadóttir sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu segir að Jafnréttisstofa hafi komið að sem ráðgefandi aðili vegna málverka Gunnlaugs Blöndals á veggjum Seðlabankans sem tekin voru niður vegna óþæginda sem þau framkölluðu. Málið hefur verið til umræðu í samfélaginu undanfarin dægrin og var meðal annars til umfjöllunar á Alþingi í óundirbúnum fyrirspurnum. Ólafur Ísleifsson óháður þingmaður innti Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra eftir því hver hennar skoðun á þessu væri í því sem kannski má kalla „Brjóstamyndamálið“. Hugrún sagði í viðtali í Kastljósi í gær að fyrirtæki og stofnanir hafi notið slíkrar handleiðslu Jafnréttisstofu. Vísir spurði Hugrúnu nánar út í þau ummæli. Hugrún segir þetta ekki umfangsmikinn þátt í starfsemi stofnunarinnar. „Ráðgjöfin hefur aðalega snúið að myndefni auglýsinga sem almenningur hefur kvartað undan og gæti varðað við brot á 29. grein jafnréttislaga um auglýsingar,“ segir Hugrún og vísar til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. „Slík verkefni hafa verið nokkur á undanförnum árum og hafa verið nokkuð stöðug í fjölda.“Rukka ekki fyrir ráðgjöfinaHversu mörg fyrirtæki og stofnanir eru þetta sem hafa kallað til aðstoð frá sérfræðingum Jafnréttisstofu?„Það eru ekki margir aðilar sem hafa óskað eftir svona ráðgjöf og á árs grundvelli eru þetta líklega 2-3 aðilar en málaskrá okkar er ekki sundur greind með þeim hætti að ég geti svarað þessu án mikillar yfirsetu yfir gögnunum.“Erling Jóhannsson forseti BÍL er ómyrkur í máli í samtali við Vísi í gær og sagði að ef menn ætla að nálgast Listasöguna með þessum gleraugum sé óhjákvæmilegt að allt mun breytast í klám.Hugrún segir Jafnréttisstofu veita fyrirtækjum og stofnunum mjög víðtæka ráðgjöf um jafnréttismál, þá sérstaklega þegar kemur að gerð Jafnréttisáætlana en í þeim er stundum fjallað um myndefni á vinnustöðum. Það er þá alfarið að frumkvæði viðkomandi vinnustaðar. Þegar hún er spurð hvaða fyrirtæki og/eða stofnanir er um að ræða segir hún erfitt um að segja með svo skömmum fyrirvara: „Verkefnin eru svo eðlis ólík að ég á erfitt með að svara þessu. Seðlabankinn er eina stofnunin sem við höfum rætt listaverk við með þeim hætti sem þegar hefur verið lýst. Önnur umræða hefur verið um myndir í almannarými starfsmanna sem ekki eru listaverk.“Ólafur spyr út í afstöðu Katrínar Hugrún segir Jafnréttisstofu ekki þiggja greiðslu fyrir ráðgjöf heldur er svo litið á að hún sé hluti af lögbundnu hlutverki stofnunarinnar.Már Guðmundsson Seðlabankastjóri við eitt af ómetanlegum verkum bankans en alls eru þau 320. Katrín telur Seðlabankann búa vel að sínu safni og sé í stakk búið til að gera svo eftir sem áður.fbl/stefánOg niðri á Alþingi voru þessi mál til umræðu. Katrín Jakobsdóttir, sem er bókmenntafræðingur, er sér fyllilega meðvituð um gryfjur ritskoðunar sem Ólafur Ísleifsson impraði á í fyrirspurn til hennar (14:08). Hann nefndi að sú ákvörðun að forfæra verkin hafi verið fordæmd harðlega af ýmsum, þar á meðal Bandalagi íslenskra listamanna, sem lýst hefur yfir furðu sinni á ákvörðuninni. Og talað um ritskoðun. Ólafur vildi fá fram viðbrögð Katrínar sem æðsta yfirmanns bankans; hvert hennar viðhorf væri til þessarar ákvörðunar? Og hvort, fyrst Seðlabankanum veittist svo erfitt að fara með þessi listaverk, vert væri að bankinn myndi fela Listasafni Íslands varðveislu síns viðamikla listaverkasafns?Katrín segir málið tvíþætt Katrín sagði að í sínum huga væri málið tví- ef ekki þríþætt, þá að teknu tilliti til fyrirspurnarinnar. Katrín sagðist vera mikill talsmaður listræns frelsis. „Ég tel að við eigum aldrei að skerða hið listræna frelsi og það er grundvallastjórnarmið í mínum huga.“ Katrín segir að í öðru lagi virðist, samkvæmt fréttaflutningi af málinu, þetta listaverk þar sem það var og í því samhengi sem það var þar hafa haft áhrif á líðan starfsmanna.Katrín Jakobsdóttir segist skilja að taka verði tillit til þess hvernig starfsmönnum líði á sínum vinnustað en listrænt frelsi sé grundvallaratriði í hennar huga.visir/vilhelm„Þá finnst mér það vera úrlausnarefni viðkomandi stofnunar, Seðlabankans að tryggja það að listverk sé til sýnis í þeim rýmum þar sem þau hafa þau áhrif að vera ekki sett í óþægilegt samhengi fyrir viðkomandi starfsmenn.“ Katrín sagðist hafa skilning á því að list gæti stuðað og mikilvægt að stofnanir ríkisins sýndi sínum starfsmönnum nærgætni og tillitssemi. En hún væri algerlega á móti því að list sem sýndi nekt eða fælu í sér pólitísk skilaboð, væru bönnuð. Hún opinberaði að hún væri sjálf með verk uppi á vegg á sínu heimili, með pólitísku inntaki, sem eflaust gæti stuðað ýmsa. En, það væri allt í lagi. Viðkomandi þyrfti þá ekkert að koma aftur í heimsókn til sín. Þá sagðist Katrín ekki vita betur en Seðlabankinn búi vel að sínu listaverkasafni. Og væri í stakk búinn til að gera svo.
Alþingi Menning Myndlist Seðlabankinn Tengdar fréttir Tepruskapur og púrítanismi sagður ráða ríkjum í Seðlabankanum Bandalag listamanna gerir alvarlegar athugasemdir við að listaverk séu falin á vafasömum forsendum. 21. janúar 2019 13:45 Seðlabankinn á 320 málverk Bankinn á alls sex málverk eftir Gunnlaug Blöndal. 22. janúar 2019 13:00 Segir sorglegt að sjá #freethenipple notað til réttlætingar Nanna Hermannsdóttir, ein þeirra sem stóðu að baki #freethenipple byltingunni á sínum tíma, segir sorglegt að heyra fólk nota nafn brjóstabyltingarinnar til þess að réttlæta sjónarmið sem hún sneri í raun gegn. 22. janúar 2019 10:28 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Stefnir í smölun og mannmergð á fundi Heimdallar Sjá meira
Tepruskapur og púrítanismi sagður ráða ríkjum í Seðlabankanum Bandalag listamanna gerir alvarlegar athugasemdir við að listaverk séu falin á vafasömum forsendum. 21. janúar 2019 13:45
Segir sorglegt að sjá #freethenipple notað til réttlætingar Nanna Hermannsdóttir, ein þeirra sem stóðu að baki #freethenipple byltingunni á sínum tíma, segir sorglegt að heyra fólk nota nafn brjóstabyltingarinnar til þess að réttlæta sjónarmið sem hún sneri í raun gegn. 22. janúar 2019 10:28